Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 216
214
Árbók Háskóla íslands
um mörkun stefhu í jafhréttismálum og fram-
kvæmd hennar. í nefndina voru kjörnir Vil-
hjálmur Árnason, dósent, og Valgerður Edda
Benediktsdóttir, sérfræðingur, og var hún
íulltrúi Félags háskólakennara. Oskað yrði
eftir tilnefningum fulltrúa frá Starfsmannafé-
lagi ríkisins og stúdentum. Edda Magnús-
dóttir, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs,
myndi starfa með nefndinni.
23.05.96: Á fund komu Valgerður Edda
Benediktsdóttir, formaður millifundanefndar
háskólaráðs um mörkun stefnu í jafnréttis-
málum og framkvæmd hennar, Sigurður J.
Grétarsson, nefndarmaður, og Edda Magnús-
dóttir, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs.
Valgerður greindi frá framlagðri skýrslu
nefndarinnar og megintillögum, sem voru:
1) Að háskólaráð skipi fasta starfsnefnd,
jafnréttisnefnd, sem móti stefnu Háskólans í
jafnréttismálum og fylgi henni eftir. Stefnu
Háskólans skal tilgreina í jafnréttisáætlun.
Nefndin hafi launaðan starfsmann sér til full-
tingis. Á verksviði nefndarinnar eru öll þau
mál, sem taka til jafnréttis kynjanna. 2) Að
stofnuð verði sérstök millifundanefhd, hlið-
stæð þeirri, sem hér lýkur störfum, til þess að
huga að réttindamálum fatlaðra og annarra
hópa, sem kunna að eiga undir högg að sækja
í námi eða starfi í Háskóla íslands. Skýrslan
og tillögur nefndarinnar voru ræddar, og
komu fram fjölmargar fyrirspurnir og ábend-
ingar til nefndarmanna. Málinu var frestað.
08.08,96: Fyrir voru teknar tillögur nefndar
um jafnréttismál, sem áður voru á dagskrá
23. maí sl. Rektor hóf umræðu um málið og
mælti fyrir tillögu um bókun, dags. 8. þ. m.,
sem lá fyrir fundinum: „Háskólaráð felur
millifundanefnd um jafnréttismál að gera sér-
stakar tillögur um hvernig uppfyllt verði
afmörkuó ákvæði í þingsályktun frá 1993 um
aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna.
Áhersla verði lögð á þessi atriði: a) að jafna
aðstöðu og laun karla og kvenna innan
Háskólans þar sem óréttmætur munur er fyrir
hendi, b) að jafna aðild kynja að stjórn
Háskólans, c) að móta leiðir til að taka á kyn-
ferðislegri áreitni, d) að tryggja jafna aðstöðu
kvenna og karla til náms. Nefndinni er einnig
falið, í samráði við Námsráðgjöf og starfs-
mannasvið, að stýra vinnuhópi sem hugar að
réttindamálum fatlaðra og annarra hópa seni
kunna að eiga undir högg að sækja í námi eða
starfi innan Háskólans. Nefndin skal gera
grein fyrir kostnaði við framkvæmd tillagna
sinna og sýna valkosti í því efni. Þegar þessu
starfi lýkur tekur háskólaráð ákvörðun um
heildarstefnu og varanlegri skipan fram-
kvæmdar jafnréttismála innan Háskólans.'
Tillaga rektors að bókun var samþykkt.
15.05.97 oa 29.05.97: Valserður Edda Bene-
diktsdóttir, formaður millifúndanefndar um
jafnréttismál, og Edda Magnúsdóttir, fram-
kvæmdastjóri starfsmannasviðs, kynntu til-
lögur nefndarinnar, sem nefnast Aðgerðir til
að jafna stöðu kynjanna innan Háskólo
íslands, dags. 16. apríl sl. Meðal aðgerða,
sem nefndin lagði til, var gerð jafhréttisáaetl-
unar, stofnun jafnréttisnefndar og jöfnun
aðstöðu og launa karla og kvenna. Tillög"
urnar voru ræddar, og framkomnum fynr-
spurnum var svarað. Samþykkt var einróma
að skipa jafnréttisnefnd, sem hefði umboð til
að vinna að jafnréttismálum í víðum skiln-
ingi, meðal annars á grundvelli jafnréttislaga
og með hliðsjón af tillögum nefndarinnar.
Nefndinni bæri að vinna sérstaklega að þvl’
að jafnréttislögum yrði framfylgt innan
Háskólans. Rektor var falið að tilnefna fúH'
trúa í jafnréttisnefnd og setja henni erindis-
bréf, sem byggði á skýrslu millifundanefndar
um jafnrétti kynjanna.
12.06.97: Erindisbréf jafnréttisnefndar og
stefna Háskólans í jafnréttismálum var ti
umræðu. Edda Magnúsdóttir, framkvæmda-
stjóri starfsmannasviðs, kom á fundinn, og
rektor kynnti erindisbréfið, sem lá fyrir fund-
inum. Skipun nefndarinnar var rædd, °&
erindisbréfið var samþykkt einróma.
Kynningarnefnd, kynningarfulltrúi
21.09.95: Á háskólaráðsfund mættu Ágúsla
Guðmundsdóttir, formaður Kynningarneín
ar, og Guðbrandur Ámi ísberg, kynningar
fulltrúi Háskóla íslands. Guðbrandur &er.^
grein fyrir verkefnum, sem liann hafði unn
að fyrsta ár sitt í starfi og þeirri framtíðarsým
sem hann sá, og Ágústa gerði nánari gr
fyrir starfi kynningarfulltrúa og Kynninga -
nefhdar. ímynd Háskólans og kynning á e,n
stökum málefnum skólans voru rædd.