Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 203
GUNNAR J. GUNNARSSON
að skoða betur með því að bera saman svör eftir aldri (bekkjum). Þegar það er gert
kemur í ljós að enginn munur er á notkun manngerðra eða mjög hlutbundinna lýs-
inga á Guði eftir bekkjum. Munurinn milli bekkja er hins vegar meiri þegar kemur
að notkun andlegra eða óhlutbundinna lýsinga á Guði (sjá töflu 2). Sá munur er í
samræmi við kenningar um stig í þróun vitsmunaþroskans og trúarlegrar hugsunar.
Annað sem vekur athygli þegar bekkirnir eru bornir saman er að jafnvægi milli
„móður-" og „föðurlegra" eiginleika guðsmyndarinnar virðist verða meira eftir því
sem þátttakendur í könnuninni eru eldri (sjá flokka 2 og 3 skipt eftir bekkjum) án
þess þó að fullt jafnvægi náist. Af skrifum Eriksons og Rizzuto má m.a. draga þá á-
lyktun að það sé einmitt mikilvægt að jafnvægi ríki milli þessara þátta guðsmynd-
arinnar.55
Samræmi er milli þess hlutfalls bekkjanna sem lýsa Guði þannig að hann sé
blekking eða ekki til og hlutfalls þeirra eftir bekkjum sem merktu við nei þegar spurt
var „Telurðu að Guð sé til?" Flestir sem lýsa Guði með þessum hætti eru í 9. bekk.
Sama gildir um neikvæða afstöðu eða tilfinningar til Guðs.
Hvar er Guð?
í fjórðu spurningu var spurt: Hvar er Guð? Gefnir voru upp nokkrir svarmöguleik-
ar en merkja mátti við fleiri en einn. Svarmöguleikarnir voru eftirfarandi: Uti í
geimnum, alls staðar, á himnum, innra með okkur, í náttúrunni og loks var opinn
möguleiki þar sem þátttakendur gátu skrifað eitthvað annað. 1085 svöruðu spurn-
ingunni. Margir merktu við fleiri en eitt atriði og voru stelpurnar duglegri í því efni.
Tiltölulega fáir notfærðu sér opna möguleikann eða aðeins 49. Tafla 3 sýnir hlutfall
þeirra sem merktu við hvern svarmöguleika fyrir sig:
Tafla 3: Hvar er Guð? Allir og skipt eftir kyni.
Stelpur Strákar Allir
Úti í geimnum 4,8% 7,1% 5,9%
(N=27) (N=37) (N=64)
Alls staðar 80,2% 76,1% 78,2%
(N=451) (N=398) (N=849)
Á himnum 46,1% 41,5% 43,9%
(N=259) (N=217) (N=476)
Innra með okkur 69,4% 57,1% 63,5%
(N=390) (N=298) (N=688)
í náttúrunni 12,3% 10,3% 11,3%
(N=69) (N=54) (N=123)
Annars staðar 5,7% 3,3% 4,5%
(N=32) (N=17) (N=49)
55 Erikson, E.H. 1958, Rizzuto, A.M. 1974, bls. 89-99 og 1979, bls. 93-173.
201