Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 185
GUNNAR J. GUNNARSSON
jafnframt það hlutverk að leiðbeina barninu og getur það haft mikil áhrif á innri mót-
un einstaklingsins. Enn fremur getur barninu staðið viss ógn af föðurnum þar sem
hann getur yfirgefið barnið og rekið það frá sér. Þetta skapar tvennt í sambandi við
síðari trúarlega reynslu, annars vegar sektarkenndina og hins vegar möguleikann á
að skynja óverðskuldaðan kærleika Guðs.9 Erikson lagði þannig áherslu á að reynsl-
an af sambandi og samskiptum við bæði föður og móður hafi mikið að segja fyrir
mótun guðsmyndarinnar. Jafnframt leit hann svo á að sú innri guðsmynd sem tekur
fyrst og fremst mið af föður- og móðurímyndinni ummótist og þróist síðan þegar
barnið kernst í snertingu við kenningu og helgisiði formlegra trúarbragða. Persónu-
lega guðsmyndin tengist þá þeirri guðsmynd sem trúarbrögðin lýsa.10
Ana-Maria Rizzuto frá Kanada hefir í bók sinni, The Birth of the Living God. A
psychoanalytic study, tekið upp þráðinn frá Freud og Erikson og fleirum sem sett
hafa fram kenningar um þróun guðsmyndarinnar. Hún hefur það fram yfir þá Freud
og Erikson að hafa stundað kerfisbundnar rannsóknir á þessu sviði sem byggja á
„klínískum" viðtölum. Hún fellst á vissa þætti í kenningu Freuds en gagnrýnir hann
fyrir að einblína urn of á samband föður og sonar í mótun guðsmyndarinnar og bein-
ir líkt og Erikson athyglinni einnig að sambandi barns og móður og jafnvel annarra
einstaklinga í lífi þess.* 11 Rizzuto er því þeirrar skoðunar að guðsmynd12 barns mótist
ýmist af reynslu þess af sambandinu við móður eða föður eða báða foreldrana en tel-
ur jafnframt að aðrir mikilvægir einstaklingar í lífi þess komi þar einnig við sögu.
Fyrstu tengsl einstaklingsins við foreldrana, og þá einkum móðurina fyrst í stað,
verða þó öðru fremur ómeðvituð fyrirmynd að öllum síðari tilfinningatengslum,
einnig við Guð.13 Af dæmum af einstaklingum sem Rizzuto nefnir úr rannsókn sinni
rná draga þá ályktun að æskilegt sé að móðurímyndin og föðurímyndin séu í jafn-
vægi þannig að guðsmyndin feli bæði í sér móðurlegan kærleika, umhyggju og náð
og föðurlegt almætti, heilagleika og réttlæti. Þá má einnig sjá dæmi um hvernig nei-
kvæð reynsla af foreldri getur leitt til neikvæðrar guðsmyndar.14
Mótun þessarar persónulegu hliðar guðsmyndarinnar er ómeðvituð framan af
en byggist síðan upp á mjög huglægan og tilfinningabundinn hátt. Hún getur því á
vissan hátt verið frábrugðin þeirri sem trúarhefðin miðlar. En hún er ekki eina hlið
guðsmyndarinnar því umhverfið hefur einnig veruleg áhrif. í því sambandi bendir
Rizzuto á að börn heyra talað um Guð allt í kringum sig, bæði af foreldrum og ýms-
um öðrum og það er jafnvel beðið til hans. Nánast allir nefna eða tala um Guð ein-
hvern tíma. Guð verður þannig raunverulegur og máttugur, stjórnar veröldinni og
er alls staðar nálægur. Þeim er sagt að hann ýrnist blessi þau, elski eða refsi þeim og
að þau eigi að bera virðingu fyrir honum. En þrátt fyrir allt þetta er hann ósýnileg-
ur. Þessi mynd af Guði sem barnið mætir í umhverfi sínu tengist síðan þeim tveim
einstaklingum sem frá sjónarhóli barnsins búa helst yfir ýmsum þeirn eiginleikum
sem Guð hefur. Þannig tengist saman rnóður- og föðurímyndin og sú mynd af Guði
9 Erikson, E.H. 1958, bls. 119-120.
10 Sjá nánar Erikson, E.H. 1958, bls. 111-121.
11 Rizzuto, A-M. 1979, bls. 13-37, sbr einnig Rizzuto, A-M. 1980, bls. 120-122.
12 Rizzuto vili reyndar forðast hugtakið guðsmynd („God-image") og talar í staðinn um
„God representation".
13 Rizzuto, A-M. 1979, bls. 184-188, 208-209.
14 Rizzuto, A.M. 1974, bls. 89-98, 1979, bls. 93-173, sjá einnig Erikson, E.H. 1958.
183