Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 158
STARFSAÐFERÐIR OG SANNFÆRING LEIKSKÓLAKENNARA
Útivist er mikilvægur þáttur starfsins. Helga og Kristín leggja báðar mikla á-
herslu á að börnin leiki sér úti daglega og líta á það sem mikilvægan þátt leikskóla-
starfsins þar sem börnin fá tækifæri til að leika sér frjálst í barnahópnum og þjálfa fé-
lagslega og líkamlega færni.
Báðir leikskólakennarar leggja áherslu á umhverfið og umhverfisvernd. Náttúr-
an er meginþema starfsins í Vatnaborg og í Fjallaborg var endurvinnsla og endurnýt-
ing mikilvægur þáttur í starfinu sem börnin tóku þátt í af fullum þunga.
Næring er mikilvægur þáttur í skólastarfinu, lagt er upp úr hollum mat og rætt
um mikilvægi hollrar næringar. I báðum leikskólum er matmálstíminn mikilvægur
námstími. Börnin sjá um að undirbúa borðhaldið, læra að leggja á borð fyrir réttan
fjölda barna og læra borðsiði. Starfsfólkið borðar með börnunum og í báðum leik-
skólum er þetta notaleg stund þar sem margt fróðlegt og skemmtilegt er skrafað.
Þó margt sé líkt í starfi Helgu og Kristínar er þó annað sem skilur þær að. Helga
„kennir" markvisst meira. Hún er t.d. með undirbúið efni í samverustund sem hún
leggur inn. Það er ákveðið í grófum dráttum fyrir vikuna hvað er gert í samveru-
stundinni. Helga vinnur líka markvisst að mál- og ritmálsörvun. Ritmálið er áber-
andi alls staðar uppi á veggjum þar sem hengdar eru upp ýmsar leiðbeiningar og
efni. A deildinni er skriftarkrókur þar sem eru lausir stafir, skriffæri og pappír til að
skrifa og teikna á í valstundum. Börnunum er boðið að skrifa við myndverkin sem
þau vinna og þegar lesið er fyrir þau er spjallað fyrir og eftir um efni sögunnar og
boðskap. Helga er líka mjög flink að segja sögur. Dagbókin er fastur þáttur í starfinu,
en í hana skrifa börnin sameiginlega hvað þau gerðu yfir daginn. Dagbókin liggur
svo frammi þegar foreldrar koma og sækja börnin. Börnin eru líka hvött til að skrifa
bréf og setja í póstkassa deildarinnar en það gera þau heima í samvinnu við foreldra
sína.
Helga notar líka tækifærið í daglegu starfi til að fræða börnin um ýmislegt og
kenna þeim. Til dæmis þegar börnin eru í fataklefanum spjallar hún gjarna við þau
um liti og stærð og ýmsa hluti sem tengjast því að klæða sig í og úr. Hér að neðan er
stutt lýsing af atburði sem átti sér stað í valinu.
Helga situr við hliðina á strák í skriftarkróknum. Hann er að teikna mannveru.
Helga vekur athygli hans á því að hendurnar vantar á manninn. „Gleymir þú að
setja á hann hendur, „ segir hún. „Hvað ertu með margar hendur?" Hann segir
„margar." Hún kemur við hendurnar á honum og segir „Ein - tvær - þú ert ekki með
margar hendur, þú ert með tvær hendur." „Hvað eru fingurnir margir?" og hún rétt-
ir hendurnar á sér að honum og leyfir honum að telja með sér. „Já, tíu fingur." Hann
réttir sínar hendur og þau telja saman og stelpa sem situr við hliðina á þeim réttir
sínar hendur og þau telja hennar líka. „Já, það eru allir með tíu fingur," segir Helga.
Kristín lætur hlutina fremur gerast, rætt er um daginn og veginn í samveru-
stundum og ekki er alltaf fyrir fram skipulagt hvað gert er. Þar er þó eins og í Vatna-
borg oftast sungið og lesin saga, rætt um veðrið og fært inn á töflu. í Fjallaborg er á-
hersla lögð á sköpun og frelsi barnanna. Leikföng og efniviður leikskólans er að
mestu leyti opinn og gefur möguleika á margvíslegri notkun. Kubbar af ýmsum
stærðum og gerðum eru notaðir, og ýmiss konar skapandi efniviður er í listakrókn-
um. A hlutverkaleiksvæði er t.d. ekki hefðbundið efni til heimilis og dúkkuleikja,
156