Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 76
ÞRÓUN STARFA OG ÞÖRF FYRIR STARFSMENNTUN
UMRÆÐA
Markmið þessarar rannsóknar var að bera saman þróun tiltekinna starfa í fjórum
löndum og þá almennu færni sem á reyndi í þeim. Hagnýtt markmið rannsóknar-
innar var að fá fram upplýsingar sem nýst gætu við ákvarðanatöku á sviði starfs-
menntunar og símenntunar í atvinnulífinu. Á grundvelli kenninga um að öll störf
þróist í þá átt að verða flóknari voru settar fram tvær tilgátur. Fyrri tilgátan, sem
gerði ráð fyrir því að meirihluti starfa í löndunum fjórum (yfir 50% af 20 störfum)
væru að þróast í þá átt að verða flóknari og þar með væru kröfur til starfsmanna
að aukast, hlaut ekki stuðning þegar litið er á svör viðmælenda við einni tiltek-
inni spurningu um þetta efni. Hins vegar reyndum við að meta þróun starfa út frá
nokkrum atriðum sem spurt var um í könnuninni til viðbótar við þessa beinu
spurningu og sá samanburður leiddi í ljós að tilgátan hlaut stuðning í öllum
þremur flokkum starfa í Frakklandi og Grikklandi og í störfum í verslun og við-
skiptum á Ítalíu. Tilgátan var ekki studd í neinum af starfaflokkunum þremur á
Islandi.
Seinni tilgátan, sem fól í sér að í öllum störfum reyndi að einhverju marki á fjóra
flokka almennra færniþátta sem taldir eru mikilvægir í atvinnulífi nútímans, hlaut
stuðning hvað varðaði grundvallarfærni í lestri, ritun, reikningi og erlendum tungu-
málum og færni í samskiptum og samvinnu. Hún var aftur á móti hvorki studd hvað
varðaði hugmyndaauðgi, frumkvæði og skipulagshæfileika né færni í meðferð
gagna og upplýsinga.
Þegar niðurstöður í löndunum fjórum voru bornar saman vöktu sex atriði eink-
um athygli okkar. Gerð verður grein fyrir þeim hér á eftir.
Sterk staða háskólanáms og starfsmenntunar íFrakklandi
Athygli vakti að hlutfall viðmælenda í Frakklandi með starfsmiðað nám að baki, þ.e.
háskólanám eða starfsmenntun úr framhaldsskóla, var talsvert hærra en í hinum
löndunum þremur. Þar höfðu 38% starfsmanna háskólamenntun en aðeins 4-18% í
hinum löndunum og 30% starfsmenntun á móti 5-18% í hinum löndunum þremur.
Þannig höfðu um 68% viðmælenda í þessum 20 störfum í Frakklandi einhvers kon-
ar starfsmiðað nám að baki á móti 36-38% á íslandi og Ítalíu og 26% í Grikklandi.
Aftur á móti hafði stærri hluti starfsmanna í þessum 20 störfum einungis lokið stúd-
entsprófi á Italíu, Grikklandi og Islandi en í Frakklandi. Þannig virðist meiri áhersla
vera lögð á almennt akademískt nám í framhaldsskóla í þessum löndum, eins og á
t.d. einnig við um Bandaríkin, en t.d. í Frakklandi, Þýskalandi og Sviss þar sem er
sterk starfsmenntahefð. Þessi munur milli landanna endurspeglaðist í óskum um sí-
menntun þar sem viðmælendur á íslandi, Grikklandi og ftalíu nefndu sérhæfð nám-
skeið töluvert oftar en viðmælendur í Frakklandi.
Breytingar á störfum einna mestar í Frakklandi
í öðru lagi vöktu athygli okkar mismunandi svör við spurningunni um þróun starfa
frá því starfsmenn byrjuðu í starfinu. Búist hafði verið við að meirihluti starfanna 20
í öllum löndunum hefði orðið flóknari. í Frakklandi sagði meirihluti viðmælenda að
74