Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 541
539
Rannsóknar- og þjónustustofnanir
°g rithöfunda og vekja athygli á gildi þýðing-
arstarfsins. Til þingsins var boðið sextán
þýðendum íslenskra bókmennta á erlend
tungumál frá tíu löndum. Þeir voru Arvo Alas
frá Eistlandi, Panu Petteri Höglund frá Finn-
'andi, John Swedenmark og Kristjan Hallberg
frá Svíþjóð, Jon Gunnar Jorgensen og Tone
Myklebost frá Noregi, Erik Skyum Nielsen og
Peter Soby Kristensen frá Danmörku, Hubert
Seelow, Marita Bergsson og Owe Gustavs frá
Þýskalandi, Helena Kadecková frá Tékkó-
slóvakíu, Régis Boyer frá Frakklandi, Her-
mann Pálsson og Maureen Thomas frá Bret-
^andi og Enrique Bernárdez frá Spáni. Einnig
varboðið einum þýskum bókaútgefanda, Ger-
hard Steidl.
Stofnun Sigurðar Nordals og áhugamenn
um íslenska bragfræði héldu bragfræðiþing 9.
Janúar 1993 í Háskóla íslands. Átta fyrirlestr-
ar voru fluttir á þinginu, sem kringum 60
manns sóttu.
Stofnunin og áhugamenn um rannsóknir á
M'yfnkels sögu Freysgoða gengust fyrir ráð-
stefnu í Menntaskólanum á Egilsstöðum dag-
j'na 28. og 29. ágúst 1993. Hvatamaður að
Pmginu var Hermann Pálsson, fV. prófessor í
tdinborg, og var honum sérstaklega boðið til
Pess. Fyrirlesarar voru átta, en þátttakendur
v°ru um 60.
Pá hélt stofnunin málþing um textatengsl
9g viðtökurannsóknir 23. apríl 1994 í Háskóla
siands. Á þinginu fluttu sex ungir fræðimenn
yrirlestra um rannsóknir, sem þeir hafa unn-
•ð að á þessu sviði. Um 40 manns sátu þingið.
• tengslum við frumflutning á íslandi á
Niflungahringnum eftir Richard Wagner
stoðu Listahátíðin í Reykjavík, Norræna hús-
m og Stofnun SigurðarNordals fyrirmálþing-
um um verkið og höfund þess. Fyrra málþing-
' fúr fram í Norræna húsinu 23. maí. Voru
ynrlesarar fjórir innlendir fræðimenn, en
Þatttakendur á annað hundrað. Síðara mál-
Þ'ugið, sem var alþjóðlegt og haldið var á
ensku, var 29. maí. Sex innlendum og erlend-
Um fyrirlesurum var boðið að halda þar erindi.
Cl' voru Barry Millington og Stewart
Þencer frá Bretlandi, Oswald Georg Bauer
m Þýskalandi, Lars Lönnroth frá Svíþjóð,
usteinn Ólason og Þorsteinn Gylfason. Þátt-
a endur í málþinginu voru um 70.
Ráðstefnur
Dagana 25. til 27. júlí 1990 gekkst stofn-
unin fyrir alþjóðlegri ráðstefhu, svonefndri
Snorrastefnu, í Háskóla Islands. Viðfangsefni
ráðstefnunnar voru: a) fornnorrænn átrúnað-
ur; b) Snorra-Edda sem heimild um forna trú
og óðfræði miðalda og c) skilningur síðari
tíma á norrænni goðafræði og óðfræði í ljósi
Snorra-Eddu. Megintilgangurinn með stefn-
unni var að efla rannsóknir og umræður um
norræna goðafræði og Snorra-Eddu. Níu er-
lendum fræðimönnum var sérstaklega boðið
til landsins til að flytja fyrirlestra á stefnunni,
þeim dr. Gro Stensland, lektor, og Else Mun-
dal, prófessor, ffá Ósló, Preben Meulengracht
Sorensen, lektor frá Árósum, dr. Olgu A.
Smirnickaja, prófessor frá Moskvu, dr. Kurt
Schier, prófessor frá Múnchen, dr. Franqois-
Xavier Dillmann, prófessor frá París, dr. Ant-
hony Faulkes, dósent frá Birmingham, dr.
John Lindow, prófessor frá Berkeley í Kali-
forníu, og dr. Margaret Clunies Ross, prófess-
or frá Sydney í Ástralíu. Alls voru 22 fyrir-
lestrar fluttir á ráðstefnunni, sem um eitt
hundrað manns sóttu.
Stofnunin stóð fyrir alþjóðlegri ráðstefnu
um ritstörf Halldórs Laxness í tilefni af níræð-
isafmæli hans 23. apríl 1992. Ráðstefnan var
haldin í tengslum við Listahátíð í Reykjavík
og fór fram í Háskólabíó dagana 12. til 14.
júní. Á sérstakri hátíðardagskrá 12. júní fluttu
prófessor Peter Hallberg og rithöfúndarnir
Árni Bergmann og Steinunn Sigurðardóttir
erindi, en fyrirlesarar á sjálfri ráðstefnunni
voru 18. Þeir voru: Árni Sigurjónsson, Ást-
ráður Eysteinsson, Eysteinn Þorvaldsson,
Gísli Pálsson, Guðrún Hrefna Guðmunds-
dóttir, Guðrún Nordal, Gunnar Kristjánsson,
Halldór Guðmundsson, Halldór E. Laxness,
Helga Kress, Vésteinn Ólason, Hubert See-
low frá Þýskalandi, István Bernáth frá Ung-
verjalandi, José A. Fernández Romero frá
Spáni, Régis Boyer frá Frakklandi, Rory
McTurk frá Bretlandi, Svetlana Nedeliajeva-
Steponaviciene frá Litháen og Turið Sigurðar-
dóttir frá Færeyjum. Rúmlega tvö hundruð
manns sóttu hátíðardagskrána, en um hundrað
manns sátu sjálfa ráðstefnuna.
Hinn 30. október 1993 gekkst Stofnun Sig-
urðar Nordals og Norræna húsið fyrir ráð-
stefnu urn rniðlun íslenskrar sögu og rnenn-