Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 120
NÁMSÁRANGUR FRAMHALDSSKÓLANEMA Í ENSKU
II Aðhvarfsgreining
Með aðhvarfsgreiningu er unnt að meta áhrif einstakra breyta í rannsókninni á
frammistöðu nemenda í ensku í framhaldsskóla. Aðferðin gerir mögulegt að athuga
áhrif einnar breytu þegar áhrifum annarra breyta er haldið stöðugum. Enn fremur
fást upplýsingar um hversu stórt hlutfall af árangri í ensku í framhaldsskóla skýrist
með öllum breytum sameiginlega.
Undirbúningur gagna fyrir aðhvarfsgreiningu
I fyrra og seinna gagnasafni voru gerðar tvær þáttagreiningar (principal components
analysis) í hvoru gagnasafni fyrir sig, annars vegar á spurningum sem fjölluðu um
enskunotkun utan skóla og hins vegar á spurningum um mat nemenda á áhrifum
ýmissa þátta á enskukunnáttu þeirra. Þáttagreiningarnar voru hafðar til grundvall-
ar við gerð kvarða, sem síðar voru notaðir í aðhvarfsgreiningu í báðum gagnasöfn-
um.
Enskunotkun utan skóla. Þáttagreining með hornréttum snúningi að varimax-
lausn leiddi í ljós þrjá auðtúlkanlega þætti með eigingildi yfir 1 í báðum gagnasöfn-
um. Samtals skýrðu þeir 47% af dreifingu breytanna sem voru þáttagreindar í fyrra
gagnasafni og 46% í seinna gagnasafni. Fyrsti þátturinn innihélt fjórar spurningar í
báðum gagnasöfnum sem allar lúta að enskulestri og ritun (alfastuðull er 0,60 í fyrra
gagnasafni og 0,65 í seinna gagnasafni), annar þáttur fjórar spurningar (bæði gagna-
söfn) um hve mikið þátttakendur horfðu á enskt kvikmyndaefni (alfastuðull er 0,60
í fyrra gagnasafni og 0,59 í seinna gagnasafni), og þriðji þáttur þrjár spurningar
(bæði gagnasöfn) um hve oft þátttakendur töluðu ensku utan skóla (alfastuðull er
0,65 í fyrra gagnasafni og 0,55 í seinna gagnasafni). Ein spurning hlóð ekki markvert
á neinn hinna þriggja þátta (bæði gagnasöfn): „Kanntu utan að heila texta úr enskri
eða amerískri tónlist?"
Mat nemenda á áhrifapáttum á enskukunnáttu peirra. Þáttagreining með hornréttum
snúningi leiddi í ljós þrjá auðtúlkanlega þætti með eigingildi yfir 1 í báðum gagna-
söfnum. Samtals skýrðu þeir 62% af breytileika spurninganna sem voru þáttagreind-
ar í fyrra gagnasafni og 58% í seinna gagnasafni. Efni fyrsta þáttar mætti nefna mat
nemenda á áhrifum enskunotkunar á enskukunnáttu þeirra (alfastuðull er 0,80 í
fyrra gagnasafni og 0,74 í seinna gagnasafni). Samtals tilheyra sex spurningar (bæði
gagnasöfn) þessum þætti þ.á m. áhrif lesturs á ensku efni utan skóla, á veraldarvefn-
um, enskunámskeið utan skóla, búsetu erlendis og samtala á ensku við vini, fjöl-
skyldumeðlimi eða vinnufélaga. Við nánari greiningu á þessum þætti kom í ljós að
fyrsta spurningin (enskt efni lesið utan skóla) hafði jákvæða fylgni við árangur í
framhaldsskóla, en aðrar spurningar í þættinum höfðu neikvæða fylgni við ensku-
prófið í framhaldsskóla. Vegna þessara ólíku tengsla spurninganna í þættinum við
fylgibreytuna í aðhvarfsgreiningunni hér á eftir var spurningin um enskt efni utan
skóla ekki höfð með í þáttaskori (bæði gagnasöfn). Areiðanleiki þáttarins breyttist þó
ekki (bæði gagnasöfn). Efni annars þáttar lýsir mati nemenda á áhrifum sjónvarps,
myndabanda og tónlistar á enskukunnáttu þeirra (alfastuðull er 0,84 í fyrra gagna-
safni og 0,82 í seinna gagnasafni). Samtals tilheyra þrjár spurningar þessum þætti
118