Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 21
Ræður rektors
19
2
Ræður rektors Háskóla íslands
Brautskráning kandídata 22. október 1994
Menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson,
''áðuneytisstjóri, kœru kandídatar og gestir,
agœtir samstarfsmenn.
Eg býð ykkur hjartanlega velkomin til
þessarar Háskólahátíðar og brautskráningar
kandídata.
Enn á ný fögnum við fríðum hópi æsku-
fólks, sem lokið hefur ströngu námi. Við
gleðjumst yfir árangri ykkar kandídatanna og
væntum mikils af ykkur í frekara námi og
sfarfi. Til að þjóðir haldi velli í vaxandi sam-
keppni um takmörkuð lífsgæði, er fátt væn-
legra til árangurs en traust almenn menntun.
v'ð þurfum góða grunnskóla og framhalds-
skóla, nútímalega verkmenntun og íjöl-
óreytta háskólamenntun, sem veita þroska og
yfirsýn, og þjálfun til sérhæfðra starfa og
rannsókna. Við skiljum nauðsyn þess að
hvetja ungt fólk til náms og sjá starfandi fólki
fyrir greiðum aðgangi að endurmenntun og
viðbótarnámi, svo að það geti tileinkað sér
nýjungar og nýtt þær í atvinnulífi. Þessi trú á
menntun byggir á reynslu okkar sjálfra og
þeirra þjóða, sem fremstar standa og við vilj-
um líkjast um velferð og lífshætti.
Þekkingin gerir hvern starfsmann hæfari
til að átta sig á breyttum viðhorfum og nýjum
kröföm. Alþjóðleg viðhorf breytast nú með
undraverðum hraða. Frændþjóðir okkar á
Norðurlöndum stefna hver af annarri inn í
samband Evrópuríkja. Þótt við fylgjum þeim
ekki í þeim efnum, höfum við gert samninga
yfö önnur Evrópuríki um alþjóðlegt samstarf
a sviði viðskipta og erum orðin hluti af evr-
°Pskum markaði. Þessu samstarfi fylgir hörð
frjáls samkeppni i öllum fyrirtækjarekstri.
Ma8stjórn hér verður vandasamari og nánar
tengd hagstjórn annarra ríkja. Sú einangrun,
sem eftir lifði í samskiptum okkar við aðrar
Pjoðir, er nú rofin, en eftir er að sjá, hvernig
°kkur tekst að nýta það frelsi, sem í boði
verður. Þessum samningum fylgja gerbreytt-
>r möguleikar fyrir þá, sem vilja flytja sig um
set og leita til hins nýja viðskiptabandalags
eftir atvinnu og menntun. Þar munu þeir
njóta sömu réttinda og heimamenn. Leiðir
hafa opnast til að sækja í Evrópusjóði styrki
til rannsóknar- og þróunarverkefna. Samn-
ingar þessir munu einnig hafa mikil áhrif í
menntamálum okkar. Við höfum alla tíð sótt
nám til annarra landa, en nú munu nemendur
geta stundað hluta af námi sínu hér og er-
lendis og tekið þátt í þjálfunar- og rannsókn-
arverkefnum á vegum Evrópusambandsins.
Á sviði menningarmála jafnt sem atvinnulífs
verðum við að treysta stöðu okkar í þeirri
hörðu samkeppni, sem nú fer í hönd. Fjölgun
tækifæra til starfa verður í iðnaði, þjónustu
og verslun. Þar höfum við engar auðlindir
umfram aðrar þjóðir til að gefa okkur forskot
í samkeppni. Við verðum líkt og þær að
byggja á góðri menntun æskufólksins. Sú
menntun verður að vera alþjóðleg, því að
okkar fólk verður að vera jafnvígt öðrum,
sem við það keppa, hvort heldur það er á er-
Iendum mörkuðum eða í erlendri samkeppni
hér á landi. Sem smáþjóð, talandi tungu, sem
aðrir skilja ekki, verðum við auk fagnáms að
ná góðu valdi á erlendum málum.
Vegna smæðar, einangrunar og fábreyttra
atvinnuhátta urðum við seinni til en margar
aðrar þjóðir að þróa menntakerfi okkar. Allt
fram undir 1970 sóttum við byrjunarnám í
stórum hluta háskólagreina til annarra landa.
Háskóli Islands hefur nú tekið að sér byrjun-
arnámið í flestum greinum, en framhaldsnám
til rannsókna fer enn að mestu fram erlendis.
Við höfum notið þeirrar gæfu að eiga íjöl-
menna árganga æskufólks, sem vill fá tæki-
færi til náms og hefur sótt sér menntun í há-
skóla hér og marga bestu háskóla erlendis.
Það er þekking og færni þessa unga fólks,
sem gerir okkur kleift að keppa við aðrar
þjóðir á opnum markaði.
En það þarf að gera betur, ef við viljum
halda velli. Menntakerfi okkar er að minnsta