Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 440
438
Árbók Háskóla íslands
Bretlandseyjum, einnig í Hollandi og Frakk-
landi. A alþjóðaþingum veirufræðinga og
öðrum fjölmennum þingum er mikill fróð-
leikur kynntur á stuttum tíma, en minni tími
er til að ræða við erlenda kollega um vanda-
mál, sem upp koma í daglegu starfi. Við
lögðum því áherslu á þátttöku í hæfilega
stórum þingum, þar sem fólk hefur meiri
tíma til umræðu.
Áður en embætti sóttvamalæknis var stofn-
að, var eitt af verkefnum rannsóknastofunnar
að mæla árangur bólusetninga gegn veirusótt-
um og veita ráðgjöf um bóluefnin. Norræn
þing um ónæmisaðgerðir og árangur þeirra
voru haldin því nær árlega, og sótti undirrituð
þau ásamt öðrum fulltrúum frá forvarnastarf-
inu hér. Kynntum við þar árangur íslendinga
varðandi sóttvamir hér og Iærðum heilmikið
af því aö hlusta á frásagnir af reynslu annarra.
Alþjóðaþing um ónæmisaðgerðir og ný bólu-
efni eru alloft haldin og mjög fróðleg.
Ár 1990: Enn bættist við sýnafjöldann frá
sjúkraþjónustunni, og enn bættust við að-
ferðir til fljótvirkari sjúkdómsgreininga. Á
árinu kom út heildarsafn fræðigreina eftir
brautryðjandann í veirufræði á íslandi, dr.
Björn Sigurðsson, forstöðumann á Keldum
1948-1959. Synir hans, Jóhannes og
Sigurður, sem báðir eru læknar, gáfu safnið
út. Undirrituð og Kristín Þorsteinsdóttir,
bókavörður, sem þá var í hlutastarfi á
rannsóknastofúnni, hjálpuðu til við að finna
greinarnar. Þetta var bráðskemmtileg vinna,
sem varð eiginlega kveikjan að því áhuga-
verða verkefni að reyna nú að búa til bólu-
efni gegn visnu-mæðisýkingu í sauðfé og
kanna þannig, hvort hægt sé að bólusetja
gegn hæggengri veirusýkingu með hefð-
bundnum aðferðum. Visnu-mæðiveiran og
eyðniveiran eru af sama veiruflokki og tals-
vert skyldar, svo að til nokkurs er að vinna.
Sú aðferð til mótefnamælinga (Western
Blot), sem notuð er til staðfestingar á eyðni-
sýkingu, var þróuð til að mæla visnu-mæði-
mótefni á sama hátt. Þar var komin næm að-
ferð til að mæla mótefnasvörun bólusettra
kinda. Undirrituð hefur unnið ein að bólu-
efnisgerðinni frá upphafi til þessa dags.
Ár 1991: Bóluefnisgerðin gegn visnu-mæði
gekk vel. Fyrstu tilraunir til bólusetninga
byrjuðu í júlí 1991. Þá voru 3 veturgainlar
kindur bólusettar í einangrunarklefa á Keld-
um. Þær sýndu svörun gegn öllum helstu
mótefnavökum veirunnar, en mynduðu ekki
sýkingarhindrandi (neutraliserandi) mótefni,
fýrr en aluni (aluminium hydroxíði) hafði
verið bætt I bóluefnið. Þessi tilraun var end-
urtekin á tveimur jafngömlum kindum með
sama árangri. í desember voru fyrstu 3 kind-
urnar frumbólusettar með bóluefni, sem í var
alun. Þær svöruðu með sýkingarhindrandi
mótefnum skömmu eftir bólusetninguna.
Alun er því í öllu tilraunabóluefni, sem síðan
hefur verið notað og hefur ekki enn haft nein-
ar óæskilegar aukaverkanir.
Starfið á áhætturannsóknadeildinni óx a
árinu. Önnur verkefni úr sjúkraþjónustunni
voru í svipuðu magni og árið á undan og
höfðu sinn árstíðabundna gang, kvefsóttirnar
verstar á veturna.
Ár 1992: Vorið 1992 voru keyptar 8 tví-
lembur með nokkurra daga gömlum lömb-
um frá Hesti í Borgarfirði. Þær voru settar i
einangrunarklefa á Keldum, 2 í hvern klefa
ásamt lömburn. Annað lambið í hverju tvi-
lembingapari var síðan bólusett gegn visnu-
mæði, en hitt lambið var óbólusett til saman-
burðar. í ágúst voru kindurnar 8 úr bólusetn-
ingatilraununum frá 1991 teknar úr einangt'
unarklefunum og settar í sambýli með °
óbólusettum kindum á sama aldri og 1
nýsýktum kindum, sem Páll Agnar Pálsson,
fyrrum yfirdýralæknir, sýkti með miklu
magni af sama veirustofni og notaður var vi
bóluefnisgerðina. Ákveðið var að fylgjaS
með sýkingum í þessu sambýli næstu árin
með reglulegum blóðtökum og mótefnamæ
ingum til að athuga, hvort bólusettu kindurn
ar verðust visnu-mæðismiti betur en Þ®r
óbólusettu. Gamalt hesthús á Keldum hýs 1
sambýlið. Það var gert nothæft fynr hluta a
styrk, sem þetta verkefni fékk. og Tilrauna
stöðinni var borgað fyrir fóðrun og hirðwg^
kindanna og tvílembingaparanna, þar sem s
stofnun var ekki aðili að þessu verkefm-
Rauðuhundafaraldur hófst á árinu og var
landinu í 4 ár. Skipulegar mótefnamæhng*1
og bólusetningar mótefnalausra kvenna o