Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 50
48
Árbók Háskóla íslands
bundið háskólanám með samtvinnun kennslu
og rannsókna, verður þörf annarra háskóla,
sem ganga öðruvísi til verks og helga sig öðr-
um verkefnum svo sem skemmri starfs-
menntun. Fyrirmyndir eru nægar með öðrurn
þjóðum, sem lengra eru komnar í þessari þró-
un, en við þurfum að velja það skólaform,
sem best fellur að okkar þörfum. Eg hef áður
lagt til, að þessir skólar verði greindir í þrjá
einkennishópa, þótt mörk milli hópanna geti
verið óljós. I hópi rannsóknarháskóla mundu
teljast Háskóli Islands, Háskólinn á Akureyri
og Kennaraháskóli Islands, sem væntanlega
verður innan skamms að Uppeldisháskóla.
Meðal fagháskóla mundu teljast Tækniskóli
Islands, Búvísindadeildin á Hvanneyri, Sam-
vinnuháskólinn að Bifröst, Tölvuháskóli
Verzlunarskólans og væntanlegur Listahá-
skóli. Allir þessir skólar munu stefna að
þriggja ára námi hið skemmsta og alþjóðlega
viðurkenndri háskólagráðu. Þriðja hópinn
mundu skipa menntastofnanir héraða eða
héraðsháskólar, þar sem boðin er skemmri
starfsmenntun á háskólastigi, endurmenntun
og nám með starfi. í Bandaríkjunum er um
helmingur nemenda á háskólastigi í þessum
skólum, ílestir til að ljúka starfsnámi eða
endurmenntun, en nokkur hluti nýtir sér
þessa skóla til að þreifa fyrir sér í háskóla-
námi, áður en þeir innritast til lengra náms í
öðrum háskólum. Eðlilegast og hagkvæmast
væri að byggja þessa skóla ofan á kröftuga
framhaldsskóla, sem fyrir eru í héruðum
landsins. Það væri einnig vænlegasta leiðin
til að mynda kjarna háskólamenntaðra manna
í héruðum og stuðla að þátttöku þeirra í fyr-
irtækjum. Þörfin fyrir bætta menntun er ekki
bundin við störf á höfuðborgarsvæðinu held-
ur á landinu öllu. Hvar sem unnið er að fram-
leiðslu til útflutnings eru fyrirtæki miklu
fremur í samkeppni við erlenda aðila en inn-
lenda og þurfa að nýta sér þekkingu til að
standast keppinautum snúning.
Rétt eins og flutningur byrjunar háskóla-
náms í raungreinum, hugvísinda- og félags-
vísindagreinum heim frá útlöndum hefur leitt
til gróskumikillar starfsemi á þessum fræða-
sviðum hér á landi, gæti flutningur byrjunar
háskólanáms, skemmri starfsmenntunar og
endurmenntunar út í héruð orðið vænlegasta
leiðin til, að þessi fræði komi atvinnulífi hér-
aðanna til góða. Hér er ekki verið að tala um
að dreifa starfsemi rannsóknarháskólanna
um öll héruð heldur koma á samvinnu þeirra
og bestu framhaldsskólanna um skemmri
starfsmenntun og endurmenntun á háskóla-
stigi. Öll samskipti eru nú að verða auðveld-
ari með bættum vegum og Ijarskiptatækni.
Tölvunet eru að þróast og geta brátt flutt alls
kyns fræðsluefni milli staða, ef kostnaður við
afnot af ljósleiðara er viðráðanlegur.
Þróun háskólastigins verður að gerast með
stuðningi og tilstyrk Háskóla Islands. Hann á
einnig mikið undir því komið, að vel takist til,
svo að hann geti beint hluta stúdenta til þess-
ara skóla og fengið svigrúm til að þróa þá
þætti háskólamenntunar, sem ættu að vera
meginhlutverk hans. Samstarf við Háskólann
á Akureyri hefur farið vaxandi. Viðræður um
samning milli stofnananna, sem tekur til
skipta á nemendum og kennurum og sam-
vinnu um rannsóknir, eru vel komnar á veg.
Stefnt er að því, að stúdentar geti tekið hluta
náms síns við hvorn skólann, eftir því sem
hentar. Einnig er unnið að tilraun um sameig-
inlega Ijarkennslu, þar sem kennslustofur í
hvorum skóla yrðu tengdar með gagnvirku
sjónvarpi, svo að kennari á öðrum staðnum
geti samtímis kennt og fundað með hópum á
báðum stöðum. Þá eru góðar horfur á sam-
komulagi milli skólanna um verkaskipti og
samvinnu um rannsóknir á sviði sjávarútvegs
og matvælaframleiðslu, sem hafa verið til um-
ræðu á þessu ári. Aukin samvinna við Kenn-
araháskóla Islands og væntanlegan Uppeldis-
háskóla er einnig til umræðu. Þar má sérstak-
lega nefna, að Kennaraháskólinn hefur nú tek-
ið að sér að reka miðstöð Menntanetsins, sem
tengir saman tölvur skóla um allt land. Saman
gætu þessir þrír háskólar stutt við þær
menntastofnanir í héruðum landsins, sem
vildu þróa styttri starfsmenntun og endur-
menntun á háskólastigi. Háskóli íslands er
þegar byrjaður að vinna að þessum málum
með rannsóknarsetri í Vestmannaeyjum,
greiningarstöð botndýra sjávar og fræðslu-
setri í Sandgerði, aðstoð við atvinnuþróun á
Suðurlandi og Sauðárkróki og samvinnu um
rannsóknir við Búvísindadeildina á Hvann-
eyri og Bændaskólann að Hólum. Kennarahá-
skólinn er einnig kominn með starfsemi að
Varmalandi í Borgarfirði, og hann er lengst
kominn í þróun fjarkennslu víða um land.