Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 416
414
Árbók Háskóla íslands
Dæmi um verkefni
Samanburður líkamseinkenna og erfða
fólks eftir héruðum: Eitt af forgangsverk-
efnum MSHÍ hefur frá upphafi verið að
rannsaka fólk úti á landi, sem á báðar ættir
sínar að rekja til tiltekins héraðs. Reynt er
þannig að afla vitneskju um einkenni manna,
sem haldist hafa i ákveðnum ættum og hér-
uðum, en eru nú óðum að hverfa. Hefúr þetta
margvíslegt Iíffræðilegt og sögulegt gildi.
Könnun á uppruna íslendinga og skyld-
leika við nágrannaþjóðir: Tíðni og fylgni
ákveðinna líkamseinkenna og erfða á meðal
íslendinga eru könnuð og niðurstöður bornar
saman við samsvarandi rannsóknir á ná-
grannaþjóðum.
Könnun innvensla og útvensla (endogamy/
exogamy effects): Samanburður er gerður
annars vegar á rótgrónum og oft meira eða
minna skyldum íbúum tiltekins héraðs og
hins vegar aðfluttum eða afkomendum
þeirra.
Borgaraðlögun (Urbanisierung): Fólk
búsett í Reykjavík er borið saman við fyrri
sveitunga eða skyldmenni búsett úti á landi
til þess að kanna hugsanleg áhrif borgarlífs á
líkamsþróun að einhveiju leyti.
Samanburður mismunandi starfshópa eða
þjóðfélagshópa: Með þessari rannsókn er
ætlunin að afla vitneskju um, hvort mark-
verður munur sé á milli ýmissa líkamsein-
kenna hjá þjóðfélagshópum á íslandi.
Kynslóðabreytingar: Könnuð er þróun, sem
orðið hefur á líkamseinkennum íslendinga á
þessari öld, einkum á síðustu áratugum eins
og líkamshæðaraukningar, þyngdar-, líkams-
byggingar-, andlits- og höfuðlagsbreytingar. í
þessu skyni hefur verið gerður samanburður
á rannsóknum (mælingum) Guðmundar
Hannessonar, prófessors, og próf. Jens Ó. P.
Pálssonar, sjá grein hans Secular Changes in
Icelanders í heiðursriti Davíðs Davíðssonar,
yfirlæknis, Rvk. 1996.
Vaxtarrannsóknir: Ákveðin líkamseinkenni
á ýmsum aldursskeiðum eru könnuð fra
mannfræðilegu sjónarmiði á meðal skóla-
barna og fullorðinna. Frá upphafi (1975)
hefur MSHÍ unnið að mannfræðilegum vaxt-
arrannsóknum, eftir því sem efni og aðstæður
Ieyfðu. Mest megnis er hér um að ræða svo-
kallaðar þverskurðarrannsóknir (cross-sec-
tional) á skólafólki úti á landi, þar sem hver
einstaklingur er rannsakaður einu sinni.
Þessar rannsóknir gerði forstöðumaður á ára-
bilinu 1972-1980, en einnig hafa fyrri rann-
sóknir hans frá 1960-1969 á börnum og
unglingum frá Stór-Reykjavíkursvæðinu
verið teknar til úrvinnslu. Voru þær að
nokkru leyti langsniðsrannsóknir (longitu-
dinal), sem þýðir endurtekningu sams konar
rannsókna með vissu millibili á sömu ein-
staklingum. Auk þess hefur aðgangur að
gögnum skóla í Reykjavík, sem læknar og
aðallega hjúkrunarkonur söfnuðu undanfarna
áratugi varðandi hæð og þyngd, gert MSHI
kleift að kanna þróun 14 þúsund barna á
þessum sviðum. Er þar fylgt eftir sömu ein-
staklingum frá 7 ára aldri að eða yfir kyn-
þroskaaldur. Liggja nú fyrir meðaltöl, línurit
og svokallaðir þroskastaðlar, sem mannfræð-
ingar, Iæknar o. fl. geta haft til viðmiðunar
við að meta eðlilegan þroska íslenskra barna
og unglinga á umræddum sviðum. Forstöðu-
maður hefur flutt fyrirlestra um ýmsar niður-
stöður vaxtarrannsóknanna og ritað um Þær
greinar. Dæmi um þroskastaðal MSHI var
fyrst birt í Ársskýrslu Rannsóknaráðs ríkisú,s
1984 og 1985 (útg. 1986), en forstöðumaður
MSHÍ hefur öðru hverju flutt fyrirlestra um
niðurstöður vaxtarrannsóknanna. Ekki hefur
fundist stórvægilegur tölfræðilegur munur a
meðalþyngd og hæð skólabarna eftir her'
uðum eða sýslum á íslandi. En íslensk börn
eru að jafnaði hávaxnari og áberandi þyng’1
en börn nágrannaþjóða miðað við sambæri-
legar upplýsingar, sem fengist hafa.
Þróun íslenska kynstofnsins í Vesturheinm
Fyrstu mannfræðirannsóknir á Vestur-lslen
ingum til samanburðar við íslendingu 1
heimalandinu gerði Jens Ó. P. Pálsson 195'
1959 á eigin spýtur og síðar 1975 og 19
1978 og 1986 á vegum MSHÍ. Að tillógu
hans efndi stofnunin 1975 til samstarfs um