Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 218
LUTHER, BARNIÐ OG TRÚARTRAUSTIÐ
Guðs gerum við góð verk því áður en við getum unnið góð verk verðum við
að hafa eilífa lífið, náð Guðs og hjálpræðið. Tré verður ekki gott vegna ávaxt-
anna, heldur ber gott tré góða ávexti. Það verður að vera gott áður en það
ber ávöxt. Þannig erum við fædd inn í réttlæti, getin og sköpuð fyrir orð náð-
arinnar. Hvorki verk lögmálsins né góð verk valda því. En þó góðu verkin
færa okkur ekki líf, náð, hjálpræði og blessun Guðs, veita þau okkur heiður
hjá Guði, dýrð og velvild. Alveg á sama hátt og tré er virt, elskað og lofað af
garðyrkjumanninum og öðrum þegar það gefur af sér Borsdorfarepli. [...]
Börnin verða að fullu hólpin fyrir trúna án allra verka, þess vegna réttlætir
trúin ein. Fyrst kraftur Guðs starfar svo í einu gerir hann það í öllu. Þessu
veldur ekki kraftur barnsins heldur trúin. Það er ekki hjálparleysi barnsins
sem veldur, því þá væri hjálparleysið orðið að verki og við værum komin í
bullandi verkaréttlætingu. [...] Börnin verða vissulega hólpin án allra verka
en aðeins fyrir trú sem heilagur andi vekur í þeim fyrir skírn. Og þó við sjá-
um þetta ekki eru þau Krists og af því leiðir að þau frelsast fyrir náð án allra
verka því þau hafa ekki verkin.32
Það sem er merkilegt við þessa framsetningu er einkum tvennt. í fyrsta lagi þá
er það ekki ungur aldur, sakleysi eða hversu háð börnin eru fullorðnum sem gerir
þau að fyrirmynd í trú. Allt þetta væri hægt að skilgreina sem eiginleika þeirra eða
verk sem réttlætti þau. Um leið og slíkt væri gefið í skyn væri óhætt að byrja að ef-
ast um sakleysið og deila um hvar draga eigi mörkin í sambandi við aldur og takast
á um gildi þess að vera háður einhverjum. Slíkt á ekki við. Það sem Lúther dregur
fram er að börnin eru fyrst og fremst þiggjendur hvað annað sem um þau má segja.
Þau taka við gjöf Guðs og treysta henni eins og þau koma fyrir. Börnin meðtaka náð
Guðs eins og þau eru. Þau láta ekki eigin hugmyndir um hvernig þau ættu að vera
o.s.frv. hindra sig í því að taka við gjöfinni. Þess vegna lætur Lúther Guð segja á ein-
um stað við hina fullorðnu eins og faðir við barn sitt: „Hvað hefur þú gert sem veld-
ur því að ég elska þig svo mikið að ég geri þig að erfingja mínum? Þú sem skítur,
mígur og fyllir húsið með gráti og öskrum!"33 Svarið er ást Guðs föður. Það er því
ekki eiginleiki barnsins sem gerir það að fyrirmynd heldur staða þess sem barns.
Lúther segir annars staðar:
Trúðu á Guð og gefstu upp fyrir honum! Drottinn Guð hefur hreinni hugsanir
en við menn. Hann verður að hreinsa hugi okkar [...] hann verður að taka burt
greinabúta og hefla okkur til áður en við verðum eins og börn og kjánar Guðs. Lítið
á hve hreinar hugsanir barnið hefur um Guð, það horfir til himna og í gegnum dauð-
ann án alls efa! Þau eru því þegar í Paradís. Lítið á börnin, það er alltaf eitthvað und-
ursamlegt við svip þeirra.34
Hitt atriðið er að Lúther dregur fram gildi góðu verkanna. Þau eru afleiðing trú-
arinnar og færa manninum heiður hjá Guði, dýrð og velvild. í þessu samhengi má
vel halda því fram að hér sé verkamaður verður launa sinna.
216
32 WA TR 5, nr. 5570b, 251-252.
33WATRl,nr. 1004, 505.
34 WA TR 4, nr. 4027, 86-87.