Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 53
Bgeður rektnrs
51
Brautskráning kandídata 26. október 1996
Rúðuneytisstjóri, frú Guðríður Sigurðardótt-
kteru kandidatar og gestir, ágœtir sam-
s,orfsmenn.
Eg býð ykkur hjartanlega velkomin til
E®f*arar brautskráningar kandídata og flyt
ykkur kveðju Björns Bjarnasonar, mennta-
nalaráðherra, en bann er staddur erlendis.
Háskólaprófið er mikilvægur áfangi í lífi
Vers stúdents. Fyrir marga er það lykill að
®vistarfi og vottorð um grunnþekkingu, sem
S1 ar er aukin með sjálfsnámi og endur-
jnenntun. Fyrir aðra er það undirstaða að
engra háskólanámi og þjálfún til rannsókna
e a sérffæðistarfa. Við flytjum ykkur, kandí-
°tum, velfamaðaróskir Háskólans og von-
U»m: að sn rnenntun og kunnátta, sem þið haf-
1 u°ðlast ^er’ Verð' yEEur notadrjúg. Framtíð
0 ar Islendinga sem þjóðar veltur ekki síst á
menntun og fæmi til starfa í samvinnu og
samkeppni við aðrar þjóðir.
^ Við Islendingar fáum oft góða gesti utan úr
eimi. Þeir sjá margt gleggri augum en við,
n a eru þeir ekki háðir því daglega amstri,
?m Eyrgir okkur sýn. Hingað kom fyrir
ommu Hans Peter Gassmann, fram-
væmdastjóri iðnaðarsviðs Efnahags- og þró-
^narstofhunarinnar (OECD) og ræddi um
an a Islendinga í harðnandi samkeppni
J° a. Maður í þessu starfi hefur óvenjulega
talHS^n’■S6m ^ær °^ur E * að hlusta. Hann
l l! a'Þjóðavæðingu nú á dögum í raun fram-
a þeirri þróun, sem hófst með iðnvæðing-
nn' a S1ðustu öld. Með ódýrari samgöngum
8 Jarskiptum er ekki lengur litið á fjarlægð-
bi Mi11 tunðranir- Heimurinn er orðinn að al-
Vift ?®urn naarkaði viðskipta og vinnuafls.
jj þessar aðstæður þurfa íslendingar að
Unf3 Vel að ^ærni Slnnl bl samkeppni á erlend-
ha mðrkuðuni °g leita allra leiða til að bæta
s na' Uær Þjóðir, sem vanrækja þetta, munu
Un a versnandi lífskjörum. Samkvæmt athug-
u Urn OECD hefur stórfyrirtækjum tekist bet-
albenmmaUni ^yrirtækjum að hasla sér völl á
uj° e8urn rnörkuðum. Það gerir smáþjóð-
erfiðara fyrir, að fyrirtæki þeirra eru al-
ke nnt. srna til að standast alþjóðlega sam-
ma Þ*11* ^etsta von þeirra er að nýta sér stærri
r ao> sem fylgir alþjóðavæðingu og marka
sér þar bás með sérhæfingu og tækni. Engri
þjóð er hollt að treysta eingöngu á eina at-
vinnugrein, þótt gjöful sé, sagði Gassmann,
heldur verður hún að byggja upp aðrar at-
vinnugreinar. Þar benti hann á nauðsyn þess
að styrkja innviði þjóðfélagsins svo sem sam-
göngukerfi og símakerfi og taldi, að íslensk
stjómvöld ættu að hvetja til stofnunar fyrir-
tækja í hátækni, sem nýttu sérþá álitlegu vaxt-
arsprota, sem nú þegar má greina í islensku at-
vinnulífi, einkum í greinum, sem þjóna sjáv-
arútvegi og heilbrigðiskerfi og á sviði upp-
lýsingatækni. í þeim felast talsverðir mögu-
leikar til útflutnings, en ekki síður atvinnu-
tækifæri fyrir vel menntað fólk. Þar fengi
unga menntafólkið störf við sitt hæfi, hér á
landi og á okkar vegum erlendis, í stað þess að
flytjast úr landi til vinnu hjá alþjóðlegum stór-
fyrirtækjum. Einnig lagði Gassmann áherslu
á fjárfestingu í menntun. Þar lagði hann að
okkur að sinna vel endurmenntun til að auka
hæfni þeirra, sem eru nú þegar á atvinnumark-
aði. Þeir, sem litla menntun hafa, eru í mestri
hættu að missa atvinnu í þeirri alþjóðlegu
samkeppni, sem í hönd fer. Þessi ábending
Gassmanns á ekki síst við okkur. Nægir þar að
minna á, að um 40% af öllu vinnuafli okkar
hafa aðeins Iokið grunnskólaprófi og hafa
ekki notið eiginlegrar starfsmenntunar. Við
þurfum að veita starfandi fólki tækifæri til
endurmenntunar og verðum jafnframt að gæta
þess að setja því unga fólki, sem stefnir til
náms, ekki óþarfar skorður. I stað þess að
bægja ungu kynslóðinni frá námi verðum við
að nýta þekkingu hennar til að bæta lífskjör
okkar. Það eru ekki bara tæknigreinar, sem
hér skipta máli, heldur eru allar greinar al-
mennrar menntunar óumdeild fjárfesting. Há-
skólamenntun er nauðsynlegur þáttur í mann-
lífi og menningu hverrar þjóðar. Hún veitir
skilning á eigin arfleifð frá alþjóðlegum sjón-
arhóli, menningu og tungumálum annarra
þjóða, sögu þeirra og þjóðháttum. Aðrir kynn-
ast réttar- og hagkerfi þjóða, sem við verðum
að þekkja, þegar til viðskipta kemur. Flest
ykkar kandídatanna munu finna störf við hæfi
hér á landi, en aðrir munu leggjast í víking og
freista þess að flytja út þekkingu og ráðgjöf á