Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 569
Rannsóknar- og þjónustustofnanir
567
Þekkingarkerfi til gæðamælinga á
saltfiski, UMH 9306, 1993. Starfslið: Ás-
niundur Eiríksson, Torfi Þórhallsson, Þórunn
Kristín Sigfusdóttir, Sigvaldi Ó. Jónsson,
Ragnar H. Jónsson, Elvar Aðalsteinsson og
Magnús Þ. Ásmundsson.
Þróaður var sjálfvirkur gæðaflokkari fyrir
saltfisk, sem byggði á sérþekkingu innan
stofunnar á eftirfarandi þáttum:
skönnun með leysum og línunemum á
eðliseiginleikum saltfisks,
merkjafræðilegri greiningu á frávikum
eða göllum (lit, losi, mari o.fl.),
þekkingarkerfi, sem tók saman greinda
galla og flokkaði hvern fisk skv. flokk-
unarkerfi iðnaðarins og sérhæfðum sam-
síðareiknum, sem gerðu kleift að fram-
kvæma úrvinnsluna í rauntíma. Verkefnið
var unnið í samvinnu við Sölusamtök ís-
lenskra fiskframleiðenda (SÍF), sem
kyggjast innleiða sjálfvirka gæðaflokkun
a landsvísu til þess að tryggja samræmi i
flokkun. Marel hf. hélt síðar áfram þróun
gæðaflokkara. RANNÍS og SÍF fjármögn-
uðu verkefnið.
Sigvaldi Ó. Jónsson. Beiting sérhœfSra tölva
v‘ð fiskmat. Verkefni til lokaprófs í raf-
magnsverkfræði 1990. Leiðbeinandi: Sigfús
Björnsson.
Ragnar H. Jónsson. Vandamál í hraðri mynd-
greiningu með grisjun. Verkefni til lokaprófs í
rafmagnsverkfræði 1989. Leiðbeinandi: Sigfús
Rjörnsson.
Jón Helgi Einarsson. Myndgreining á fisk-
flökum. Verkefni til lokaprófs í rafmagnsverk-
4) P 1989. Leiðbeinandi: Sigfús Björnsson.
' Rlyar Aðalsteinsson. Hröð rauntímavinnsla
'”eð samsíðareiknum. Verkefni til lokaprófs í
rafmagnsverkfræði 1989. Leiðbeinandi: Sigfús
Björnsson.
klagnús >. Ásmundsson. Áferðargreining á
s”ltfiski (Digital Texture Analysis Applied in
‘sh Processing). Verkefni til lokaprófs í
rafmagnsverkfræði 1987. Leiðbeinandi: Sigfús
Rjörnsson.
^iskvog á ljóstæknigrunni óháð veltingi
“m borð í skipum, UMH L 88/91 09.
arfslið: Sigfús Björnsson, Jón B. Björg-
jnsson, Torfi Þórhallsson, Jóhann F. Har-
n ss°n, Óskar B. Hauksson og Þórður
He>gason.
Þróaður var línuskanni, sem mældi sífellt
þversnið (sneiðmyndir) bolfiska á einstakan
hátt, þegar þeir runnu framhjá á færibandi og
reiknaði samstundis rúmmál þeirra. Eðlis-
massamæling á einum fiski úr torfunni
(„kastinu") gerði kleift að mæla (reikna)
jafnframt heildarþyngd aflans með tækinu.
Marel hf. tók þessa tækni síðar til sín og
beitti henni í skurðvél fyrir fiskflök og önnur
matvæli.
1) Jóhann F. Haraldsson. Þrívíðar upplýsingar í
tvívíðum vörpunum. Verkefni til lokaprófs í
rafmagnsverkfræði 1991. Leiðbeinandi: Sigfús
Björnsson.
2) Óskar B. Hauksson. Myndgreining með aðstoð
hraðvirkra reiknieininga. Verkefhi til lokaprófs
í rafmagnsverkfræði 1987. Leiðbeinandi: Sig-
fús Bjömsson.
3) Þórður Helgason. Myndendurbygging frá ofan-
vörpun. Verkefni til lokaprófs í rafmagns-
verkfræði 1982. Leiðbeinandi: SigfúsBjömsson.
„Sniðillinn“. Þróun merkjafræðiaðferða,
hugbúnaðar og vélbúnaðar (leysis-bendils)
til að „besta“ flakaskurð, UMH L 9205.
Starfslið: Jón Bragi Björgvinsson, Torfi Þór-
hallsson, Sigurjón Þ. Kristjánsson, Vilhjálm-
ur S. Þorvaldsson, Guðbrandur Sigurðsson,
Jón Helgi Einarsson og Sigfús Björnsson.
Samstarfsaðilar: Skyn ehf., Prím ehf., ís-
lenskar sjávarafurðir hf., Sölumiðstöð hrað-
ffystihúsanna hf.
Þróaður var einfaldur leysiskanni til þess
að auka nákvæmni og nýtingu við handskurð
fiskflaka í bita að lokinni hreinsun. Skanninn
mælir í senn rúmmálsdreifingu fiskflaks með
þríhyrningamælingu og varpar skurðarlínum
á flakið, sem skorið skal eftir til þess að fá
bita af réttri þyngd og sem jafnframt gefa há-
marksnýtingu á flakinu. í verkefninu var
einnig þróaður hraður vélbúnaður (PAL rásir)
til þess að greina leysiskannlínur beint frá
myndavél, sem gerir kleift að keyra alla
úrvinnslu í rauntíma á einföldum PC vél-
búnaði. Tilraunagerð búnaðarins var reynd í
Hraðfrystihúsi Dalvíkur í samvinnu við
Marel hf. og sýnd á íslensku sjávarút-
vegssýningunni í Reykjavík 1993. Samið var
við Skyn ehf. um hagnýtingu 1994. Gat síðar
af sér bestunarlíkan fyrir bitaskurð, sem
Skyn ehf. og Prím ehf. unnu fyrir Sölu-
miðstöð Hraðfrystihúsanna.