Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 28
ORÐRÆÐUR UM ÁRANGUR, SKILVIRKNI OG KYNGERVI VIÐ STJÓRNUN
... ég held að konur hafi lítið umburðarlyndi gagnvart sjálfum sér og eigin mistökum
... pað situr meira íþeim. Hjá körlum eru mistök afgreidd og búin, en konur eru mið-
ur sín og leitast við að leiðrétta pau eða vinna sig lít úr peim.
Anna leggur áherslu á að konur vilji öðruvísi vald en karlar, að það sé gott fyrir kon-
ur sem stjómendur að vera tilfinningaverur en um leið taki þær mistök meira inn á sig
eða alvarlegar en karlar. Anna og Beta telja báðar mikilvægt fyrir árangur stjórnenda að
taka mið af kynferði og hafa reynt ýmislegt til að það takist.
Þó að Beta og fleiri tengi svokallaðan „stjómunarstíl kvenna" við undirokaða em
aðrar, eins og Gunna og Hanna, sem telja hann siðfræðilega æðri en ekki endilega skil-
virkari. Dóra telur slíkan stjórnunarstíl árangursríkastan. Eftirfarandi frásögn er frá
Gunnu, skólastjóra á grunnskólastigi:
Ég vil koma hér fyrst á morgnana og fara síðust út af kvenlegri samviskusemi. Mér
finnst ég vera að svíkjast um efég er að slæpast úti íbæ.. .Ég held að karlar vilji bara
gera hlutina burt séð frá öllum mannlegum páttum ... Ég nota innsæi og tilfinningar
og hlusta vel, er næm á óánægjuraddir. Það er alveg hægt að hafa bein í nefinu án pess
að tapa pessum manneskjulegheitum .. .Og viðfáum pað til baka margfalt, efvið erum
kurteis og pægileg, í allskonar jákvæðum viðbrögðum. Fólkið í skólanum, bæði kennar-
ar og nemendur, er númer eitt ... hið kvenlæga erjákvætt efmaður passar aðfara ekki
yfir mörkin ... Helstu erfiðleikarnir við að samræma pað að vera stjórnandi og kona er
ofstuttur sólarhringur; konur purfa að helga sig svona starfi til að vera metnar að verð-
leikum.
Gunna finnur þetta fína jafnvægi sem virðist þurfa til innan grunnskólans á milli
sjónarmiða kennara og nemenda annars vegar og sem stjómandi hins vegar. Þetta birt-
ist m.a. í því að viðurkenna áhrif „kvenleikans" í hófi og um leið ákveðið jafnvægi á milli
tilfinninga og skynsemi, að hlusta vel og vera manneskjuleg en passa sig á að fara ekki
yfir ákveðin mörk. Þessi lýsing minnir um margt á svokallaða tilfinningagreind stjórn-
enda (Goleman, 1997). Gunna leggur áherslu á að þetta skili sér í jákvæðum viðbrögð-
um fremur en í árangri í fjármálum eða einkunnum nemenda, nema ef til vill óbeint. í
þessu sambandi má benda á að greining Eagly o.fl. (1992) á fjölmörgum rannsóknum
sýndi að kvenskólastjórar væm oft skilvirkari stjórnendur en karlar, m.a. með því að
dreifa ákvarðanatöku og ýta þannig undir starfsánægju kennara eða samstarfsmanna.
Hanna skólameistari finnur togstreitu á milli eigin sýnar á starf stjórnandans og
stefnu stjórnvalda og að hennar mati er kynferði mikilvægur áhrifaþáttur í starfi og
æskilegur.
Ég fer hérna í störfsem ég held að enginn karl í sömu stöðu fari í. Égfer t.d. og raða upp
blómum ... mérfinnst ekki að við sem stjórnendur eigum að vera öðruvísi en við erum,
eigum frekar að innleiða pessa hluti í stjórnunarstörf, en ekki að konurnar fari í pjón-
ustuhlutverk og hið karllæga hafi yfirhöndina í launum ... Ég sé mikinn mun á konum
og körlutn sem undirmönnum. Karlarnireru meira að fá greitt fyrir hvert viðvik og eiga
erfiðara með að pola stöðugar umræður um mjúku málin, um pað sem parfað gera fyr-
26