Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 194

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 194
GUÐSMYND O G TRÚARHUGSUN BARNA OG UNGLINGA ar má ekki skoða fyrst og fremst sem dæmi um stig í þroskaferlinum. Þær endur- spegla vangaveltur barnanna yfir því sem þau hafa reynt og séð. Þau átta sig á um- hverfinu og umheiminum og glíma við að gera tilveru sína skiljanlega. Þau leita eft- ir merkingarbærri mynd af lífinu eða með öðrum orðum leita eftir lífsskoðun. Nið- urstöður benda til þess að jafnvel tiltölulega ung spyrji börnin tilvistarspurninga til þess að móta persónulega lífsskoðun í því skyni að gera tilveruna skiljanlega. Meðal þess sem kannað var var mannskilningur og guðsmynd og virðast börn- in hafa átt auðveldara með að tjá sig um guðsmyndina en mannskilninginn. Af því má draga þá ályktun að þau vanti þjálfun og bæði orð og hugsanagang til að takast á við umræður um mannskilning. Sú mynd sem blasir við er að mannskilningur barnanna er mjög breytilegur eða allt frá því að vera bölsýnn yfir í að vera bjartsýnn. Meirihlutinn horfir þó á tilveruna með fremur bölsýnum augum og er gjarnan vísað til ástandsins í veröldinni og dregnar ályktanir af því. Guðsmyndin er líka mjög breytileg hjá börnunum eða frá því að vera mjög tilfinningabundin yfir í sjálfstæða og yfirvegaða afstöðu. Minnihluti barnanna, eða u.þ.b. fjóröungur, er trúaður og trú- arleg afstaða og viðhorf þeirra sýna að „sekúlariserað" („afhelgað") samfélag elur af sér „sekúlariseruð" börn. Guðstrú er algengari meðal yngri barna og stelpna en munurinn er þó ekki verulegur. Það er þó fyrst og fremst efinn sem eykst með aldr- inum, ekki vantrú. Dæmigerð barnatrú í Svíþjóð undir lok 20. aldar er því leitandi afstaða. Meirihluti barnanna virðist líta á sig sem efasemdafólk í trúarefnum þótt þau orði það ekki á þennan hátt.41 í ljósi rannsókna og kenninga Framangreindar rannsóknir og kenningar sýna að þróun guðsmyndar og trúarlegr- ar hugsunar er flókið fyrirbæri. Því er varhugavert að einfalda hlutina um of eða ein- blína í of miklum mæli á einn afmarkaðan þátt. Kenningar sálgreiningarsinna árétta vel hve flókið ferlið er og athyglisverð er kenning þeirra um áhrif reynslunnar af sambandinu við foreldrana í bernsku og hvernig hún tengist svo ytri hugmyndum um Guð. Sú skoðun að börn í hinum vestræna heimi komi sér almennt upp guðs- mynd er umhugsunar virði og hlýtur að hafa áhrif á umræðu um trúarlegt uppeldi og uppeldi almennt, sem og kennslu í kristnum fræðum og trúarbragðafræðum. Greining formgerðarsinna á þroskaferli trúarlegrar hugsunar er gagnleg, t.d. þegar horft er til framsetningar á trúarlegu efni í kennslu, en þar er líka hægt að falla í gryfju of mikillar einföldunar og jafnvel misreikna getu barna til að fást við ýmis trú- arleg hugtök og fyrirbæri. Það má t.a.m. gagnrýna Goldman fyrir að hafa einblínt um of á vitsmunaþáttinn í sinni rannsókn. Rannsóknir Fowlers sýna m.a. að fleira skiptir máli, svo sem persónuleg reynsla einstaklingsins, og að samspil trúarþroska og persónuþroskans að öðru leyti er mikilvægt. Sænsku rannsóknirnar leiða í ljós að börn fást almennt við spurningar og hugsanir sem varða grundvallarforsendur lífs- ins og tilverunnar. Jafnframt sýna þær að börn geta fyrr hugsað óhlutbundið um Guð og ýmis trúarleg hugtök en ætla má út frá kenningum um stiggreiningu vits- munaþroskans. Vandi barnanna er oft miklu fremur fólginn í möguleikum þeirra til að tjá hugsun sína óhlutbundið. Þá sýna rannsóknirnar jafnframt mikilvægi tilfinn- inga- eða upplifunarþáttarins í guðsmyndinni og trúarlegri hugsun. Það leiðir hug- 192 41 Hartman, S.G. 1992, bls. 15-25.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.