Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 66
64
Árbók Háskóla íslands
sjóð. í áðurnefndri skýrslu menntamálaráð-
herra til Alþingis eru birtar tölur um þetta
efni, umreiknaðar með neysluvísitölu til
verðlags ársins 1996. Ef bomar eru saman
fjárveitingar til reksturs árin 1991 og 1996
sést, að íjárveiting til Háskóla Islands hefur
lækkað um 385 m. kr. á sama tíma og innrit-
uðum nemendum skólans hefur Ijölgað um
733. Til að menn átti sig á þessum tölum
mætti til dæmis benda á, að skerðingin nem-
ur meiru en reksturskostnaði Kennaraháskól-
ans, á sama tíma og Háskólinn bætir á sig
fleiri nemendum en stunda nám í þeim skóla.
Arið 1991 reiknaðist meðalljárveiting á
nemanda Háskóla Islands 373 þús. kr. en hún
var komin niður í 258 þús. kr. árið 1996. Til
samanburðar reiknaðist meðalQárveiting á
nemanda annarra skóla á háskólastigi, sem
nefndir eru í skýrslunni á bilinu 450 - 600
þús. kr. Til þess að færa meðalfjárveitingu á
nemanda Háskóla íslands í sama horf og hún
var árið 1991 hefði fjárveiting 1996 orðið að
hækka um 656 m. kr. Ef Háskólinn hefði
gripið til þess ráðs að fækka nemendum til að
halda meðalfjárveitingu á nemenda eins og
hún var 1991, hefði hann orðið að synja
1.760 nemendum um skólavist á árinu 1996.
Það hefði Háskólinn ekki viljað gera, enda er
hann með lögum skuldbundinn til að taka við
öllum stúdentum, sem til hans sækja.
Þessar tölur úr skýrslu ráðherra sýna okk-
ur ljóslega þann vanda, sem Háskólinn hefur
átt við að glíma undanfarin sex ár. í raun
gegnir furðu, að Háskólinn skuli hafa staðist
þessar þrengingar án stórra vandræða, og vil
ég þakka það góðum starfsvilja og fórnfýsi
starfsfólks og nemenda. En það væri sjálfs-
blekking að halda, að þessarar skerðingar sjái
hvergi stað, og standi hún lengur, verður hún
starfsemi Háskólans og námi stúdenta hættu-
leg. Þótt miklum árangri hafi verið náð með
hagræðingu, getur svo stórfelld skerðing fjár-
veitinga samfara flölgun nemenda ekki leitt
til annars en lakari þjónustu Háskólans við
nemendur sína, skertra launa starfsmanna og
flótta þeirra frá skólanum. Samanburður við
erlenda háskóla sýnir, að verulega skortir á
Qárveitingar til að geta veitt stúdentum sam-
bærilega þjónustu og þeir njóta við erlendu
háskólana. I fjölmennustu námsgreinum hér
eru kennarar of fáir miðað við nemenda-
fjölda, kennt er í stærri hópum en æskilegt er,
og nemendur fá of litla þjálfun og leiðbein-
ingu í lausn verkefna í smærri hópum. Lág
rekstrarijárveiting gerir skólanum einnig erf-
itt að endurnýja tölvur og bókakost sinn og
hagnýta sér þá upplýsingatækni, sem fylgir
nútíma kennsluháttum. Prófin taka mið af al-
þjóðlegum kröfum. Minni þjónusta við hvern
nemanda gerir þeim erfitt að standast þessar
kröfur, og fleiri teQast í námi eða hverfa frá
því án árangurs. Þegar þar við bætist, að fjár-
veiting eykst ekki sem nemur fjölgun nem-
enda getur Háskólinn ekki til lengdar tryggt
nemendum þjónustu, sem stenst erlendan
samanburð.
Önnur hætta, sem að Háskólanum steðjar
við langvarandi kreppu, er flótti kennara frá
skólanum. Með greiðari aðgangi að vinnu-
mörkuðum erlendis og aukinni þörf atvinnu-
lífs okkar fyrir háskólamenntaða sérfræðinga
fer ekki hjá því, að sóst sé eftir kennurum
Háskólans til annarra starfa og þeim boðin
betri starfskjör en Háskólinn getur veitt.
Þannig hafa allnokkrir kennarar skólans
fengið launalaust leyfi til að gegna öðrum
störfum hér á landi og erlendis, en haldið
opinni leið til baka, ef úr málum Háskólans
kynni að rætast. Einnig ber á því, að fáir sæki
um þau störf, sem auglýst eru, einkum á þeim
sviðum, þar sem samkeppni um hæfa starfs-
menn er ströngust.
Segja má, að hættan á atgervisflótta kenn-
ara sé enn alvarlegri en fátækleg þjónusta við
nemendur. Það getur tekið áratugi að bæta
þann skaða, sem verður, ef Háskólinn missir
marga af hæfustu kennurum sínum.
Til þess að Háskólinn geti verið sam-
keppnisfær, þarf hann sveigjanlegra launa-
kerfi en tíðkast hefur við ríkisstofnanir og
aukið ráðstöfunarfé til launa. Með nýjum
kjarasamningi fjármálaráðherra við Félag
háskólakennara, sem nú bíður atkvæða-
greiðslu félagsmanna, er tekið upp nýtt
launakerfi, þar sem ákvörðun um röðun
starfsmanna í launaflokka er að mestu lögð i
vald Háskólans. Þessi nýjung gefur Háskól-
anum dýrmætt frelsi til að greiða starfsmönn-
um sínum laun í samræmi við hæfni þeirra og
vinnuframlag, en það frelsi kemur fyrir lítið