Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 561
559
jjannsóknar- og þjónustustofnanir
Lausnir diffur- og mismunajafna á lokuðu
formi og beiting þeirra: Vinna hófst árið 1991
V|ð að leiða út lausnir á lokuðu formi fyrir
diffur- og mismunajöfnur til að búa til
hagkvæm reiknirit fyrir svaranir kerfa og
lausnir á ýmsum stýritæknivandamálum. í ljós
kom, að fyrirkerfi með aðskildum eigingildum
rnatti útvíkka lausnir á 1. og 2. stigs jöíhum á
»jög einfaldan hátt, þar sem skrifa mátti
lausnina sem margfeldi vigurs með stuðlum
diffrunarliða innmerkis (teljara yfirfærslu-
falls), svokölluðu Van der Monde fylkis og
v'gurs með tímaháðum exponentliðum. Með
Pvi að nota mismunavirkja í þessari framsetn-
‘n8u er auk þess auðvelt að meðhöndla stakræn
kerfi alveg hliðstætt við hliðræn kerfi. Þau
reiknirit, sem hafa verið gerð á síðustu áratug-
um innan stýritækninnar og stærðfræðinnar,
eru oftar en ekki byggð á tölulegum nálgunum
u lausnum diffúijafna, sem nýta sér ekki
formgerð lokuðu formanna. Það er þetta „bil“,
sem verið er að reyna að brúa í þessu verkefni,
Sem unnið var af Önnu Soffíu Hauksdóttur.
Líkangerð og stýringar á járnblendi-
mium: Safnað var gögnum við ofna Járn-
'endiverksmiðjunnar á Grundartanga, ann-
ars vegar af höldustöðu rafskautanna og hins
Vegar af straumi þeirra, en straumi skautanna
er stýrt með því að færa skautin upp og niður.
‘o gagnasöfnunina voru sjálfvirkar stýringar
kautanna aftengdar og skautin færð upp og
n>ður og höldustaða og straumur skráð sem
a ‘h tínia. Var nokkrum slíkum gagnaröðum
^afnað við mismunandi aðstæður í ofnunum.
'kansauðkenningaraðferðir voru síðan not-
ar td að reikna líkön ofnanna, og í ljós kom,
j' hægt var að nota tiltölulega einfalt línulegt
an til að lýsa samhengi höldustaða og
auta. Nauðsynlegt er hins vegar að hafa
' an þetta þannig, að höldustaða allra þriggja
■ ’aotanna hefur áhrif á straum hvers skauts.
'kön þessi voru síðan notuð til að hanna
nXiar afkúplandi stýringar, þannig að stjórna
megi straumi í hverju skauti með því að færa
skautin, án þess að hafa áhrif á hina
raumana. Járnblendifélag íslands styrkti
erkefnið, sem Anna Soffia Hauksdóttir,
yHiar Gestsson, Ingvi Páll Þorfinnsson og Ari
esteinsson unnu, auk þess sem samvinna var
höfð
Vlð
urn líkangerðina við Torsten Söderström
Háskólann í Uppsölum.
Margmiðlun til heimila eftir pöntun: Árið
1995 hófst á Kerfisverkfræðistofu vinna við
verkefnið AMUSE (A Multimedia Services
for the Home), sem rniðaði að því að koma
upp myndþjónustu fyrir myndtölvur (e. set-
top-box), sem tengdist sjónvarpi til birtingar
og háhraðaneti, sem aftur tengist myndþjóni.
Þjónusta í boði var kvikmynd eftir pöntun,
sjónvarpsefni eftir pöntun og aðgangur að
Interneti í gegnum vefrýni. Sjónvarpsfréttir
voru klipptar niður í stakar fréttir, svo að not-
andi gæti valið sér einstaka frétt. Tvær tilraun-
ir voru gerðar í Reykjavík, á Skúlagötu og í
Grafarvogi. í þeirri seinni voru gerðar tilraun-
ir með ADSL (Asymmetric Digital Sub-
scriber Line). Framkvæmdar voru ítarlegar
prófanir, áður en tilraunir voru settar í gang,
og afkasta- og nytsemisprófanir voru gerðar, á
meðan á tilraununum stóð. Hér á landi var
verkið unnið í nánum tengslum við Landssím-
ann og Nýherja, en einnig var samvinna við
fjölmörg evrópsk fyrirtæki og háskóla. Evr-
ópskur rannsóknarsjóður, ACTS, sfyrkti verk-
efnið, sem stóð í þrjú ár og var eitt af stærstu
verkefnum Evrópusambandsins hér á landi í
4. rammaáætlun þess. Segja má, að verkið
hafi verið undanfari nútíma gagnvirkrar
myndþjónustu til heimila. Á íslandi unnu að
verkefninu Ebba Þóra Hvannberg á Kerfis-
verkfræðistofú, Anita Björk Lund hjá Nýherja
og Örn Orrason og Davíð Gunnarsson hjá
Landsímanum. í íslensku stýrinefhdinni voru
auk Ebbu Þóru, Sæmundur E. Þorsteinsson,
Þór Jes Þórisson, báðir hjá Landssímanum, og
Pétur Mogensen frá Nýherja.
Sprotafyrirtæki
Árið 1987 eða um það bil stofnuðu nokkrir
starfsmenn í staðsetningartækni sprotafyrir-
tækið Aldís. Árið 1996 var fyrirtækinu
TrackWell komið á fót, og það sérhæfir sig í
staðsetningarkerfum. Flugkerfi - Tern Syst-
ems var stofnað árið 1998 til þess að vinna að
verkefnum fyrir Flugmálastjórn íslands.
Starfsfólk og aðstaða
Á tímabilinu, sem um ræðir, unnu allt að
20 manns á Kerfisverkfræðistofu, þegar flest
var. Vinnustaðurinn var á annarri hæð mið-
skála VR-III.
Ebba Þóra Hvannberg,
Anna Soffla Hauksdóttir.