Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 538
536
Árbók Háskóla íslands
Ráöstefnuhald og samstarf við STÍL
Ráðstefnan The Fifth Nordic Conference
for English Studies var haldin á vegum stofti-
unarinnar í ágúst 1992. Ráðstefnuna sóttu 85
fræðimenn í enskum bókmenntum og enskum
málvísindum frá öllum Norðurlöndunum.
Auk þess voru tveir heiðursgestir og fyrirles-
arar boðnir, Kelvin Everest, prófessor í ensku
við Liverpool háskóla, og John Sinclair, pró-
fessor við Birmingham háskóla og ritstjóri
Collins, ensku orðabókarinnar. Ári seinna gaf
stofnunin út Proceedings of the Fifth Nordic
ConferenceforEnglish Studies, með 38 erind-
um, sem flutt voru á ráðstefnunni (Háskólaút-
gáfan, 1993, 480 bls. Ritstjóri Júlían M.
D’Arcy, dósent). Með auknu alþjóðasamstarfi
og þverfaglegu námi eykst þörf á tungumála-
kunnáttu og starfstengdu tungumálanámi. Á
undanfornum árum hefur Stofnun í erlendum
tungumálum því verið vettvangur umræðu,
sem er samfara slíkum breytingum. Stofnunin
hefur verið í samstarfi við STIL (Samtök
tungumálakennara á Islandi), og í samvinnu
við STIL hefur verið staðið fyrir þessum ráð-
stefnum og málþingum:
Atvinnutungumál, 1993.
Staða og framtíð tungumálakennslu á ís-
landi, 1994.
Stefnumótun í kennslu erlendra tungumála,
1995.
Erindi þau, sem haldin voru á ráðstefnun-
um 1993 og 1994 hafa birst í Málfríði, tíma-
riti tungumálakennara. Á ráðstefnunni 1995
flutti Björn Bjarnason, menntamálaráðherra,
ávarp, og erindi héldu Sveinbjörn Björnsson,
rektor H. I., um Aukna tungumálakunnáttu
og tungumálakennslu á háskólastigi, Eygló
Eyjólfsdóttir, skólameistari í Borgarholts-
skóla, um Tungumálakennslu og starfsnám
og Jónatan Þórmundsson, prófessor við laga-
deild H. I., um Tungumálakunnáttu mennta-
manna í atvinnulífinu. Auk þess var unnið í
hópum. Ráðstefnurnar voru fjölmennar og
gagnlegar. Nú er farið að kenna tungumál í
viðskiptaskor, og fleiri deildir hyggjast taka
upp kennslu í tungumálum. Því er ljóst, að
stofnunin mun vinna að starfstengdri tungu-
málakennslu í framtíðinni.
Framtíðarhorfur
Eitt meginverkefni Stofnunar í erlendum
tungumálum í framtíðinni verður að koma á
Kjartan R. Gíslason, dósent í þýsku, hefur
kornið sér fyrir á Nýja Garði.
fót og reka tungumálamiðstöð að fyrirmyn
slíkra miðstöðva, sem starfandi eru um a a
Evrópu. Meðal verkefna, sem tunguma a
miðstöðvar annast, eru eftirfarandi:
Að gegna hlutverki upplýsingamiðstöðva
fyrir tungumálakennara, þýðendur og a ra,
sem vinna við tungumál eða tungumálaraim
sóknir, m. a. með sérhæfðu bóka- og kenns u
gagnasafni, tölvutengingu við tunguma
miðstöðvar og prófunarstofnanir erlendis.
Að veita aðstöðu til sjálfsnáms °ge^
ljarnáms í tungumálum með nútímaleg
aðferðum svo sem margmiðlun, motto
sjónvarpsútsendinga um gervitungl o. tl.
Að annast gerð og framkvæmd staði a ^
tungumálaprófa fyrir námsfólk og f°
vinnumarkaði, sem þarf að fá vottull,Uga
tungumálakunnáttu, t. d. vegna náms og e
starfsþjálfimar erlendis. ,.
Að gangast fyrir ráðstefnum og ma Þ1 ^
um um ýmis mál, sem varða tungu
tungumálakennslu, rannsóknir og þýðmga •
Til undirbúnings stofnunar tun8unlU.
miðstöðvar hefur Stofnun i erlendum tunrjr.
málum átt í viðræðum við stofnanir og y
tæki hérlendis og erlendis og afla .
upplýsinga um styrkhæfi ýmissa þátta s ^
efnisins innan fjórðu rammaáætlunar
ópusambandsins, en of snemmt er að sef*! f
um, hver árangur af þeim viðræðum ver