Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 368
366
Árbók Háskóla íslands
Háskólabókasafn
1989-1. des. 1994
Inngangur
Tímabilið 1989-1994 var einkar við-
burðaríkt í Háskólabókasafni. Vinna við und-
irbúning að flutningi safnsins í Þjóðarbók-
hlöðu setti mjög mark sitt á starfsemina. Arin
1992-1994 voru sérstaklega annasöm í þessu
tilliti, enda var það stefna þeirrar ríkis-
stjórnar, sem mynduð var 1991, að ljúka
byggingunni á kjörtímabilinu. Unnið var
með hönnuðum að innra skipulagi bygging-
arinnar, starfað að tölvuskráningu rita í
Háskólabókasafni og Landsbókasafni og innt
af hendi mikil vinna við frágang rita í báðum
söfnunum. í hlut stjórnar kom m. a. að ijalla
um framtíðarskipulag hins nýja safns og
marka stefnu um tengsl þess við Háskólann.
Ánægjulegt er, hve vel tókst til um flutn-
inga úr söfnunum fyrir opnun hins nýja
safns, þótt naumur tími væri til stefnu. Rit
voru flutt smám saman, og það tókst að halda
uppi lánastarfsemi fram að opnun nýja safns-
ins, en þó með nokkuð skertri þjónustu síð-
ustu vikurnar. Jafnframt auðnaðist að skipa
málum þannig, að starfsemin í nýju húsi gat
hafist að fullu daginn eftir opnunarhátíðina
l. desember 1994.
Tímabilið er einnig eftirminnilegt fyrir
það, að komið var á viðamikilli tölvuvæð-
ingu í Háskólabókasafni og Landsbókasafni.
Fyrst var um að ræða yfirfærslu gagna í
tölvutækt form með aðstoð erlends fyrir-
tækis, síðan kaup og uppsetningu tölvukerf-
isins Libertas (Gegnis). Grunnþættir kerfis-
ins, skráning og almenningsaðgangur, voru
teknir í notkun 1991, en aðrir þættir komu í
kjölfarið. Kerfið var komið í fulla notkun,
þegar Þjóðarbókhlaða var opnuð.
Háskólaráð samþykkti stefnumörkun um
málefni Háskólabókasafns á fúndi sínum 13.
september 1990. Var þar um að ræða ítrekun
á áætlun um vöxt og viðgang bókasafnsins
frá árinu 1986. í stefnumörkuninni segir
m. a., að meðal höfuðverkefna stjórnar safns-
ins skuli vera að bæta þjónustu þess og auka
safnnotkun, jafnhliða undirbúningi flutnings
í Þjóðarbókhlöðu; að deildir Háskólans séu
hvattar til að beina nemendum sínum að auk-
inni safnnotkun; að fostum stöðum við safnið
verði fjölgað; að bókakostur verði aukinn og
stefnt að því, að árleg aðfong svari til kaupa
á 6.000 bókum og 2.000 tímaritum; að tölvu-
kerfi Þjóðarbókhlöðu verði sem fyrst tengt
tölvuneti Háskólans.
Háskólabókasafn var stofnað árið 1940,
sama ár og Aðalbygging Háskólans var tekin
í notkun. Safnið varð því 50 ára árið 1990, og
var afmælisins minnst með ýmsum hætti-
Hátíðarsamkoma var haldin á afmælisdagtun
1. nóvember, og voru safninu þá færðar
margar góðar gjafir. Sama dag var opnuo
sýning í Aðalbyggingu Háskólans, þar seirl
rakin var saga safnsins og starfsemin kynnt-
Einnig var sett upp sýning á bókagjöfum og
gömlum, fágætum ritum í eigu safnsins.
Stjórn og starfsliö
Stjórn Háskólabókasafns er skipuð fintm
mönnum. Háskólaráð tilnefnir fjóra, e
háskólabókavörður hefur fasta setu í stjorn
inni. Árin 1989-1994 sátu eftirtaldir nienn 1
stjórn:
Arnljótur Björnsson, prófessor (1990-19921-
Bjarni Árnason, háskólanemi (1989-1990)-
Einar Sigurðsson, háskólabókavörður (19
1994).
Elís Másson, háskólanemi (1991-1994).
Haraldur Ólafsson, dósent (varamaður 198
1994).
Kristján Árnason, prófessor (1992-1993 )•
Páll Skúlason, prófessor (1989-1994, for-
maður 1989-1990).
Ragnar Árnason, prófessor (1989-1990,
varamaður 1990-1994).
Sigurður Líndal, prófessor (1990).
Sveinbjörn Björnsson, prófessor (1989-
1992, formaður 1990-1992).
Vésteinn Ólason, prófessor (1993-1994)-
Þorsteinn I. Sigfússon, prófessor (1991-
1994, formaður 1992-1994).
Háskólabókavörður, Einí
tímabilið 1. febrúar 1992 til
fullu starfi við verkefni, sen
bókhlöðu. Á sama tíma sinnti Þórir R3®1^^
son, aðstoðarháskólabókavörður, dag ,eA
störfum hans og Guðrún Karlsdóttii sro* .
aðstoðarháskólabókavarðar. Einar var
aður landsbókavörður 1. október 1994.
var
rSigurðsson,
1. oktober 19
.tengjastÞjoðar-