Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 220
218
Árbók Háskóla íslands
þykkt var að fela rektor að vinna að fram-
gangi þeirra tillagna, sem fram voru lagðar
um breytingar á lögum um háskóla.
30.10.97: Til umræðu var tekið frumvarp til
laga um háskóla. Páll Skúlason, rektor,
greindi frá því, að hann hefði rætt málið við
menntamálaráðherra.
11.12.97: Rektor greindi frá stöðu frumvarps
til laga um háskóla og lagði fram gögn um
það, hvernig 13. og 14. gr. lagafrumvarpsins
munu hljóða nú. Frumvarpið var rætt og sér-
staklega staða fulltrúa í háskólaráði, sbr. 13.
gr. Eftirfarandi bókun samþykkt: „Háskóla-
ráð leggur þann skilning í breytta 13. gr.
frumvarps til laga um háskóla að hún standi
ekki í vegi fyrir sérstöku stjómskipulagi að
þessu leyti í sérlögum fyrir Háskóla íslands."
23.12.97: Alþingi samþykkti lög um háskóla
nr. 136/1997 hinn 23. desember 1997.
• Lög um Háskóla íslands
Heildarendurskoðun
27.10.94: Fram voru lögð til kynningar gild-
andi lög um Háskóla Islands nr. 131/1990,
með áorðnum breytingum, og gildandi reglu-
gerð fyrir Háskóla íslands nr. 98/1993 með
áorðnum breytingum.
02.11.95: Rektor hóf umræðu um lög
Háskóla Islands og nauðsyn þess að endur-
skoða þau. Rektor óskaði eftir heimild ráðs-
ins til að vinna að endurskoðun laganna með
tveimur prófessorum lagadeildar, Þorgeiri
Örlygssyni og Eiríki Tómassyni. Var það
samþykkt. Þeir myndu leita eftir hugmyndum
deilda um almenn ákvæði og sérákvæði lag-
anna og leggja þau fyrir háskólaráð.
12.09.96: Til umræðu voru tekin málefni
Háskólans. Rektor bar fram eftirfarandi til-
lögu um bókun: „Háskólaráð og menntamála-
ráðherra skipi nefnd til að undirbúa frumvarp
til breytinga á lögum um Háskóla íslands.
Nefndin fái sér til ráðuneytis reynda sérfræð-
inga í málefnum erlendra háskóla, ekki síst frá
öðrum Norðurlöndum, en þar hafa nýlega
verið gerðar lagabreytingar í þessum efnum.
Nefndin vinni hratt og skili fyrstu tillögum um
miðjan nóvember. Jafnhliða því sem sjálfræði
Háskólans verður aukið og skilgreint betur,
verði starf hans gert opnara með því að í stjórn
Háskólans bætist fulltrúar úr þjóðlífi sem taki
þátt í umræðu og ákvörðunum." Tillagan var
samþykkt samhljóða.
26.09.96: í samræmi við samþykkt síðasta
fúndar ráðsins bar rektor fram tillögu um eft-
irtalda fulltrúa Háskólans í nefnd til endur-
skoðunar á lögum um Háskóla Islands: Þor-
geir Örlygsson, prófessor, formaður; Þor-
steinn Vilhjálmsson, prófessor; Guðrún
Kvaran, forstöðumaður Orðabókar Háskól-
ans; og fulltrúi stúdenta. Skipun nefndarinnar
var rædd, fjöldi nefndarmanna og hvort
nefndin ætti að vera alfarið á vegum mennta-
málaráðherra. Rektor fékk fúllt umboð til
þess að ræða við menntamálaráðherra og
ganga frá skipun nefndarinnar.
10.10.96: Lagt fram bréf rektors til mennta-
málaráðherra, dags. 9. þ. m. Vísað er til við-
ræðna rektors og ráðherra og þess farið á leit
við ráðherra, að hann tilnefni þrjá fulltrúa t
nefnd til að vinna að heildarendurskoðun a
lögum og reglugerð um Háskóla íslands, sem
yrði undir forustu Þorgeirs Örlygssonar, pro-
fessors. Aðrir fulltrúar Háskólans yrðu Guð-
rún Kvaran, forstöðumaður Orðabókar Ha-
skólans, Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor,
og Lára Samira Benjnouh, fulltrúi stúdenta.
24.10.96: Lagt var fram bréf mrn., dags. 14-
þ. m. Ráðuneytið tilnefndi Gunnar Jóhann
Birgisson hdl., Óla Björn Kárason, ritstjóra.
og Elsu B. Valsdóttur, læknanema í nefnd til
heildarendurskoðunar á lögum og reglugetð
um Háskóla Islands.
Lagt fram bréf rektors, dags. 22. þ- o1-’
til Þorgeirs Örlygssonar, formanns Laga-
nefndar, ásamt drögum að erindisbréfi nefnd-
arinnar. Nefndinni er falið að semja frumvarp
til nýrra laga um Háskóla íslands og reglu-
gerð, sem hefði að geyma nánari útfærsluat-
riði. Endurskoða þarf lög um Háskóla íslands
nr. 131/1990 með hliðsjón af nýrri lögum.
þeim tillögum til breytinga, sem háskólarar
hefur samþykkt, og þeim hugmyndum, sem
fram hafa komið í álitsgerðum um Háskólann
á síðustu árum. Það er hlutverk nefndarinnar
að meta, hvaða atriðum skuli skipa í lög °S
hverjum í reglugerð. Menntamálaráðherra
mun vinna að frumvörpum til laga um upp
eldisháskóla og rammalöggjöf unt háskoj
stigið óháð þessu nefndarstarfi. Nefndin
getur fengið erlenda háskólamenn ser
ráðuneytis, ef hún kýs svo. Allan kostna
verður hún að bera undir rektor og mennta
málaráðherra, áður en til hans er stofna
Formaður nefndarinnar mun starfa m1
eð