Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 25
Ræður rektors
23
rannsóknastöð botndýra sjávar í Sandgerði
og rannsóknarsetri sjávarútvegs í Vestmanna-
eyjum. Allt mun þetta starf verða bakgrunnur
þess meistaranáms í sjávarútvegsfræðum,
sem nú er í burðarliðnum við Háskóla íslands
undir stjórn Sjávarútvegsstofnunar hans. Það
ánægjulega samstarf, sem nú er að eflast við
rannsóknarstofnanir sjávarútvegsins, er von-
andi undanfari enn víðtækara samstarfs við
aðra geira atvinnulífsins svo sem ffæðslu- og
rannsóknarstofnanir landbúnaðar og iðnaðar.
Nú nálgast þau tímamót, að Þjóðarbók-
hlaðan verði opnuð notendum. Alþingi hefúr
samþykkt lög um Landsbókasafn Islands,
sem jafnframt er háskólabókasafn. Að vonum
er mikil eftirvænting í röðum stúdenta og
starfsmanna Háskólans, enda færir þessi
bygging námsmönnum og öllum, sem fræði-
störf stunda, nýjan heim aðstöðu og þjónustu.
I stað margra smásafna með ófúllburða bóka-
kost og þjónustu, kemur öflugt miðsafn búið
nútímatæknibúnaði til gagnaleitar og miðlun-
ar. Þetta safn er ekki síður mikilvægt fyrir þá,
sem starfa í atvinnulífi og þjóðlífi. Hingað til
hafa þeir orðið að bjarga sér með eigin bóka-
kosti eða leita til annarra landa eftir
upplýsingum og heimildum. Við höfum beðið
rum tuttugu ár eftir þessari byltingu. Mennta-
malaráðherra og ríkisstjórn eiga þakkir skilið
fýrir að hafa skilað byggingunni í höíh, þrátt
fyrir harðindi í ríkisbúskap. Nú er að vona, að
eftir fylgi fé til að reka Landsbókasafnið með
sama myndarbrag. Engan þarf að undra, þótt
kostnaður aukist við að stökkva frá kotbúi i
storbýli, sem jafnast á við söfh annarra landa.
Sá kostnaðarauki mun hins vegar skila sér aft-
ur í bættu verklagi við nám og störf. Vissulega
mun það taka nokkurn tíma að bæta bóka- og
hmaritakost safnsins, sem er langt undir því
marki, sem verjandi geturtalist. Þar hafa stúd-
entar sýnt lofsvert framtak með þjóðarsöfnun
sinni til að fylla bókhlöðuna. Er vonandi, að
hun fái víðtækan stuðning almennings og ekki
síður fyrirtækja og stofnana, sem hingað til
iafa leyst sinn vanda með eigin söfnum, en
gætu nú komið Landsbókasafninu til styrktar
8egn því að njóta þjónustu þess. Allur aðgang-
ur að hinu nýja miðsafni er auðveldari en ætla
mætti vegna tölvutækni, en með aðstoð tölvu
og sima geta menn notið þjónustu safnsins
rvaðanæva af landinu og reyndar hvaðan sem
er úr heiminum.
Mikilvægi upplýsingatækni í nútímasam-
félagi er óumdeilt, og notkun slíkrar tækni er
ekki síður mikilvæg í háskólastarfi. Miðlun
upplýsinga og meðhöndlun þeirra með tölvu-
tækni er nú orðin svo ríkur þáttur í daglegu
starfi háskóla að tryggja verður öllum greiðan
aðgang að grunnþjónustu þessarar tækni án
endurgjalds. Not þessarar tækni í fjarkennslu
eru augljós, en hún mun einnig valda straum-
hvörfum í kennsluháttum innan háskóla og
auðvelda kennurum að eiga samskipti við
nemendur utan kennslustunda og leiðbeina
þeim í sjálfsnámi. A undanförnum árum hef-
ur Háskóli Islands unnið markvisst að því að
nýta þá möguleika, sem tölvutækni og
upplýsingatækni bjóða í kennslu, rannsókn-
um og stjómsýslu. Nú er unnið sérstaklega að
því að bæta sambandið við erlenda háskóla
með því að fá hraðvirkari tengingu við útlönd.
Sérstök nefnd háskólaráðs vinnur nú að mót-
un stefnu Háskólans í þessum málum.
Þegar rektorarnir Alexander Jóhannesson
og Níels Dungal voru að koma á fót Atvinnu-
deild Háskólans, þar sem stunda átti rannsókn-
ir „í þarfir atvinnuveganna,“ höfðu þeir í huga
landbúnað og fiskveiðar. Vinna átti bug á sjúk-
dómum í búfé, finna nýjar aðferðir til að verka
matvæli og forða þeim frá skemmdum og
stunda fiskileit til að tryggja jafnari afla. Þá
óraði ekki fyrir því, að upplýsingatækni gæti
verið atvinnuvegur, sem veitti fleirum atvinnu
en landbúnaður og gæfi okkur útflutningstekj-
ur af nánast engu hráefni en hugviti starfs-
fólks. I þessari grein vinna nú rúmlega 1.000
manns, og útflutningur hugbúnaðar og vélbún-
aðar, sem nýtir upplýsingatækni, fer hratt vax-
andi. Enginn vafi er á því, að á næstu áratug-
um verður upplýsingatækni einn af meginat-
vinnuvegum okkar. Þar hefúr Reiknistofnun
Háskólans gegnt brautryðjendahlutverki í 30
ár. Fyrsta tölvan, IBM 1620, kom hingað í árs-
lok 1964. Hún er nú í vörslu Þjóðminjasafns,
en á árabilinu 1965-1975 var Reiknistofnun
Háskólans miðstöð vísinda- og verkfræðilegr-
ar tölvuvinnslu, og landsmenn minnast eflaust
fyrstu kosningaspánna, sem gerðar voru með
tölvu stofnunarinnar. Næsti áratugur ein-
kenndist af jafnri þróun, þar sem notaðar voru
miðlægar fjölnotendatölvur. Um 1980 komu
fyrstu einkatölvumar, sem gerbreyttu allri
vinnuaðstöðu manna hvarvetna í þjóðfélaginu.
Síðastliðinn áratug má svo kenna við netvæð-