Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 132
HÁSKÓLAMENNTUN OG BÚSETA
KENNINGAR
Mannauður
Hvaða gagn er að menntun fyrir einstaklinga og samfélag? Grísku heimspekingarn-
ir fengust við slíkar spurningar en straumhvörf urðu í menntamálum á 18. og 19. öld
er sívaxandi millistétt í Evrópu gekk menntaveginn. Nýjum valdhöfum í kjölfar iðn-
byltingar fylgdu áherslur um nytsemi menntunar til undirbúnings lífs og starfs. Á
20. öld varð skólaganga almenn í sífellt fleiri ríkjum og menntamálin færðust á á-
byrgð ríkisins. Eftir síðari heimsstyrjöld urðu tækninýjungar og framfarir í atvinnu-
lífi mjög háðar menntun og rannsóknum sem enn jók á nytsemi menntunar. Á ofan-
verðri öldinni var algengt á Vesturlöndum að meirihluti ungs fólks hefði lokið fram-
haldsskólanámi, en nokkru lægra hlutfall fólks hafði lokið háskólanámi
(Encyclopædia Britannica Online 2001).
Það kvað við nýjan tón í umræðunni um nytsemi menntunar þegar Theodor V.
Schultz, forseti Samtaka bandarískra hagfræðinga, tók að boða mannauðskenningu
(human capital theory) sína (Schultz 1961:1-17). í raun er kenningin hagfræðilegt
fylgnilíkan milli menntunar og hagsældar. Hún lýtur að því að þekking og færni ein-
staklinga sé allt í senn auðlind, framleiðsluþáttur og afleiðing fjárfestingar, en meg-
inorsök hagvaxtar og yfirburða þróaðra ríkja er rakin til fjárfestingar þeirra í
mannauði. Orðrétt segir Schultz (1961:3):
Verkamenn hafa gerst fjármagnseigendur (capitalists), ekki með útbreiðslu
eignarhalds á hlutabréfum eins og munnmælasögur hafa haldið fram, held-
ur með öflun þekkingar og hæfni sem hefur efnahagslegt gildi. Þessi þekking
og hæfni er að verulegu leyti afurð fjárfestingar og skýrir helst, ásamt annarri
mannlegri fjárfestingu, framleiðsluyfirburði tæknilega þróaðra landa.
Vel menntaður einstaklingur á samkvæmt mannauðskenningunni auðveldara
með að nýta uppfinningar og læra nýjar vinnuaðferðir og skipulag en minna mennt-
aður. Hann á auðveldara með að tileinka sér nýtt vinnulag og framleiðsluaðferðir
sem auka framleiðni og því ber hann hærri ævitekjur úr býtum en ómenntaður ein-
staklingur og vegur það upp námskostnaðinn. Þannig gerir kenningin ráð fyrir því
að menntun auðveldi og flýti fyrir nýjum framleiðsluháttum sem leiði til aukinnar
framleiðni og þar með aukins hagvaxtar.
Theodor V. Schultz, Gary S. Becker og aðrir talsmenn mannauðskenningarinnar
miða röksemdir sínar við menntun í víðtækum skilningi, þ.e. starfsþjálfun, grunn,-
framhalds- og háskólamenntun, fullorðinsfræðslu o.fl. Öll meginrök kenningarinnar
eru gild þegar einungis er miðað við háskólamenntun eins og gert er í þessari rannsókn.
Mannauðskenningin spratt fram sem stjórntæki til að auka hagvöxt og jafna lífs-
kjör milli iðnríkja og þriðja heimsins. Einn liður í því var að skipuleggja mannafla
með hliðsjón af framtíðarþörf atvinnulífs, tryggja fulla atvinnu og hagvöxt og færa
fjárfestingu í menntamálum á bás með öðrum þáttum í heildarskipulagi hagvaxtar.
Einnig má nefna að mannauðskenningin hvíldi á þeim grunni, að síaukin notkun
130