Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 222
220
Árbók Háskóla íslands
skoðun laga Háskóla íslands, og Þórður Krist-
insson, framkvæmdastjóri kennslusviðs.
Fram var lagt bréf Þorgeirs til rektors, dags.
20. ágúst sl., en því fylgdu drög að frumvarpi
til laga um Háskóla Islands, dags. 19. ágúst
sl., sem formaðurinn hafði lagt fyrir nefndina
og voru þar til umfjöllunar. Þorgeir greindi frá
störfum nefndarinnar og skýrði framlögð
drög ásamt skýringum við einstakar greinar
og athugasemdum við frumvarpið. Nefndin
hagaði starfi sínu á þann veg að einbeita sér
fýrst að því að ræða nýjar hugmyndir að
breyttu stjórnskipulagi fyrir Háskólann, en
geyma þar til síðar að ræða einstök útfærslu-
atriði. A fundi sínum 27. febrúar 1997 varð
nefndin sammála um að semja frumvarp til
nýrra laga um Háskóla Islands, sem byggði á
hinni svokölluðu „fjórskólahugmynd“, þ. e.,
að Háskóla Islands skyldi skipta niður í fjóra
til þess að gera sjálfstæða skóla, en að
hverjum skóla standi deildir, sem eigi fræði-
lega samstöðu. í tillögum nefndarinnar eru
skólarnir nefndir samfélagsvísindaskóli, hug-
vísindaskóli, heilbrigðisvísindaskóli og verk-
fræði- og raunvísindaskóli. Meginefni frum-
varpsins er i samræmi við þessa samþykkt
Laganefndar svo sem nánar er rakið í athuga-
semdum. Nefndin var einhuga um að búa
skyldi ný lög um Háskólann þannig úr garði,
að þau efli sjálfstæði skólans og auki jafn-
framt ábyrgð hans í rekstri, en þetta tvennt
þarf að áliti nefndarinnar að fara saman. Lagt
er til, að margir málaflokkar, sem nú eru i
menntamálaráðuneytinu, færist til Háskólans,
m. a. ráðningamál. Fram komu fjölmargar fyr-
irspurnir, sem Þorgeir svaraði. Þar sem Þor-
geir hugðist dvelja erlendis í rannsóknarleyfi
næsta misseri, baðst hann lausnar frá starfi
formanns í Laganefnd frá upphafi háskólaárs-
ins. Rektor þakkaði Laganefnd og sérstaklega
formanni fyrir afar vel unnin störf.
Breytingar á lagagreinum
15.02.96: Fram voru lögð drög að breytingum
á 10., 11. og 12. gr. laga um Háskóla íslands,
sem vörðuðu skipun og ráðningu kennara
ásamt skýringum rektors á hugmyndum Laga-
nefndar. Gildandi lög gera aðeins ráð fyrir
skipun eða setningu í starf. Kjarasamningar
gera ráð fyrir ráðningu, og stór hluti kennara
og sérfræðinga er nú ráðinn. Réttarstaða þess-
ara starfsmanna er óljós. Vaxandi þörf er í
mörgum deildum að nýta sér færa menn utan
Háskólans til kennslu, umsjónar og leiðbein-
ingar og aðstöðu í stofnunum og fyrirtækjum
til rannsókna. Til að tengja Háskólann slíkum
mönnum, stofnunum og fyrirtækjum er lagt
til, að með aðalstarfi í öðrum háskóla, stofnun
eða fyrirtæki geti menn gegnt hlutastarfi (20-
49%) og beri starfsheitið aðjúnkt. Aðjúnktar
verði ráðnir tímabundið af háskólaráði ef'tn'
tillögum deildar og fái laun í samræmi við
hæfi sem lektorar, dósentar eða prófessorar.
Prófessorar, dósentar og lektorar hafa
kennslu, rannsóknir og stjórnun að aðalstarfi-
Til þeirra eru gerðar skýrar akademískar hæf"
iskröfur. Meginreglan er, að þessi störf verði
auglýst. Allir prófessorar eru skipaðir, en dos-
entar og lektorar skipaðir eða ráðnir. Deild
ræður fjölda þeirra, sem eru skipaðir og
ráðnir. Losni skipuð staða, getur deild látið
auglýsa hana eða breytt ráðningu annars
kennara i skipun. Deild má ráða mann sem
aðjúnkt án auglýsingar, ef hún telur það henta
betur. Við mat á hæfi aðjúnkta má deild meta
sérstaka færni og reynslu jafngilda akadem-
ískum árangri, ef þessir starfsþættir eru
ástæða þess, að deild sækist eftir manni til
starfa. Drögin voru rædd.
05.12.96: Fram var lögð tillaga um breytingar
á 10. og 11. gr. laga um Háskóla íslands.
Rektor mælti fyrir tillögunni, sem varðaði
heimild til að tengja hlutastöður kennara við
opinbera stofnun utan Háskólans og heimild
til að flytja sérfræðing háskólastofnunar i
kennarastarf. Tillagan var samþykkt með
nokkrum breytingum. Sjá 23.01.97.
09.01.97: Tillaga að lagaákvæði um innritun i
framhalds- og viðbótarnám. - Rektor gerði
grein fyrir tillögunni, sem hljóðar svo: I Wg
bætist ný 22. gr.: „Heimilt er að setja í reglu-
gerð einstakra deilda ákvæði um innritm1
kandídata til framhalds- eða viðbótarnáms-
Auk skrásetningargjalds er deildum heinin
að kreljast þjónustugjalds af kandídötum *
þessu námi vegna hluta kostnaðar V1
kennslu, rannsóknir og þjálfun sem náminu
tengist. Skilgreining kostnaðar og rökstuðn-
ingur fyrir þjónustugjaldinu skulu lögð fyrir
háskólaráð og menntamálaráðherra til sam-
þykktar." Málið var rætt itarlega og ákveði
að fela Páli Skúlasyni, Birni Þ. Guðmunds-
syni og tveimur stúdentum að vinna að tillóg"
unni betur m. 1.1. athugasemda, sem fram
komu á fundinum og koma síðan með hana
fullbúna á næsta fund.