Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 36
34
Árbók Háskóla íslands
þjóðfélaginu og jafnframt hvetja verðandi vís-
indamenn til að takast á við þau viðfangsefni,
sem brýnt er að leysa hérlendis.
Stúdentar eru ekki síður virkir í umbóta-
starfi innan Háskólans en starfsmenn hans.
Þjóðinni er í fersku minni aðdáunarvert
framlag þeirra til að fylla Þjóðarbókhlöðuna
nýjum bókum. Nú munu stúdentar og starfs-
menn Háskólans taka höndum saman og
hvetja brautskráða kandídata til að rækta
tengsl sín við Háskólann, nýta sér þjónustu
hans til endurmenntunar og taka þátt í um-
bótum á starfseminni. Slík hollvinasamtök
kandídata eru mikilvæg til styrktar háskóla-
starfi í mörgum löndum, en hér hafa þau ekki
náð að festa rætur nema sem afmælisárgang-
ar menntaskóla. Önnur nýjung, sem stúdent-
ar hafa átt frumkvæði að, er styrkjakerfi til
að ráða stúdenta til aðstoðarstarfa við
kennslu og rannsóknir jafnhliða námi. Þessar
hugmyndir njóta eindregins stuðning kenn-
ara, enda gætu þær orðið mikilvæg lyftistöng
fýrir kennslu og rannsóknir og létt tímafrek-
um einfaldari störfúm af kennurum, sem
gætu þá helgað sig verðugri verkefnum, en
jafnframt veitt stúdentum verðmæta reynslu,
sem yrði þeim til leiðbeiningar í námsvali.
Þátttaka Háskólans í alþjóðlegu samstarfi
fer jafnt vaxandi, og þeim stúdentum fjölgar,
sem nýta sér samninga til að sækja hluta
náms síns til annarra landa. Erlendir stúdent-
ar hafa einnig hug á námi hér, en þar skortir
námskeið, sem kennd eru á erlendu máli. Við
getum ekki vænst þess að njóta velvildar
annarra þjóða til lengdar, ef við gerum ekkert
til að mæta þörfum stúdenta þeirra. Hjá því
verður ekki vikist að kenna valin námskeið á
erlendum málum, þótt íslenska sé töluð í
flestum fyrirlestrum og svo hljóti að verða til
að íslensk tunga haldi velli.
Háskóli íslands er stórvirkasti innflytjandi
erlendrar þekkingar til landsins. Honum ber
skylda til að bera þá þekkingu fram á fullgildri
íslensku. Það verður ekki gert nema fram fari
skipulegt íðorðastarf á vegum Háskólans eða
með tilstyrk hans. Háskólaráð hefur sam-
þykkt að líta beri á vinnu við íðorðagerð sem
sjálfsagðan þátt í fræðastarfi kennara og sér-
fræðinga í Háskóla íslands og beint þeim til-
mælum til allra háskóladeilda, að þær vinni
skipulega að íslenskum íðorðasöfnum, hver á
sínu kennslusviði. Minna hefúr þó orðið um
efndir. Það er vaxandi áhyggjuefni, að þeir
brautryðjendur, sem drýgstir hafa verið á
þessu sviði, prófessorarnir Halldór Halldórs-
son og Einar B. Pálsson, eru báðir komnir yfir
áttrætt, og ekki hafa komið yngri menn til að
taka upp merki þeirra.
Að síðustu vil ég geta höfðinglegrar gjaf-
ar, sem Háskóla Islands hlotnaðist á liðnum
vetri. Árið 1979 gáfu hjónin Ingibjörg Guð-
mundsdóttir og Sverrir Sigurðsson Háskól-
anum 115 málverk, sem urðu stofninn að
Listasafni Háskólans. Gjöfin var að megin-
hluta valin verk eftir Þorvald Skúlason, list-
málara. Safnið er varðveitt í Odda undir
stjóm Björns Th. Björnssonar, listfræðings,
en myndir þess prýða fjölmargar byggingar
Háskólans. Nú hefúr Sverrir aukið gjöf sína
um 100 listaverk til minningar um konu sína
Ingibjörgu. List verður tæpast metin til íjár,
en margir telja, að gjöf þeirra hjóna sé
dýrmætari en nokkur önnur gjöf, sem Há-
skólanum hefur hlotnast. Slíka rausn er erfitt
að þakka að verðleikum.
Kæru kandídatar, nú er komið að þeirri
stundu, að þið takið við vitnisburði Háskól-
ans um árangur ykkar í námi. Við ykkur eru
bundnar miklar vonir, en því er ekki að leyna,
að við kvíðum því, að okkur takist ekki að
þróa fábreytta atvinnuhætti okkar til að nýta
þekkingu ykkar og menntun sem skyldi. Þar
reynir á skilning þeirra, sem stjórna atvinnu-
lífi okkar. Við þurfum þekkingu ykkar til að
auka verðmæti þeirra afúrða, sem náttúran
gefur og skapa ný verðmæti með hugkvæmni.
Þið þurfið tækifæri til að beita kröftum ykkar
og þekkingu, svo að við getum í sameiningu
varðveitt þau lífsgæði, sem við njótum og
unnið saman að viðgangi lands og þjóðar. Há-
skólinn er metinn eftir menntun þeirra, sem
frá honum koma, hvort sem það er til frekara
náms í öðrum háskóla eða til starfa í þjóðfé-
laginu. Við vonum, að ykkur farnist vel og þið
berið héðan staðgott vegarnesti.
Háskólinn mun alla tíð vera fús að veita
ykkur aðstoð og stuðning og hverja þá við-
bótarmenntun, sem þið kunnið að kjósa og
hann megnar að veita. Við þökkum ykkur
ánægjulegt samstarf og samveru og óskum
ykkur og ljölskyldum ykkar gæfu og gengis á
komandi árum. Guð veri með ykkur.