Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 554
552
Árbók Háskóla íslands
Jarðskjálftaálag: Áhersla er lögð á þróun
tölulegra líkana svo sem gervihraðarófs, sem
nýst geta við jarðskjálftahönnun mannvirkja.
Til grundvallar eru lögð þau Iíkön, sem
nýtast íyrir verkfræðilega hönnun mann-
virkja. Þá hefur verið unnið að gerð jarð-
skjálftaáhættukorta.
Kerfisgreining mannvirkja: Beitt er svo-
nefndum ARX- ogARMAX-Iíkönum, ákvörð-
uð eigintíðni og sveilfudeyfingar, enn fremur
er gerður samanburður jarðskjálftasvörunar
raunverulegra bygginga og FE-líkana.
Jarðskjálftasvörun flókinna virkja: Unnið
er að forritum til ólínulegrar greiningar á
jarðskjálftasvörun flókinna virkja, þar sem
tiHit er tekið til víxlverkunar undirstöðu og
burðarkerfis ásamt ölduhreyfingum jarðar í
þremur víddum.
Áhættugreining: Unnið er að líkinda-
fræðilegum Iíkönum og áhættukortum. Lögð
er áhersla á notkun landfræðilegra upp-
Iýsingakerfa (GIS). Markmiðið er að meta
líklegt tjón vegna jarðskjálfta hérlendis svo
og áhættu.
Ahættugreining mannvirkja: Tilgangur-
inn er að athuga jarðskjálftaöryggi mann-
virkja/húsa í jarðskjálftum. Æskilegt er að
geta sagt fyrir um tjón vegna skjálftanna og
geta gert tillögur um, hvernig viðbrögðum
skuli háttað. Á tímabilinu hefur verið unnið
að þess háttar áhættugreiningu íyrir Hvols-
völl og Dalvík.
Áhættugreining orkuverka: Tilgangurinn
er að meta jarðskjálftaöryggi vatnsaflsvirkj-
ana og að geta sagt fyrir um líklegt tjón
vegna jarðskjálfta og gert tillögur um við-
brögð.
Jarðskjálftaöryggi geyma og tanka: Metið
er burðarþol geyma og tanka í jarðskjálftum.
Stefnt er að raunhæfri greiningu á jarð-
skjálftaöryggi mannvirkisins og gerð tillögu
um styrkingar og rekstrarfyrirkomulag, sem
tryggir ásættanlegt öryggi.
Jarðskjálftaöryggi niðurgrafinna lagna:
Tilgangurinn er að meta jarðskjálftavá á því
svæði, sem lögn liggur, enn fremur að kanna
reikningslega þær hreyfingar og þá áraun,
sem búast má við, að leiðsla verði fyrir í jarð-
skjálftum og að meta hættu á skemmdum og
hugsanlegu umfangi þeirra.
Jarðskjálftaþol mannvirkja: Markmiðið
er þróun þekkingarkerfis (expert system),
sem gerir tæknimönnum kleift að meta jarð-
skjálftaþol mannvirkja, sem (a) eru í hönnun,
(b) búið er að byggja eða (c) hafa orðið fyrir
jarðskjálfta.
Jarðskjálftahönnun bygginga: Unnið er
að því að bæta þær aðferðir og hefðir, sem
tíðkast hafa við jarðskjálftahönnun bygginga
hérlendis.
Aðferðir við ummyndun jarðskjálftaorku
(jarðskjálftaeinangrun): Verið er að þróa
tölvutækt reiknilíkan íyrir flókin burðarkerfi
með orkueyðandi undirstöðum. Lögð er
áhersla á blýíylltar gúmmílegur.
Jarðskjálftahönnun brúarmannvirkja: Þró-
un aðferða við upptöku og umbreytingu
bylgjuorku jarðskjálfta. Tryggja skal öryggj
samgöngukerfisins í jarðskjálftum með mati
á núverandi brúarmannvirkjum með styrk-
ingu þeirra í huga.
Þróun aðferða við mælingar og líkanatil-
raunir: Unnið er að því að koma upp varan-
legri tilraunaaðstöðu í jarðskjálftaverkfræði.
Hönnunaraðferðir: Markmiðið er að setja
fram líkindafræðilega aðferð, þar sem tillit er
tekið til íslenskra aðstæðna, bæði hvað varð-
ar eðli jarðskjálfta og byggingarhætti.
Þjóðhagsleg bestun jarðskjálftastaðla.
Unnið er að þróun aðferða við þjóðhagslega
bestun jarðskjálftahönnunar, það er aðferða,
sem taka mið af þjóðarhag en ekki sérhags-
munum.
Að framanskráðum verkefnum hafa unnið
Bjarni Bessason, dr. ing., Guðrún Þóra Garð-
arsdóttir, cand. polyt., Gunnar Baldvinsson,
M. Sc., Hjörtur Þráinsson, M. Sc., Jónas Þór
Snæbjörnsson, M. Sc., dósent, Kári Steinar
Karlsson, verkfræðingur, Kristján Vilhelm
Rúriksson, verkfræðingur, Símon Ólafsson.
M. Sc., Sverrir Sigurðsson, verkfræðingur, og
Óðinn Þórarinsson, verkfræðingur. Samvinna
hefur verið höfð við prófessor Júlíus Sólnes,
dr. Pál Einarsson, jarðeðlisfræðing, Raunvis
indastofnun, Jan Henje, Landsvirkjun, Einar
Hafliðason og dr. Baldvin Einarsson, Vega-
gerð ríkisins, prófessor Anne S. Kiremidjm
an, Stanford University, prófessor Jerry y1-
Mendel, University of Southern Califorma.
prófessor N. N. Ambraseys, Imperial ColIege
of Science, Technology and Medicine, °§
prófessor Torger Moan og prófessor Svem
Remseth, Norges Tekniske Högskole.
sóknarsjóður Háskóla íslands, Vísindara