Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 286
284
Árbók Háskóla íslands
erlenda háskóla, svo að ekki tapaðist sú
alþjóðlega reynsla, sem námsmenn hafa
borið með sér heim að loknu framhaldsnámi
og störfum erlendis.
Þróun háskólastigins verður að gerast
með stuðningi og tilstyrk Háskóla íslands.
Hann á einnig mikið undir því komið, að vel
takist til, svo að hann geti beint hluta stúd-
enta til þessara skóla og fengið svigrúm til að
þróa þá þætti háskólamenntunar, sem ættu að
vera meginhlutverk hans. Þegar aðrir skólar,
sem bjóða háskólanám, hefðu styrkst svo, að
þeir gætu tekið við álitlegum hópi stúdenta,
gæti Háskóli íslands réttlætt að velja úr hópi
umsækjenda þá, sem hæfastir eru til þess
náms, sem hann hefúr að bjóða og einbeita
sér að almennu ffæðilegu námi, lengra starfs-
námi á vísindalegum grunni og þjálfun
meistara- og doktorsnema til rannsókna.
Svo róttækar breytingar innan háskóla-
stigsins þurfa langan aðdraganda og vand-
legan undirbúning. Meðan þeirra er beðið,
verður Háskóli íslands að axla þá ábyrgð og
þann vanda, sem fylgir ört vaxandi aðsókn að
háskólanámi. Háskóli íslands er með lögum
skyldugur að taka til náms alla stúdenta, sem
til hans sækja. Svo hlýtur enn að verða,
meðan þeim standa ekki til boða aðrir
háskólar hér á landi. Af þessum sökum hefúr
Háskólinn ekki farið fram á almenna heimild
til takmörkunar á fjölda, heldur skýrar laga-
heimildir til að auka faglegar kröfur og til að
beina hluta aðsóknar yfir á aðrar náms-
greinar, ef aðsókn að einhverri grein verður
svo mikil, að gæðum námsins þar er stefnt í
hættu vegna skorts á aðstöðu.
Það er í anda þessarar stefnu, sem Háskóli
Islands hefur starfað innan Samstarfsnefndar
háskólastigsins og hvatt til aukinnar sam-
vinnu þeirra skóla, sem þar starfa og eflingu
háskólamenntunar í öllum landshlutum. Nán-
ast er samstarfið við Háskólann á Akureyri
og Kennaraháskóla íslands, sem um þetta
leyti var að sameinast öðrum skólum í Upp-
eldis- og kennaraháskóla. Saman gætu þessir
þrír háskólar stutt við þær menntastofnanir í
héruðum landsins, sem vildu þróa styttri
starfsmenntun og endurmenntun á háskóla-
stigi. Hvatt hefur verið til þess, að í öllum
landshlutum verði efnt til miðstöðva end-
urmenntunar, skemmra starfsnáms og byrj-
unar háskólanáms við bestu framhaldsskóla-
Stuðningi hefur verið heitið við undirbúning
að slíku námi á háskólastigi á Austurlandi og
Vestfjörðum.
Þróun og framtíðarstefna Háskóla íslands
í ljósi breyttra viðhorfa um háskóla-
menntun og þess vanda, sem við Háskól-
anum blasti í ársbyrjun 1992, þótti forráða-
mönnum hans nauðsynlegt að endurmeta
stöðu Háskólans og alla starfsemi og lelta
samstöðu með Alþingi og ríkisstjórn um
stefnu Háskólans og framtíðarsýn. Þar
minntust menn Háskólanefndar, sem starfaði
í lok sjöunda áratugarins og markaði Háskól-
anum stefnu næstu tvo áratugi, sem í flestu
hefur gengið eftir. Að frumkvæði Háskólans
skipaði Ólafur G. Einarsson, menntamála-
ráðherra, Þróunarnefnd Háskóla íslands 1
apríl 1992 undir forustu Bir^is ísleifs Gunn-
arssonar, seðlabankastjóra. I nefndinni satu
18 manns, þar af 5 háskólakennarar og 2
stúdentar, en 11 nefndarmenn komu utan
Háskólans, frá ráðuneytum, Alþingi, Reykja'
víkurborg og atvinnulífi. Nefndin laU
störfúm í desember 1994 og skilaði áliti, sem
hún nefndi Háskóli íslands - Stefna ogfral"'
tíðarsýn. Það var Háskólanum mikils virði a
fá svo marga færa stjórnendur og ráðamenn
utan skólans til að kynna sér stöðu málem®
hans og leggja á ráð um starfsemina, og ek
spillti, að einn nefndarmanna, Björn Bjarna
son, alþingismaður, varð menntamálara
herra nokkru síðar, vel kunnugur málefnuni
Háskólans eftir vinnu sína í nefndinni.
Nefndin skilaði áliti í desember 19 ■
Hún tók undir þá stefnu, að Háskóli íslan
skuli vera rannsóknarháskóli, sem
veitn
menntun með kennslu og rannsóknum í sal11
ræmi við alþjóðlegar kröfur. Rannsóknirn
eiga að vera gjaldgengar í alþjóðlegu sam
starfi, og niðurstöður þeirra eiga að birtas
viðurkenndum alþjóðlegum vettvangi- H u^
verk Háskólans er að veita nýrri þekknjír^
frá innlendum og erlendum rannsóknum
í íslenskt þjóðlíf með kennslu, ritstör^
ráðgjöf og þjónusturannsóknum. Netn
vildi tryggja rekstraröryggi grunnrannso ’
stuðla að samruna smærri rannsóknarsto
ana Háskólans í stærri heildir og nánari sa^
vinnu við aðrar rannsóknarstofnanir