Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 90
LÍFSLEIKNI í SKÓLUM
stefna sem best er þekkt úr nútímanum er því mjög hlaðstiklandi um það hvaða
dygðir eigi að kenna f skólum; helst er boðað að kenna eigi nemendum hvernig þeir
eigi að velja - auka „næmi" þeirra fyrir vandamálum og svo framvegis (Sigríður Þor-
geirsdóttir 1999:80) - án þess að kenna þeim lwað eigi að velja (sjá einnig fræga rit-
gerð Gutmann 1994, skrifuð 1982). Þessi áhersla á aðferð minnir meir á formhyggju
sjöunda og áttunda áratugar 20. aldar um siðferðiskennslu í skólum, sem síðar verð-
ur drepið á, en siðferðilega inntakshyggju. Rökin fyrir þegnskaparmenntun virðast
hins vegar ganga mun lengra en slík formhyggja, með því að hvetja til þess að börn-
um séu innrætt gildi á borð við „frjálslynda föðurlandsást" (Callan 1997, 8.kafli), er
feli í sér margar „þykkar" efnislegar dygðir, og eldmóð til að „verja lýðræðið" (Gut-
mann 1987:58) í gegnum þykkt og þunnt.
Skýringin á þessum misvísandi skilaboðum ólíkra frjálslyndissinna - og jafnvel
sömu frjálslyndissinna á ólíkum tímum, samanber Gutmann - er sú að sumir þeirra
hafa ráðist undir áraburð kantískrar lögmálshyggju sem gerir ráð fyrir því að frjáls-
lynt siðgæði og stjórnskipulag snúist aðeins um almenn (mann)réttindi og leikregl-
ur, ekki lífsgildi eða persónudygðir. Þessi tegund frjálslyndisstefnu er í alfaraleið nú-
tímans og oft kennd við John Rawls. Við þekkjum hana til dæmis hér á landi af um-
deildri grein Vilhjálms Árnasonar, „Leikreglur og lífsgildi", þar sem hann dregur
skörp skil milli þess að móta réttlátar leikreglur, sem geri einstaklingum kleift að
áforma líf sitt í samræmi við eigið gildismat, og að boða tiltekin lífsgildi (1997; sjá
umfjöllun hjá Kristjáni Kristjánssyni 1999, og gagnrýni í nokkrum öðrum ritgerðum
hjá Jóni Á. Kalmanssyni, ritstj., 1999). Með „lífsgildum" virðist Vilhjálmur einungis
eiga við persónulegar lífshugsjónir, svo sem að dá óperusöng eða berjast fyrir réttind-
um einhverfra, en þá spyr maður hvort ekki hljóti að vera til þriðji gildaflokkurinn
sem hvorki sé smættanlegur í leikreglur né Iífsgildi (í þessum skilningi), það er
einmitt hinar sammannlegu persónudygðir sem beinabera lífsleiknin hampar. Vil-
hjálmur gruggar að vísu lækinn með því að gera ráð fyrir einhverju sem kalla mætti
siðferðilegar forsendur leikreglna: að leikreglurnar hvíli á tilteknum mannkostum
(1997:203), sem gætu þá hugsanlega verið áreiðanleikinn, heiðarleikinn, sjálfsvirð-
ingin, góðvildin, sannsöglin og svo framvegis er beinabera lífsleiknin tilfærir sem
siðferðileg grunngildi, en að öðru leyti er skipting hans skýr og mjög í stíl Rawls.
En það er til önnur og eldri gerð frjálslyndisstefnu, sem sækir styrk til frumherj-
anna í Bretlandi á 18. öld, og svo til Johns Stuarts Mill á þeirri 19., og fremur er
dygða- en réttindamiðuð. Það er til slíkrar frjálslyndisstefnu sem boðberar þegn-
skaparmenntunar leita er þeir móta holdtekna lífsleiknihugsjón sína. Callan, einn
þekktasti þegnskaparsinninn, er mjög vel vitandi um þennan ólíka bakgrunn og Iýs-
ir honum, með tilvísun í Rawls, sem muninum á þunnri „pólitískri frjálslyndis-
stefnu" í anda Rawls og þykkri „altækri frjálslyndisstefnu" í eigin anda, þó að hann
telji að vísu að rök Rawls fyrir þessari skiptingu standist ekki nákvæma skoðun
(1997, 2.kafli).
Það eykur enn á flækjur og krækjur þegnskaparmenntunar að margir forvígis-
menn beinaberu Iífsleikninnar eru sammála því að í skólum á Vesturlöndum sé
kenndur „fjöldi Iýðræðisdygða", auk hinna siðferöilega dýpri og sammannlegu
dygða (Lickona 1991:45); á sama hátt virðast sumir þegnskaparsinnar ekkert hafa á
88