Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 120

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 120
NÁMSÁRANGUR FRAMHALDSSKÓLANEMA Í ENSKU II Aðhvarfsgreining Með aðhvarfsgreiningu er unnt að meta áhrif einstakra breyta í rannsókninni á frammistöðu nemenda í ensku í framhaldsskóla. Aðferðin gerir mögulegt að athuga áhrif einnar breytu þegar áhrifum annarra breyta er haldið stöðugum. Enn fremur fást upplýsingar um hversu stórt hlutfall af árangri í ensku í framhaldsskóla skýrist með öllum breytum sameiginlega. Undirbúningur gagna fyrir aðhvarfsgreiningu I fyrra og seinna gagnasafni voru gerðar tvær þáttagreiningar (principal components analysis) í hvoru gagnasafni fyrir sig, annars vegar á spurningum sem fjölluðu um enskunotkun utan skóla og hins vegar á spurningum um mat nemenda á áhrifum ýmissa þátta á enskukunnáttu þeirra. Þáttagreiningarnar voru hafðar til grundvall- ar við gerð kvarða, sem síðar voru notaðir í aðhvarfsgreiningu í báðum gagnasöfn- um. Enskunotkun utan skóla. Þáttagreining með hornréttum snúningi að varimax- lausn leiddi í ljós þrjá auðtúlkanlega þætti með eigingildi yfir 1 í báðum gagnasöfn- um. Samtals skýrðu þeir 47% af dreifingu breytanna sem voru þáttagreindar í fyrra gagnasafni og 46% í seinna gagnasafni. Fyrsti þátturinn innihélt fjórar spurningar í báðum gagnasöfnum sem allar lúta að enskulestri og ritun (alfastuðull er 0,60 í fyrra gagnasafni og 0,65 í seinna gagnasafni), annar þáttur fjórar spurningar (bæði gagna- söfn) um hve mikið þátttakendur horfðu á enskt kvikmyndaefni (alfastuðull er 0,60 í fyrra gagnasafni og 0,59 í seinna gagnasafni), og þriðji þáttur þrjár spurningar (bæði gagnasöfn) um hve oft þátttakendur töluðu ensku utan skóla (alfastuðull er 0,65 í fyrra gagnasafni og 0,55 í seinna gagnasafni). Ein spurning hlóð ekki markvert á neinn hinna þriggja þátta (bæði gagnasöfn): „Kanntu utan að heila texta úr enskri eða amerískri tónlist?" Mat nemenda á áhrifapáttum á enskukunnáttu peirra. Þáttagreining með hornréttum snúningi leiddi í ljós þrjá auðtúlkanlega þætti með eigingildi yfir 1 í báðum gagna- söfnum. Samtals skýrðu þeir 62% af breytileika spurninganna sem voru þáttagreind- ar í fyrra gagnasafni og 58% í seinna gagnasafni. Efni fyrsta þáttar mætti nefna mat nemenda á áhrifum enskunotkunar á enskukunnáttu þeirra (alfastuðull er 0,80 í fyrra gagnasafni og 0,74 í seinna gagnasafni). Samtals tilheyra sex spurningar (bæði gagnasöfn) þessum þætti þ.á m. áhrif lesturs á ensku efni utan skóla, á veraldarvefn- um, enskunámskeið utan skóla, búsetu erlendis og samtala á ensku við vini, fjöl- skyldumeðlimi eða vinnufélaga. Við nánari greiningu á þessum þætti kom í ljós að fyrsta spurningin (enskt efni lesið utan skóla) hafði jákvæða fylgni við árangur í framhaldsskóla, en aðrar spurningar í þættinum höfðu neikvæða fylgni við ensku- prófið í framhaldsskóla. Vegna þessara ólíku tengsla spurninganna í þættinum við fylgibreytuna í aðhvarfsgreiningunni hér á eftir var spurningin um enskt efni utan skóla ekki höfð með í þáttaskori (bæði gagnasöfn). Areiðanleiki þáttarins breyttist þó ekki (bæði gagnasöfn). Efni annars þáttar lýsir mati nemenda á áhrifum sjónvarps, myndabanda og tónlistar á enskukunnáttu þeirra (alfastuðull er 0,84 í fyrra gagna- safni og 0,82 í seinna gagnasafni). Samtals tilheyra þrjár spurningar þessum þætti 118
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.