Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 78
ÞRÓUN STARFA OG ÞÖRF FYRIR STARFSMENNTUN
Hugmyndaauðgi og færni í meðferð gagna mikilvæg í viðskiptum
í fimmta lagi má benda á að tilgátan um að í öllum störfunum reyndi í einhverjum
mæli á færni í tveimur síðari flokkum færniþáttanna sem hér voru til athugunar, þ.e.
annars vegar hugmyndaauðgi, frumkvæði og skipulagshæfileika og hins vegar með-
ferð gagna og upplýsinga, hlaut ekki stuðning í svörum viðmælenda. Þó var þar
munur á eftir starfaflokkum og löndum.
Meira virðist reyna á hugmyndaauðgi, frumkvæði, skipulagshæfileika og færni
í að leysa vandamál í störfum á sviði viðskipta en í hinum tveimur starfaflokkunum,
en erfitt er að skilgreina þessa færniþætti og kanna þá. Almennir starfsmenn í fram-
leiðslu- og iðnaðarstörfum virtust hafa einna minnst sjálfstæði í starfi.
Kröfur um færni í meðferð gagna og upplýsinga voru fyrst og fremst áberandi í
störfum á sviði viðskipta. Um 62% svarenda í þessum störfum sögðust flokka gögn
oft eða stundum en aðeins 21% í iðnaði. Um 80% starfsmanna á sviði viðskipta sögð-
ust leita að upplýsingum í tölvu í starfi oft eða stundum, en aðeins 45% í þjónustu-
störfum og 21% í iðnaði. Minnst virtist reyna á meðferð gagna og upplýsinga í öll-
um störfunum á Islandi og í iðnaðarstörfum í öllum löndunum fjórum. Islendingar
virtust ánægðastir með færni sína á þessu sviði en nýttu hana engu að síður minnst
í starfi. Sérstaða íslands vakti athygli ekki síst vegna þess að íslendingar telja sig
tölvuvædda þjóð í samanburði við aðrar þjóðir.
Aiídstæðurnar Frakkland - ísland
Loks skal bent á ólíka útkomu á mörgum þáttum í Frakklandi annars vegar og á ís-
landi hins vegar, eins og rakið hefur verið hér að framan. Viðmælendur í Frakklandi
voru almennt betur menntaðir en viðmælendur í hinum löndunum en voru jafn-
framt líklegri til að telja að starf sitt væri að verða flóknara og að til þess yrðu gerð-
ar meiri kröfur um menntun og færnikunnáttu í náinni framtíð. Meðal viðmælenda
á Islandi aftur á móti var hlutfall starfsmanna sem aðeins hafði skyldunám að baki
hæst, þeir töldu í minna mæli en hinir að starf þeirra væri að verða flóknara og yfir-
menn áttu síður en yfirmenn í hinum löndunum von á því að til þess yrðu gerðar
meiri kröfur um menntun og færnikunnáttu í náinni framtíð.
Þessar niðurstöður eiga að sjálfsögðu sínar skýringar. I franska menntakerfinu hef-
ur lengi verið lögð mikil áhersla á starfsmenntun og mun stærra hlutfall fólks hefur lok-
ið þar starfsmiðuðu námi en virðist reyndin í hinum löndunum þremur. Opinberar
starfslýsingar eru vel þróaðar í Frakklandi og nýttar við skipulag starfsmenntunar, en
það á ekki við um hin löndin þrjú. Þar eru starfslýsingarit með almennum lýsingum að
litlu leyti fyrir hendi (sjá Ginesté, bls. 39-51 í Oskarsdottir, Busetta, Ginesté og Papout-
sakis, 2000; sjá Gerður G. Óskarsdóttir (ritstj.), 1990,1996,2001). Þessi sterka staða starfs-
menntunar í Frakklandi kann að hafa haft áhrif á niðurstöðumar þar og mat franskra
viðmælenda á menntun. Um ísland gildir að þar hefur atvinnuleysi verið mjög lítið und-
anfama áratugi, og mun minna en í hinum löndunum þremur, og því auðvelt að fá starf.
Ef til vill hefur þetta stuðlað að því að lítið er spurt um menntunarbakgrunn þegar ráð-
ið er í almenn störf hérlendis (sjá t.d. Gerður G. Óskarsdóttir, 2000). Það getur hafa haft
áhrif á áhuga fólks á skólagöngu og viðhorf til þess hvort þörf sé á meiri menntun.
76