Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 206
204
Árbók Háskóla íslands
Þessi skoðun varð vafalítið til þess, að Ní-
els skrifaði umdeilda bók um kirkjuna, Blekk-
ing og þekking, sem kom út árið 1947. Bókin
var ekki skrifuð af trúleysi, heldur var henni
ætlað að varpa ljósi á, hvernig kaþólska kirkj-
an hafði notað sér fáfræði og trúgimi almenn-
ings til þess að efla vald sitt og auð. Kirkjan
hafði einnig staðið í vegi fyrir framförum í
vísindum og sérstaklega raunvísindum um
aldaraðir. Hér á eftir mun ég ijalla um helstu
viðfangsefni Níelsar, sem ég tel, að lýsi hon-
um best.
Læknirinn
Níels hóf starfsferil sinn sem almennur
læknir, og alla tíð síðan hafði hann mikinn
skilning á þörfúm fólks tyrir læknishjálp og
heilsuvernd. Hann fékkst í upphafi við bólu-
setningar og aðrar vamir gegn bamasjúkdóm-
um, mislingum, kíghósta og bamaveiki. Hann
kunni skil á ónæmisfræði eins vel og hægt var i
þá daga, skrifaði kennslubókina Infection og
immunitet árið 1927 og annaðist talsvert um-
fangsmikla læknisþjónustu fyrir ofnæmis-
sjúklinga. Níels ritstýrði og skrifaði sjálfúr
nokkra kafla í bókina Heilsurœkt og rnann-
amein, sem kom út árið 1943. Hann ritaði fylgi-
rit Árbókar Háskóla íslands fyrir árið 1931-
1932, Um nœringu ognæringarsjúkdóma.
Sýklafræðingurinn
Níels mun hafa verið mjög vel menntaður
sem sýklafræðingur. Hann stóð fyrir því, öðr-
um fremur, að taugaveiki og barnaveiki var
útrýmt á íslandi og átti mikinn þátt í, að
berklaveikin dvínaði. Sullaveikin var á undan-
haldi, þegar hann kom til starfa, en hvarf á
hans tíma. Framan af voru flestar vísindarit-
gerðir hans um sýklafræði og sýkingar í
mönnum. Rannsóknir og störf Níelsar að bú-
fjársjúkdómum breyttu verulega afkomu ís-
lenskra bænda, sem stunduðu sauðfjárrækt.
Hann lét til dæmis gera bóluefni gegn lungna-
pest, lambablóðsótt og bráðapest, sem enn
munu vera unnin að meira eða minna leyti
með hans aðferðum. Við stofnun Tilrauna-
stofu Háskólans í meinafræði að Keldum árið
1948 fluttust búfjárrannsóknir þangað undir
stjórn Björns heitins Sigurðssonar, og með
virkri þátttöku margra annarra, þar á meðal
Páls Agnars Pálssonar, fyrrverandi yfirdýra-
læknis. Bráðapestarbóluefnið hefur verið
betra en nokkuð annað á alþjóðamarkaði og er
notað hérlendis og hefur verið notað í Færeyj-
um til skamms tima. Að tilhlutan eftirmanns
Níelsar, Ólafs Bjarnasonar, fyrrverandi próf-
essors, var stofnaður sjóður á vegum lækna-
deildar og Háskóla íslands árið 1968 með
nafninu Sjóður Níelsar Dungals prófessors,
en í sjóðinn hafa runnið tekjur af sölu bóluefn-
isins til Færeyja. Á vegum sjóðsins hefur 36
vísindamönnum verið boðið til fyrirlestra-
halds til landsins, flestir hafa verið útlending-
ar, en Ijórir íslendingar starfandi erlendis.
Líffærameinafræðingurinn
í upphafi hafa vandamál heilbrigðisþjon-
ustunnar á sviði sýkinga verið höfuðvið-
fangsefni hins nýskipaða og að hætti þeirra
tíma vel menntaða meinafræðings. Hann var
vafalaust einnig vel að sér í meinagreiningu
við skurðsýni og krufningar, þótt þess sjai
engin sérleg merki framan af starfsævinm,
annars staðar en í skjölum stofnunarinnar og
í sjúkraskrám sjúkrahúsanna. Þegar Arin-
björn Kolbeinsson kom til starfa, tók hann al-
farið við sýklarannsóknardeildinni, og fflun
Níels þá hafa snúið sér meir að meinagrem-
ingu og þá sérstaklega að greiningu krabba-
meina, sem á seinni hluta starfsævinnar var
að höfúðviðfangsefni og eldlegu áhugasviði-
Ólafúr Bjarnason kom til starfa um líkt leyu
og Arinbjörn, þá á sama hátt með nýja og
góða menntun í líffærameinafræði, og fljot
lega mun hann hafa tekið við að hafa veg °S
vanda af stjórnun hluta verkefna á því sviði-
Réttarlæknirinn
Prófessorsembætti Níelsar árið 1932 var i
sjúkdómafræði og réttarlæknisfræði,
gegndi hann réttarlæknisfræðinni allt fra P'
til dauðadags. Á hans tíma snerust verketm ^
að mestu um réttarkrufningar og blóðra1111
sóknir í barnfaðernismálum. Blóðrannsókm
og blóðflokkar voru hluti af menntun og
starfi hans, og fyrsta prentaða ritgerðin i
lendu blaði var um blóðrannsóknir á g0'1^
deildum og birtist í þýsku tímariti árið
eða á námsárunum erlendis.
Kennarinn
Níels Dungal var kennari af guðs náð,
þess gætti alla tíð. Kennsla hans í læknadej^
er ógleymanleg þeim, sem hennar nutu.
þessa hlið hans skrifaði Tómas HelgaS°