Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 514
512
Árbók Háskóla íslands
og slembiferla með lotur í jafnvægi. í stað
einnar ógagnsærrar umbreytingarformúlu
fást Palmvenslin í tveim einfoldum þrepum:
annað hefur að gera með braut ferlisins
(hliðrun til og frá punkti) og hitt með líkinda-
málið (lengdarbjögun og afbjögun). Enn-
fremur fundust ný vensl, sem um margt hafa
eðlilegri túlkun en þau gömlu. Ein helsta nið-
urstaðan er sú, að setja má vensluðu ferlin
tvö fram sem eitt ferli mismunandi miðsett.
Þá var svonefnt byrjunarbjögunarverkefni
(hvernig má herma ferli í jafnvægi) athugað
ítarlega. Ofangreindri framsetningu á Palrn-
venslunum var beitt til að leysa það í tilvik-
inu, þegar lotulengdin er takmörkuð. Verk-
efnið var einnig leyst fyrir Markovkeðjur í
endanlegu rúmi, en jafnframt var sýnt með
dæmum, að verkefnið á enga lausn, þegar
mengi þeirra ferla, sem til athugunar eru, er
of umfangsmikið. Loks var sýnt fram á, að
tilvist einnar endurnýjunarstundar nægir til
að víkka megi líkindarúmið á þann veg, að til
sé óendanleg runa endurnýjunarstunda.
Hlutbundnar aðferðir, formlegar aðferðir
og notendaviðmót
NFMM (Nordic Fisheries Management
Model). Hlutbundin greining, hönnun og út-
færsla á fiskveiðistjórnunarlíkani. Hópursér-
fræðinga á sviði fiskveiðstjórnunar, hag-
fræði, aðgerðagreiningar, hafrannsókna og
tölvunarfræði unnu að þessu verkefni. Vinna
fólst í meginatriðum í því að greina fisk-
veiðistjórnun og setja upp í líkan og ákveða,
hvaða gögn væri heppilegt að nota sem inn-
tak og úttak úr líkaninu.
Formlegar aðferðir í hugbúnaðargerð
Verkefnið fólst í að skilgreina hugbúnað
með formlega skilgreiningamálinu Z og
kanna, hvernig formlega skilgreiningin félli
inn í þróunarferli, þar sem hlutbundnum
greiningar- og hönnunaraðferðum er beitt.
Ymis hugbúnaðardæmi voru notuð og þar á
meðal dæmi úr NFMM verkefninu.
Samhliða lausn rýrra jöfnuhneppa
Markmið rannsóknanna er að þróa aðferð-
ir til að leysa rýr jöfnuhneppi á tölvum, sem
samanstanda af mörgum samhliða gjörvum.
Hönnuð var ný aðferð við að dreifa hinu rýra
íylki niður á gjörvana, sem tekur bæði tillit til
tenginga gjörvanna og uppbyggingar fylkis-
ins. Forrit, sem byggir á þessari aðferð, hefur
verið sett upp á MasPar tölvu við Háskólann
í Bergen, en hún hefur 16.384 (16K) gjörva.
í framhaldi af ofangreindri vinnu var
hannað forrit til að leysa stór línuleg bestun-
arverkefni í samvinnu við stærðfræðideild
Brunel-háskóla í London, en forritið var
einnig keyrt á MasPar tölvunni í Bergen.
Náðist ágæt nýting á hina mörgu gjörva
MasPar tölvunnar við lausn raunverulegra
verkefna.
Lífstærðfræði
Viðfangsefni í lífstærðfræði eru verkefni
á sviði líffræðinnar, þar sem beita má stærð-
fræðilegum aðferðum, m. a. gerð stærðfræði-
og reiknilíkana af Iífræðilegum ferlum. Með-
al verkefna á þessu sviði, sem unnið hefur
verið að, má nefna athugun á hegðun lausna
diffúrjöfnuhneppis, sem lýsa á samspili milh
þorskstofns og loðnustofns. Eldri þorskar éta
loðnu og yngri þorska, sem eru jafnframt i
samkeppni um fæðu við loðnuna. Einnig var
gert Iíkindafræðilegt líkan af áti þorska a
loðnu, sem gerir kleift að meta máltíðastær
og tíðni máltíða út frá tíðnidreifingu á innt;
haldi á þorskmögum. í tengslum við þesst
verkefni var unnið að gerð reiknilíkana til a
lýsa samspili milli þorsks og helstu tegun a
bráðar svo sem loðnu og rækju.
Unnið var að gerð aðferða til að stjórna
nýtingu á endurnýjanlegum auðlindum, ein '
um og sér í lagi fiskistofnum og hvalastoW'
um. Jafnframt voru búnar til reikniregu >
sem nota skal, þegar veitt er úr mörgun1
stofnum og fjöldi og mörk milli þeirra er^
óviss, en tryggja skal, að ekki sé gengt
nærri neinum stofni. Þessar reiknireglur a
verið teknar upp sem hluti af veiðistjórnuna
kerfi því, sem vísindanefnd Alþjóða 1111
veiðiráðsins hefur samþykkt.
Grunnþættir hugbúnaðargerðar
Markmið þessara rannsókna er að
aðferðafræði í hugbúnaðargerð, að at
hvaða áhrif nýjar aðferðir hafa og hvet .^j
hagkvæmt sé að nýta nýjungar á Þessll,S fur
hérlendis. Það er einkum þrennt, sem 1