Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 185

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 185
GUNNAR J. GUNNARSSON jafnframt það hlutverk að leiðbeina barninu og getur það haft mikil áhrif á innri mót- un einstaklingsins. Enn fremur getur barninu staðið viss ógn af föðurnum þar sem hann getur yfirgefið barnið og rekið það frá sér. Þetta skapar tvennt í sambandi við síðari trúarlega reynslu, annars vegar sektarkenndina og hins vegar möguleikann á að skynja óverðskuldaðan kærleika Guðs.9 Erikson lagði þannig áherslu á að reynsl- an af sambandi og samskiptum við bæði föður og móður hafi mikið að segja fyrir mótun guðsmyndarinnar. Jafnframt leit hann svo á að sú innri guðsmynd sem tekur fyrst og fremst mið af föður- og móðurímyndinni ummótist og þróist síðan þegar barnið kernst í snertingu við kenningu og helgisiði formlegra trúarbragða. Persónu- lega guðsmyndin tengist þá þeirri guðsmynd sem trúarbrögðin lýsa.10 Ana-Maria Rizzuto frá Kanada hefir í bók sinni, The Birth of the Living God. A psychoanalytic study, tekið upp þráðinn frá Freud og Erikson og fleirum sem sett hafa fram kenningar um þróun guðsmyndarinnar. Hún hefur það fram yfir þá Freud og Erikson að hafa stundað kerfisbundnar rannsóknir á þessu sviði sem byggja á „klínískum" viðtölum. Hún fellst á vissa þætti í kenningu Freuds en gagnrýnir hann fyrir að einblína urn of á samband föður og sonar í mótun guðsmyndarinnar og bein- ir líkt og Erikson athyglinni einnig að sambandi barns og móður og jafnvel annarra einstaklinga í lífi þess.* 11 Rizzuto er því þeirrar skoðunar að guðsmynd12 barns mótist ýmist af reynslu þess af sambandinu við móður eða föður eða báða foreldrana en tel- ur jafnframt að aðrir mikilvægir einstaklingar í lífi þess komi þar einnig við sögu. Fyrstu tengsl einstaklingsins við foreldrana, og þá einkum móðurina fyrst í stað, verða þó öðru fremur ómeðvituð fyrirmynd að öllum síðari tilfinningatengslum, einnig við Guð.13 Af dæmum af einstaklingum sem Rizzuto nefnir úr rannsókn sinni rná draga þá ályktun að æskilegt sé að móðurímyndin og föðurímyndin séu í jafn- vægi þannig að guðsmyndin feli bæði í sér móðurlegan kærleika, umhyggju og náð og föðurlegt almætti, heilagleika og réttlæti. Þá má einnig sjá dæmi um hvernig nei- kvæð reynsla af foreldri getur leitt til neikvæðrar guðsmyndar.14 Mótun þessarar persónulegu hliðar guðsmyndarinnar er ómeðvituð framan af en byggist síðan upp á mjög huglægan og tilfinningabundinn hátt. Hún getur því á vissan hátt verið frábrugðin þeirri sem trúarhefðin miðlar. En hún er ekki eina hlið guðsmyndarinnar því umhverfið hefur einnig veruleg áhrif. í því sambandi bendir Rizzuto á að börn heyra talað um Guð allt í kringum sig, bæði af foreldrum og ýms- um öðrum og það er jafnvel beðið til hans. Nánast allir nefna eða tala um Guð ein- hvern tíma. Guð verður þannig raunverulegur og máttugur, stjórnar veröldinni og er alls staðar nálægur. Þeim er sagt að hann ýrnist blessi þau, elski eða refsi þeim og að þau eigi að bera virðingu fyrir honum. En þrátt fyrir allt þetta er hann ósýnileg- ur. Þessi mynd af Guði sem barnið mætir í umhverfi sínu tengist síðan þeim tveim einstaklingum sem frá sjónarhóli barnsins búa helst yfir ýmsum þeirn eiginleikum sem Guð hefur. Þannig tengist saman rnóður- og föðurímyndin og sú mynd af Guði 9 Erikson, E.H. 1958, bls. 119-120. 10 Sjá nánar Erikson, E.H. 1958, bls. 111-121. 11 Rizzuto, A-M. 1979, bls. 13-37, sbr einnig Rizzuto, A-M. 1980, bls. 120-122. 12 Rizzuto vili reyndar forðast hugtakið guðsmynd („God-image") og talar í staðinn um „God representation". 13 Rizzuto, A-M. 1979, bls. 184-188, 208-209. 14 Rizzuto, A.M. 1974, bls. 89-98, 1979, bls. 93-173, sjá einnig Erikson, E.H. 1958. 183
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.