Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 242
240
Árbók Háskóla íslands
Þjóðminjasafn íslands - afnot af Atvinnu-
deildarhúsi
23.02.95: Lagt fram til kynningar bréf rekt-
ors til formanns Félagsstofnunar stúdenta,
dags. 16. þ. m. Þar er óskað eftir viðræðum
við stjóm stofnunarinnar um hugsanleg kaup
Þjóðminjasafns á húsi Félagsstofnunar við
Hringbraut, Gamla Garði og Jarðfræðahúsi.
05.10.95: Fyrir fundinum lá erindi byggingar-
nefndar Þjóðminjasafns Islands, dags. 22. f.
m., þess efnis að safnið tæki yfir byggingar
Félagsstofnunar stúdenta við Hringbraut svo
og Jarðfræðahús norðan Aðalbyggingar
Háskóla íslands, ef samkomulag næðist þar
um. Rektor reifaði málið og lagði fram svo-
hljóðandi bókun: „Háskólaráð samþykkir að
ganga til samninga við menntamálaráðuneytið
og Félagsstofnun stúdenta, sem miða að því að
Þjóðminjasafn íslands fái umráð yfir húsi
Félagsstofnunar stúdenta við Hringbraut,
Gamla Garði og Jarðfræðahúsi (áður húsi
Atvinnudeildar Háskólans) svo og lóðarrétt-
indi á afmörkuðu svæði umhverfis þessi hús
og byggingu Þjóðminjasaíhs. Forsendur þess-
ara samninga verða m. a., að: 1) Háskólinn og
Félagsstofnun fái ásættanlegt endurgjald íyrir
þau verðmæti, sem þau láta af hendi. Háskól-
inn dragi til baka fyrra vilyrði sitt um lóð til
handa Þjóðminjasafni vestan Suðurgötu.
Félagsstofnun stúdenta samþykki þá kosti,
sem Háskólinn getur boðið um lóð íyrir nýtt
hús undir starfsemi Félagsstofnunarinnar.
Háskólaráð felur Júlíusi Sólnes, formanni
Skipulagsnefndar háskólalóðar, Magga Jóns-
syni, höfundi skipulags háskólalóðar, og
Brynjólfi Sigurðssyni, formanni Byggingar-
nefndar háskólaráðs, að annast þessa samn-
inga íyrir hönd Háskólans í samráði við rektor.
Samninga skal leggja fyrir háskólaráð, áður en
þeir eru undirritaðir." Tillaga rektors að bókun
var samþykkt og þar með erindi byggingar-
nefndar Þjóðminjasafns íslands.
18.12,97: Fyrir lá að samþykkja, að háskóla-
ráð heimilaði rektor að undirrita samkomu-
lag við Þjóðminjasafn íslands, menntamála-
ráðuneytið og fjármálaráðuneytið f. h. ríkis-
sjóðs um afnot Þjóðminjasafns íslands af
Atvinnudeildarhúsi Háskóla íslands. Var
samþykkt með 7 atkvæðum gegn einu, en
Björn Kristinsson óskaði bókunar á því, að
hann hefði setið hjá, þar eð hann teldi tillög-
una skipulagsslys.
Þrcksalur í íþróttahúsi Háskólans
27.04.97: Hinn 25. apríl sl. var formlega opn-
aður þreksalur á efri hæð íþróttahúss Háskól-
ans. 1 björtum sal hefur nú verið komið fyrir
níu þrektækjum, sem nota má til einstakl-
ingsþjálfunar. I þessum sal var áður tilrauna-
stofa í lyfjafræði, en hún var flutt í Haga,
þegar lyfjafræði lyfsala flutti þangað.
Fjármál
13.10.94: Rektor greindi frá fúndi nieó
menntamálaráðherra og síðar menntamála-
nefnd Alþingis um fjármál Háskólans.
Margir tóku til máls og lýstu áhyggjum og
vonbrigðum með skertar fjárveitingar til
Háskóla íslands. Rætt var um viðbrögð og
aukafundur boðaður næstkomandi fimmtu-
dag. Jafnframt var rektor og Agústi Einars-
syni, prófessor, falið að semja drög að
ályktun um málið.
19.10.94: Á síðasta fundi háskólaráðs var
rektor og Ágústi Einarssyni, forseta við-
skipta- og hagfræðideildar, falið að semja
drög vegna fjárlagafrumvarpsins fyrir ario
1995. Ábendingar komu fram um orðalag, en
að öðru leyti var ályktunin samþykkt etn-
róma og hljóðar svo:
„Háskólaráð mótmælir harðlega Þe,rrl
stefnu sem fram kemur gagnvart Háskóla
íslands í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1995-
Fjárframlög til Háskólans hafa ekki verið 1
samræmi við aukin verkefni og nemenda-
fjölda undanfarin ár. Háskólinn hefur verio
ábyrgur í fjármálastjórn sinni og mætt f]ar'
hagsvandanum, fyrst með hagræðingu og
síðan niðurskurði í kennslu. Lengra verður
ekki gengið á þessari braut og því er konu
að alvarlegum tímamótum í starfsemi Ha-
skólans. Yfirlýst mennta- og vísindastefna
ríkisstjórnarinnar kemur ekki fram í fjárlaga-
frumvarpinu. Háskólaráð hlýtur því að spyrJa
þessara spurninga:
Er það í reynd stefna stjórnvalda að gera
Háskóla íslands að annars flokks háskóla? Er
það stefna stjórnvalda að flytja æðri menntun
Islendinga úr landi? Háskólaráð bendir á e t
irfarandi atriði:
1. Fjárveiting á nemanda í fullu námi hefu
lækkað um þriðjung að raungildi á síðustu
sjö árum.
2. Samanburður við aðra háskóla í Vestur
Evrópu sýnir að kennslumagn við H