Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 584
582
Árbók Háskóla íslands
Verkfræðingar
Björn Kristinsson, verkfræðingur.
Rafmagnsverkfræði við Háskóla
íslands 1971-2002*»
Rafmagnsverkfræði til lokaprófs
Skipulagning kennslu til lokaprófs í verk-
fræði við Háskóla íslands hófst með skipun
þrig&ja nefnda til að semja námsáætlun fyrir
þrjár mikilvægustu línur verkfræði, sem þá
voru taldar vera byggingarverkfræði, véla-
°g skipaverkfræði og rafmagnsverkfræði.
Formenn þessara nefnda voru Loftur Þor-
steinsson, upprunalega frá VST (Verk-
fræðistofu Sigurðar Thoroddsen), Guðmund-
ur Björnsson frá VGK (Verkfræðistofu
Guðmundar og Kristjáns), og Björn Kristins-
son frá Rafagnatækni. í nefnd um rafmagns-
verkfræði völdust svo verkfræðingarnir
Jakob Björnsson, þá deildarstjóri Raforku-
deildar Raforkumálastjóra, en Jakob nam við
Tækniháskólann í Kaupmannahöfn (nú
DTH), Sverrir Norland, forstjóri Smith &
Norland, hann nam við MIT í Bandaríkjun-
um, Sigurður Briem, rafmagnsstjóri hjá Isal,
lærður við KTH í Svíþjóð, og Sæmundur
Oskarsson, yfirverkfræðingur hjá Pósti og
síma, en sú stofnun hafði þá nýlokið við að
koma upp sjónvarpi um allt land, og Sæ-
mundur þekkti vel til hjá DTH í Danmörku.
Sjálfur hafði ég unnið við framleiðslu raf-
eindabúnaðar við fyrirtækið Rafagnatækni
sf., haft með höndum stundakennslu við
verkfræðideild um árabil og hafði á sínum
tíma numið við TH Karlsruhe í Þýskalandi.
Nefndin spannaði þannig breitt svið þekking-
ar í íslensku þjóðfélagi og á erlendum tækni-
háskólum. Deildarforseti, Þorbjörn Sigur-
geirsson, kynnti þessa nefndarskipun rektors
á ÍTJpdi 20. júlí 1970. Frumskýrslu um raf-
magnsverkfræði var skilað í ágúst 1971, og
lokaskýrsla kom í desember 1971.
Skýrslan er ítarleg og málefnaleg, 167 síð-
ur að Iengd. Skoðaðir voru kennsluhættir við
marga háskóla, en þegar upp var staðið, höfð-
um við í reynd tekið einna mest tillit til
kennsluhátta við NTH í Þrándheimi, LTH í
Lundi, KTH í Stokkhólmi og skýrslu OECD
frá 1965 um stærðfræðikennslu fyrir verk-
fræðinga. Strax á árinu 1972 var tekið til við
að hrinda skýrslunni í framkvæmd. Svo fór,
að úr nefndinni voru skipaðir í embætti pró-
fessora undirritaður, Björn Kristinsson, Jakob
Björnsson og Sæmundur Óskarsson. Ég ge*
sagt það strax, að þetta nýja framtak verk-
fræðideildar með kennslu til lokaprófs naut
ekki stuðnings nokkurra áhrifamanna við Há-
skólann, en ég ætla ekki að rekja það nánar
hér. Kennsluaðstöðu fengum við næsta litla
og alls engan tækjabúnað til æfinga fyrir stúd-
enta. Við fórum samt af stað og réðum stunda-
kennara með því að leita þá uppi og fá síðan
heimild fyrirtækis eða stofnunar til ráðninga-
Þá fengum við lánuð tæki til æfinga, raf-
magnsvélar hjá Vélskólanum, ýmis mælitæki
frá Pósti og síma, jafnvel hitaveitukerfið í
Breiðholti til æfinga í reglunartækni. Ég setti
einnig saman analog reiknivél til reglunar-
tækniæfinga og Iánaði deildinni mælitæki frá
Rafagnaækni. Þetta ástand varauðvitað óþol-
andi, svo að við Jakob Björnsson komum af
stað pöntunum á rafmagnsvélum, sem enn eru
notaðar, og einnig pöntuðum við minitölvu,
pdp8/e, frá Digital Equipment Corporation.
Þetta vargjört með vitneskju háskólaritara, en
samt varð það til þess, að okkur var hótað
brottrekstri frá Háskólanum, nánar tiltekið t
fyrsta sinn í mínu tilviki! Þannig fór kennsla
til lokaprófs af stað. Mikil tengsl við atvinnu-
lífið og gífurleg vinna.
Forsaga mín
Allt á þetta sína forsögu, hvað mér vi
víkur. Eftir að ég kom heim frá nárni í Þýska-
landi réðist ég til Rafmagnsveitu Reykjavik-
ur og hannaði þar m. a. möskvatengt drei 1
kerfi, var síðan ráðinn framkvæmdastjoi i
Kjarnfræðinefndar og las á þeim tíma kjarn
orkuverkfræði. Athugað var með kjarnorku^
ver fyrir Vestmannaeyjar, styrkur fékkst a
IAEA (International Atomic Energy Agency
í Vínarborg) íyrir tæki á radíóísótópadei
Landspítalans, staðið var fyrir samkeppn
menntaskólanema um smíði Geiger-teljar‘'
skýrsla var samin um hitarafmagn og
cells" (efnarafala). Síðan sagði ég upp J
nefndinni, þar sem ég sá ekki fram a ne
*) Að stofm til enndi, sem Björn Kristinsson flutti, þegar hann lét af störfum við Háskóla íslands árið 2002.