Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Síða 218

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Síða 218
LUTHER, BARNIÐ OG TRÚARTRAUSTIÐ Guðs gerum við góð verk því áður en við getum unnið góð verk verðum við að hafa eilífa lífið, náð Guðs og hjálpræðið. Tré verður ekki gott vegna ávaxt- anna, heldur ber gott tré góða ávexti. Það verður að vera gott áður en það ber ávöxt. Þannig erum við fædd inn í réttlæti, getin og sköpuð fyrir orð náð- arinnar. Hvorki verk lögmálsins né góð verk valda því. En þó góðu verkin færa okkur ekki líf, náð, hjálpræði og blessun Guðs, veita þau okkur heiður hjá Guði, dýrð og velvild. Alveg á sama hátt og tré er virt, elskað og lofað af garðyrkjumanninum og öðrum þegar það gefur af sér Borsdorfarepli. [...] Börnin verða að fullu hólpin fyrir trúna án allra verka, þess vegna réttlætir trúin ein. Fyrst kraftur Guðs starfar svo í einu gerir hann það í öllu. Þessu veldur ekki kraftur barnsins heldur trúin. Það er ekki hjálparleysi barnsins sem veldur, því þá væri hjálparleysið orðið að verki og við værum komin í bullandi verkaréttlætingu. [...] Börnin verða vissulega hólpin án allra verka en aðeins fyrir trú sem heilagur andi vekur í þeim fyrir skírn. Og þó við sjá- um þetta ekki eru þau Krists og af því leiðir að þau frelsast fyrir náð án allra verka því þau hafa ekki verkin.32 Það sem er merkilegt við þessa framsetningu er einkum tvennt. í fyrsta lagi þá er það ekki ungur aldur, sakleysi eða hversu háð börnin eru fullorðnum sem gerir þau að fyrirmynd í trú. Allt þetta væri hægt að skilgreina sem eiginleika þeirra eða verk sem réttlætti þau. Um leið og slíkt væri gefið í skyn væri óhætt að byrja að ef- ast um sakleysið og deila um hvar draga eigi mörkin í sambandi við aldur og takast á um gildi þess að vera háður einhverjum. Slíkt á ekki við. Það sem Lúther dregur fram er að börnin eru fyrst og fremst þiggjendur hvað annað sem um þau má segja. Þau taka við gjöf Guðs og treysta henni eins og þau koma fyrir. Börnin meðtaka náð Guðs eins og þau eru. Þau láta ekki eigin hugmyndir um hvernig þau ættu að vera o.s.frv. hindra sig í því að taka við gjöfinni. Þess vegna lætur Lúther Guð segja á ein- um stað við hina fullorðnu eins og faðir við barn sitt: „Hvað hefur þú gert sem veld- ur því að ég elska þig svo mikið að ég geri þig að erfingja mínum? Þú sem skítur, mígur og fyllir húsið með gráti og öskrum!"33 Svarið er ást Guðs föður. Það er því ekki eiginleiki barnsins sem gerir það að fyrirmynd heldur staða þess sem barns. Lúther segir annars staðar: Trúðu á Guð og gefstu upp fyrir honum! Drottinn Guð hefur hreinni hugsanir en við menn. Hann verður að hreinsa hugi okkar [...] hann verður að taka burt greinabúta og hefla okkur til áður en við verðum eins og börn og kjánar Guðs. Lítið á hve hreinar hugsanir barnið hefur um Guð, það horfir til himna og í gegnum dauð- ann án alls efa! Þau eru því þegar í Paradís. Lítið á börnin, það er alltaf eitthvað und- ursamlegt við svip þeirra.34 Hitt atriðið er að Lúther dregur fram gildi góðu verkanna. Þau eru afleiðing trú- arinnar og færa manninum heiður hjá Guði, dýrð og velvild. í þessu samhengi má vel halda því fram að hér sé verkamaður verður launa sinna. 216 32 WA TR 5, nr. 5570b, 251-252. 33WATRl,nr. 1004, 505. 34 WA TR 4, nr. 4027, 86-87.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.