Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 204
202
Árbók Háskóla íslands
og haggast ekki, hvað sem á dynur.“ Jafnvæg-
ið var að engu leyti áunnið með því að „ganga
menntaveg" og fjarlægjast með grúski sínu
vandmál stríðandi þjóðar. Enda fjarlægðist
hann þau sjaldan.
Það, hve jafnan var fljótgert að höfða til
þegnskylduvitundar Þorkels og fá hann, með
eða móti ósk hans, til að starfa í félags- og
menningarátökum, stundum í pólitík, stund-
um þvers gegnum pólitískar herlínur eins og
þær væru ekki til, spratt af meðvitund þess,
sem ólst upp til forsjár í þröngum byggðum og
til íþróttar að stýra um boða og sker í smádeil-
um þar. Honum fórst og engu verr að stýra búi
Háskólans en búi föður síns áður.
Enda fór svo, að allnáið samhengi varð,
þótt hér sé eigi rakið, í hinum breytilegu for-
mennsku- og skólastjórnarstörfúm Þorkels frá
gagnfræðingsárum til rektorsáranna síðustu
sex. Lengstu kafla ævinnar voru slík hlutverk
hindrun þess, að fræðimaðurinn gæti sökkt
sér í grundvallarrannsóknir, sem hann þráði,
og skilað fullunnum vísindum. Víðtæk efnis-
könnun um áratugi og yfirsýn, sem drjúgum
sótti þrótt í 20. aldar vitund svo fjölreynds
þegns sem dr. Þorkell var, hefði gert honum
fært að semja í elli dýrmæt rit í sögu. - Hann
hvarf, áður en elli segði til sín eða þegnskyld-
um fækkaði.
Víst er dagsverk Þorkels í prófessorsstarfi
og öðrum íslenzkum fræðum orðið stærra en
gerist, þótt skörungar einir séu teknir til sam-
anburðar við hann. Engu skal kvíða um, að
lengi verði ófyllt skarð, hitt er satt, að það er í
rannsóknum í sögu, sem mest skortir á, að
mikilúðgir draumar þrítugs stúdents frá Fjalli
hafi ennþá rætzt.
En ef nefna skal, hvað helzt rændi Þorkel
ró um næstliðin ár, þá var það sá eiginleiki vit-
mannsins, sem Hávamál segja frá: sá, sem
skilur til fulls hættur samtíma síns, verður
ekki glaður, - „æva til snotur sé.“ - Ný þekk-
ing okkar mannsaldurs orkaði þó meira sem
eggjun en uggur í skapi hans. Hún eggjaði á
markvissa vinnu.
Undirbúningur að efldu námi verklegra
vísinda og rannsóknarstofum Háskólans í
náttúruvísindum og væntanlega búvísindum
greip hug Þorkels æ fastari tökum, er rektors-
árum Qölgaði. Hagskilningur hans tengdist
þar nýjum vonum þjóðar. Uggur hans við
hættur, ef nýrri þekkingu er ekki tafarlítið
Þorkell Jóhannesson.
gaumur gefinn, rak eftir. Af sömu rökurn þotti
honum ekki mega fresta lengur að kippa bóka-
safnsmálum Háskólans á breiðari og framtíð-
arhæfari grundvöll en er.
Til undirbúnings háskólaafmæli 1961 og
fleiri stórræðum skólans næstu ár fór Þorkell
víða meðal háskólanna á Norðurlöndum 1
sumar og fyrr á sumri meðal menntastofnana
í Ameríku. í haust var hugurinn þrunginn vit-
neskjunni um mörg þau grettistök, sem að-
kallandi virðist að lyfta hér í einhverri líkingu
við það, sem hinir féminnstu háskólar erlend-
is hafa nú gert og telja sína þjóðarheil! krefja-
Rektorsræða hans níu nóttum fyrir andlát var
eitt með öðru til marks um það, að hann kveið
ekki því að bera merkið. Það stóð því uppmtl
yfir falli Þorkels í fylkingarbrjósti.
Ekki er höfðingjum hent að lifa hrumir við
örkuml, þótt hann hefði að vísu risið undir þVI
sem öðru í hinu ylríka heimili, sem hann atti-
Fár veit, hvað Óðinn mælti í eyra Baldri vegn-
um, og enginn, hvað Þorkell gamli á Fjal
muni sagt hafa á fimmtugasta ártíðardegi sin-
um í eyra óskmegi kyns, Þorkatlí Jóhannes-
syni, og eiga nú báðir sama dánardag.
Upp undir hvelfing Helgafells
hlýlegum geislum stafar;
frænda, sem þangað fór í kvöld,
fagna hans liðnir afar.
Björn Sigfósson-