Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 594
592
Árbók Háskóla íslancte
Aðgerðarannsóknir á rekstri frystitogara:
Rannsökuð var ákvarðanataka í frystitogara-
rekstri, einkum samspil ákvarðana um
vinnsluleiðir og vinnsluhraða og kvótastöðu
skipsins. Þróað var hermilíkan, sem líkir eftir
rekstri frystitogara yfir eitt ár, tog fyrir tog og
túr fyrir túr. Innbyggt í líkanið er bestunar-
Iíkan, sem líkir eftir ákvarðanatöku um ráð-
stöfún afla hvers togs í vinnsluleiðir. Líkanið
hefur verið notað bæði í fræðilegum tilgangi
til að rannsaka samspil afurðasamsetningar
og úthlutaðs kvóta frystitogara, en einnig í
hagnýtum tilgangi til að kanna hugmyndir
um hagræðingu í vinnslulínum frystitogara
(sbr. verkefnið Aflabót á vegum Rannsókna-
stofnunar fiskiönaðarins). Ingólfur Arnarson
og Páll Jensson unnu að verkefninu ásamt
nemendum í iðnaðar- og vélaverkfræði.
Halios-vis, tölvukerfi fyrir fiskiskip: Hann-
að var og þróað heildarkerfi, sem myndað
gæti ramma um margvíslega tölvunotkun um
b°rð í fiskiskipum. Tekið var mið af frysti-
togurum framtíðarinnar og eftirfarandi
upplýsingakerfi greind: skipstjórnarkerfi,
rekstrarkerfi, vélgæslukerfi, veiðafærakerfi,
vinnslukerfi, samskiptakerfi og öryggiskerfi.
Hannað var heildstætt netkerfi, sem gerir ráð
fyrir ofangreindum sérkerfum, bæði hugbún-
aði, tölvum og öðrum búnaði og annast sam-
skipti á milli kerfanna á rauntímagögnum og
öðrum upplýsingum. Verkefninu lauk með
því, að stuðlað var að stofnun fyrirtækjanets
nokkurra aðila, sem áforma að halda þróun
þessara kerfa áfram. Rán Jónsdóttir vann að
verkefninu í samvinnu við Rögnvald Ólafs-
son, Þorvald Pétursson og Sigurpál Jónsson
hjá Marel hf. og aðila í Frakklandi.
Aðgerðarannsóknir í mjólkurvinnslu á
Isiandi: Rannsakaðar voru hugmyndir um
hagræðingu í mjólkuriðnaði á íslandi, einkum
er varðaði fækkun mjólkurvinnslustöðva og
hagkvæmustu staðsetningu þeirra. Hannað
var umfangsmikið heiltölubestunarlíkan, sem
tók til allra 17 vinnslustöðva landsins, fram-
leiðslumöguleika hvers um sig, flutninga á
milli stöðvanna, bæði á hrámjólk, rjóma og
undanrennu, flutninga afurða til sölusvæða og
eftirspurnar afurða eftir sölusvæðum. Líkanið
var notað til að kanna tillögur um lokanir
óhagkvæmra stöðva og tilfærslur í fram-
leiðslu og flutningum í framhaldi af því. Nið-
urstöður útreikninga með líkanið voru not-
aðar sem grundvöllur nefndarálits um fram-
tíðarskipun mjólkurvinnslu á íslandi. Verk-
efnið unnu Páll Jensson og Pálmi Vilhjálms-
son, og samvinna var við Samtök afurða-
stöðva í mjólkuriðnaði.
Mývatnsrannsóknir umhverfisráðuneytis-
ins 1992-1994: Rannsökuð voru áhrifáfram-
haldandi kísilgúrvinnslu úr Mývatni á
strauma og setflutning í vatninu. Gert var
reiknilíkan af Mývatni til að líkja eftir afleið-
ingum þess að hefja vinnslu úr botni Syðri-
Flóa eins og ráðgert hefur verið. Mælingar
voru gerðar á veðri, vatnshæð, straumum.
setflutningum, gróðri og dýralífi í og við
vatnið til þess að kvarða líkanið. Tilraunir
með reiknilíkanið sýndu, að fyrirhugað kísil-
gúrnám á Bolum hefði veruleg áhrif á
strauma og setflutning í Syðri-Flóa. Niður-
stöður athugananna voru notaðar til þess að
taka ákvarðanir um framhald kísilgúrnáms,
og var ákveðið að einskorða frekari vinnslu
við Ytri-Flóa. Eftir það hafa rannsóknir
beinst að lífríki Ytri-Flóa og áhrifum áfram-
haldandi náms þar á gróður, fúgla og aðrar
lífverur. Gerður Stefánsdóttir, Ari Rúnar Sig-
urðsson og fleiri unnu að verkinu undir stjóin
verkefnisstjórnar, en hana skipuðu þeir Pálj
Jensson, Sigurður Snorrason og Arm
Snorrason. Náið samstarf var við fjölmarga
aðila, umhverfisráðuneytið, iðnaðarráðu-
neytið, Vatnaskil hf., Veðurstofuna, Haf-
rannsóknastofnunina, Orkustofnun, Rann-
sóknarstöðina við Mývatn, Líffræðistofnun
o. fl.
Tölvutal: Tilgangur verkefnisins var að
kenna tölvu að tala á íslensku, einkum svo að
hún gagnaðist betur blindum. í því skyni var
að finna hentugan talgervil, aðlaga hann a
íslensku máli, semja þekkingarkerfi (reglu-
grunn) með reglum um framburð íslenskm
Einnig var samið forrit til að þýða 'slens.,,
ritmál yfir í hljóðtákn (fónem), og mik'
hluti verkefnisins fólst í að kanna sérstó u
íslenskunnar í þessu tilliti. Þróun talkerfisms
tókst vel. Byggt var fyrst á bandarískum ta
gervli, en síðan á sænskum talgervli ra