Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 37
Ræður rektors
35
Brautskráning kandídata 28. október 1995
Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, og
fá Rut Ingólfsdóttir, kœru kandídatar og
gestir, ágætir samstarfsmenn.
Eg býð ykkur hjartanlega velkomin til
þessarar brautskráningar kandídata.
Aður en ég hef mál mitt, vil ég votta íbú-
*jm Flateyrar, aðstandendum og vinum,
úýpstu samúð vegna þeirra hörmulegu at-
burða, sem þar gerðust aðfaranótt síðasta
inimtudags. Við siík áföll setur menn hljóða.
Ylð skynjum smæð okkar og vanmætti gegn
óflum náttúrunnar. Þar erum við öll sem ein
jólskylda og full samhugar með þeim, sem
eiga um sárt að binda.
Við erum hér saman komin til að fagna
"ðuni hópi æskufólks, sem lokið hefur
strongu námi. Við gleðjumst yfir árangri
ykkar kandídatanna og væntum mikils í frek-
ara náuii og starfi. Við vonurn, að ykkur gef-
■st tækifæri til að beita kröftum og þekkingu,
svo að við getum í sameiningu varðveitt þau
1sgæði, sem við njótum hér á landi, unnið
a viðgangi lands og þjóðar og þróað at-
v>nnuhætti, sem nýta þekkingu ykkar og
menntun sem skyldi.
hjóðfélag okkar hefur tekið miklum
stakkaskiptum á þessari öld, og það er enn í
raðri þróun. í ræðu við brautskráningu í
ebrúar á þessu ári studdist ég við orð dr.
ylfa b. Gíslasonar, fyrrum menntamálaráð-
erra og prófessors við Háskóla íslands, og
rakti atriði úr bók hans Vegsemd þess og
Xandi að vera íslendingur. Þar kom m. a.
ram, að í lok síðasta áratugar var svo komið,
a við landbúnað störfuðu aðeins 5% þjóðar-
mnar, við sjávarútveg 12%, en flestir stund-
u iðnað, viðskipti og þjónustu. Sjávarút-
Vegurinn leggur enn drýgstan skerf til gjald-
eynstekna eða ríflega 50%, en útflutningur
naðar- og þjónustugreina hefur aukist svo
J°g, að þessar greinar afla nú tæplega
e mings gjaldeyristekna þjóðarinnar. Það er
?V' J°st’ að íslenskt þjóðfélag er að breytast
1 naðar- og þjónustuþjóðfélag eins og önn-
r velmegunarríki Vesturlanda. Það þjóðfélag
byggir ekki til frambúðar á sölu hráefna held-
ur nýsköpun og þekkingu, sem boðin er á al-
þjóðlegum markaði. Á þeim markaði verða
það menntun og færni, sem ráða úrslitum.
Þegar sjálfstjóm fékkst og tækniöld hófst
á Islandi, var það menntun alþýðu, sem varð
lykillinn að nýjum tíma og stórstígum fram-
förum. Svo getur enn orðið, en við eigum
langt í land að nýta okkur háskólamenntun
við sköpun verðmæta til útflutnings í sama
mæli og aðrar þjóðir.
Við höfum notið þeirrar gæfu að eiga fjöl-
menna árganga æskufólks, sem vilja fá tæki-
færi til náms og hafa sótt sér menntun í skóla
hér og marga bestu skóla erlendis. Þeir hafa
flutt nýja þekkingu og færni heim og lengst af
fundið störf við sitt hæfi. Nú er hins vegar að
verða erfitt um störf fyrir þann vaxandi fjölda,
sem aflar sér menntunar. Áhugi unga fólksins
á námi er ósvikinn, en erfitt efnahagsástand
hér heima hefur takmarkað tækifæri til að
nýta þekkingu þeirra, sem vilja koma heim til
starfa. Sá hópur stækkar, sem lýkurþjálfún til
rannsókna eða sérfræðistarfa erlendis, en
finnur engin tækifæri til að nýta þá þekkingu
hér heima. Þar með er þeirri hættu boðið
heim, að þetta vel menntaða æskufólk ílendist
hjá öðrum þjóðum, sem kunna betur að nýta
þekkingu þess sér til framdráttar.
Fróðlegt væri að kanna afdrif þeirra
kandídata sem brautskráðst hafa frá Háskóla
Islands á undanförnum áratugum. Meðan
nákvæmari gögn eru ekki fyrir hendi, verðum
við að styðjast við gögn úr þjóðskrá. Á tíu
árum, 1979-1988, brautskráðust 4.018
kandídatar frá Háskóla Islands. Þar af voru
3.937 íslendingar. Um 584 þeirra eru nú bú-
settir erlendis eða tæp 15%. Flestir eru búsett-
ir á Norðurlöndum, 332 eða 57%, í Dan-
mörku, Noregi og Svíþjóð, þar af 197 eða
34% í Svíþjóð. Næst Norðurlöndum ganga
Bandaríkin, en þar eru 141 eða 24% búsettir.
Athyglisvert er einnig að líta á skiptingu
kandídatanna eftir námsgreinum. Langflestir
þeirra, sem búsettir eru erlendis, eru kandí-