Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 198
196
Árbók Háskóla íslands
Árið 1956 hóf hann stundakennslu við við-
skiptadeild Háskóla íslands, og hann var
stundakennari við deildina til 1967, en settur
prófessor 1960-1961. Hann var ráðuneytis-
stjóri í íjármálaráðuneytinu 1966-1967, en
árið 1967 var hann skipaður prófessor við
Háskóla íslands. Guðlaugur var kjörinn
rektor Háskóla Islands árið 1973 og gegndi
því embætti í tvö kjörtímabil eða til ársins
1979. Hann var skipaður ríkissáttasemjari
1979, og því embætti gegndi hann til starfs-
loka árið 1994. Guðlaugur var í framboði til
embættis forseta íslands árið 1980.
Guðlaugur Þorvaldsson gegndi fjölda
trúnaðarstarfa og sat í mörgum opinberum
nefndum, stjórnum og ráðum. Hann sat í
Stúdentaráði Háskóla Islands 1946-1947 og
var formaður Félags viðskiptafræðinema á
sama tíma. Hann var formaður Félags við-
skiptafræðinga 1951-1956, formaður Starfs-
mannafélags Stjórnarráðsins 1959-1960, for-
maður Tennis- og badmintonsfélags Reykja-
víkur 1959-1960, formaður Lyljaverðlags-
nefndar 1960-1972, formaður nefndar til
undirbúnings nýrra laga um uppsetningu fjár-
laga og ríkisreiknings 1961-1963 og höf-
undur laga um fjárlagagerð og ríkisbókhald
frá 1965. Guðlaugur var stjórnarformaður
Happdrættis Háskóla íslands 1969-1979, sat í
stjórn Félagsstofnunar stúdenta 1968-1972,
Lífeyrissjóðs bænda 1961 -1978 og Stofnunar
Arna Magnússonar 1973-1979. Hann átti
sæti í stjórn Norrænahússins 1978-1990, for-
maður 1981-1990. Auk þess var hann for-
maðurReykjavíkurdeildarNorrænafélagsins
og í stjórn Norræna félagsins á íslandi 1985-
1991. Þá veitti hann formennsku nefnd vegna
hátíðarhalda í tilefni 800 ára afmælis Snorra
Sturlusonar 1979. Guðlaugursat í fastanefnd
um laun opinberra starfsmanna 1958-1963,
Sjóslysanefnd 1959, samnorrænni nefnd um
eftirlaun 1966, Flugvallanefnd 1966-1967,
Hvalfjarðarnefnd 1969, matsnefnd vegna
sameiningar Flugfélags íslands hf. og Loft-
leiða hf. 1973-1976, nefnd Evrópuráðsins
um æðri menntun og rannsóknir 1973-1979
og í stjórn Vísindasjóðs 1975-1978. Guð-
laugur var sæmdur riddarakrossi hinnar
íslensku fálkaorðu 1975 og stórriddarakrossi
1979. Konungar Noregs og Svíþjóðar sæmdu
hann stórriddarakrossum og forseti Finn-
lands stórriddarakrossi með stjörnu (Við-
skipta- og hagfrœðingatal, Rvk. 1997; MA-
stúdentar I, Rvk. 1988, Mbl., 2. og 4. apríl
1996).
Eggert V. Briem
Eggert Vilhjálmur Briem fæddist í Goð-
dölum í Skagafirði 18. ágúst 1895. Hann lést
í Reykjavík 14. maí 1996. Foreldrar hans
voru séra Vilhjálmur Briem, prestur í Goð-
dölum og síðar á Staðastað á Snæfellsnesi, og
kona hans Steinunn Pétursdóttir Briem. Egg-
ert lauk gagnfræðaprófi ffá Menntaskólanum
í Reykjavík og hóf vélfræðinám í Þýskalandi
skömmu fyrir fyrra heimsstríð, en hvarf
þaðan í striðsbyrjun og hélt vélfræðináminu
áfram í Bandaríkjunum. Eggert veiktist af
spönsku veikinni fyrir vestan og kom þa
heim til íslands og dvaldi hér við ýmis störf,
en fluttist þá aftur til Bandaríkjanna 1928 og
lagði nú stund á flugnám og lauk atvinnu-
flugmannsprófi 1930, fyrstur íslendinga þat-
Eggert ílentist vestra, starfaði í verksmiðjum
og víðar og öðlaðist einkaleyfi á nokkrum
uppfinningum og efnaðist vel. Hann kvæntist
bandarískri konu, Catharine Hall Munter.
Hún lést úr krabbameini 1958, þau voru
barnlaus. Árið 1970 fluttist Eggert til íslands
og bjó hér upp frá því. Á sjötta áratugnum
hafði hann kynnst Þorbirni SigurgeirssynU
eðlisfræðingi, sem var um það leyti að koma
upp Eðlisffæðistofhun Háskóla íslands. Egg'
ert hreifst af starfi Þorbjarnar og samstarfs-
manna hans og styrkti stofnunina rausnarlega
með tækjagjöfum. Eftir að Eggert settist her
að, gerði hann sér tíðförult á Raunvísinda-
stofnun Háskólans og sýndi áhuga á verk-
efnum þar. Fljótlega fór hann að styrkja verk-
efni, sem honum þóttu áhugaverð. Meða
þeirra var smíði íssjár til að kortleggja lands-
lag undir jöklum. íssjáin hefúr veitt merki-
legar niðurstöður um óþekkta dali, firði og
eldfjöll undir Vatnajökli, Mýrdalsjökli, Hofs-
jökli og Langjökli. Eggert styrkti fyrstu til-
raunir Háskólans með örtölvur og forrttun
þeirra. Sú reynsla varð undirstaða í þróun rat-
eindavoga, sem byltu starfsháttum hér í f'sk'
vinnslu og lögðu grunn að fyrirtækinu Mare
hf., sem er einn fremsti brautryðjandi okkar i