Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 402
400
Árbók Háskóla íslands
aðist hún til þess, að aukinn skilningur mundi
afla málinu stuðnings. Bæklingurinn var til-
búinn í árslok 1991. Var hann sendur öllum
stúdentum og kennurum Háskólans í ársbyrj-
un 1992. Við rektorsskiptin 1991 var Svein-
björn Björnsson settur strax inn í gang mála
og sýndi hann áhuga á því að leggja íþrótta-
miðstöðvarbyggingu allt það lið, sem hann
gæti. Um þetta leyti var einnig skipt um for-
ystu í K. R. og kom fljótt í ljós, að þeir, sem
við tóku, voru ekki eins áhugasamir um sam-
vinnu við Háskólann og fyrirrennarar þeirra
höfðu verið. Um svipað leyti hafði Félags-
stofnun stúdenta leitað til Máttar, forvarna og
endurhæfingastöðvar, um aðstöðu íyrir stúd-
enta til æfinga. Máttarmenn gátu ekki orðið
við þeirri beiðni vegna þrengsla í húsakynn-
um þeirra. Þeir sýndu hins vegar áhuga á því
að taka þátt í íþróttahússbyggingu með Há-
skólanum með það fyrir augum að fá viðbót-
araðstöðu fyrir starfsemi sína þar. Innan Há-
skólans var greinilega vart við vaxandi áhuga
á íþróttamiðstöð.
Auk íþróttafélags stúdenta sýndu Náms-
braut í sjúkraþjálfun, Félagsstofnun stúdenta,
lífeðlisfræðideild Jóhanns Axelssonar og
Stúdentaráð áhuga á því að fá aðstöðu í fyrir-
hugaðri íþróttamiðstöð Háskólans. Var hald-
inn ágætur fundur með fulltrúum þessara að-
ila hjá rektor í apríl 1992. Kom þar fram ein-
dreginn stuðningur við byggingu íþróttamið-
stöðvar, þar sem fram færi forvarnarstarf,
rannsóknir og kennsla.
Þegar K. R.-ingar afskrifúðu endanlega
samvinnu við Háskólann um byggingafram-
kvæmdir í september 1993, var ljóst, að lítils
stuðnings væri að vænta frá Reykjavíkur-
borg. Þar með vandaðist málið, því frá því
Happdrætti Háskólans fór að skila minni
tekjum til byggingaframkvæmda, hefur ætíð
verið látið í það skína, að ekki yrði ráðist í
byggingu íþróttahúss án utanaðkomandi íjár-
stuðnings. Hefur málið verið í biðstöðu síð-
an. Að vísu gerði Valdimar Örnólfsson heið-
arlega tilraun til þess að koma íþróttahúss-
byggingu á framfæri, þegar mest var um það
rætt, hvernig leysa mætti skort á keppnisað-
stöðu vegna HM í handknattleik 1995. í bréfi
til fjármálaráðherra og borgarstjórnar í júlí
1994 lagði hann til, að ríkið, borgin og
íþróttahreyfingin veittu Háskóla Islands
nægilegan fjárhagsstuðning til þess að
byggja þann hluta fyrirhugaðrar íþróttamið-
stöðvar, sem ætlaður væri til keppni og
íþróttaæfinga. Þannig væri ekki einungis
hægt að leysa húsnæðisvanda Handknatt-
leikssambandsins og Háskólans heldur feng-
ist einnig keppnishús í vesturborgina, sem
lengi hefði verið beðið eftir. íþróttahúsið
gæti einnig gagnað sem fjölnotahús fyrir ráð-
stefnur og sýningar vegna hentugrar stao-
setningar þess við miðbæinn, Hótel Loftleio-
ir og Hótel Sögu. Friðrik Sophusson svaraoi
um hæl með eiginhandar bréfi og kvaðst hata
rætt málið við borgarstjóra og í ríkisstjórn.
Ekkert formlegt erindi hefði borist frá Hand-
knattleikssambandinu um byggingu íþrotta-
húss, en málið væri í athugun. Til stuðnings
tillögu Valdimars Örnólfssonar sendi ha-
skólaráð bréf til menntamálaráðherra í sept
ember 1994, þar sem skorað er á mennta-
málaráðherra og íjármálaráðherra „að beita
sér íyrir því, að íjárveiting fáist til þess a
helja byggingu íþróttahúss við Háskóla ls
lands.“ Eins og menn muna var húsnæðis
vandi Handknattleikssambandsins leystur
með því að stækka Laugardalshöllina.
Hvað er til ráða? Er Háskólanum um
megn að koma upp íþróttamiðstöð af eigin
rammleik? Á fundum íþróttanefndar kom
fram, að æskilegt væri að byggja íþróttahus
samhliða öðrum byggingum Háskólans
sama hátt og gert var, þegar Tæknigarður va^
reistur með hagstæðum löngum lánum r
Landsbanka og Reykjavíkurborg. .«
Við Óslóarháskóla er nú verið að ljúka vi^
glæsilega íþróttamannvirkjasamstæðu, s
mun kosta sem svarar hátt í milljarð is • '
Dregist hafði í 20 ár að hefja framkvæm ^
Að lokum sáu stúdentasamtökin, að þau yr
að grípa í taumana. Ákváðu þau að )e8S)
fram 80% byggingakostnaðar á móti has
og ríki. Fjármagna þeir bygginguna að me
leyti með löngum lánum. Hvernig v®rl’
stúdentar Háskóla íslands kæmu til hðs ^
skóla sinn í þessu sameiginlega hagsrnn
máli og tækju frumkvæðið, rétt eins og s
arstúdentar og hefðu sama hátt á og við >T^.
ingu hjónagarða. Nýtt íþróttahús er e ^
hagsmunamál þröngs hóps stúdenta,, ,c
stúdenta allra, og ætti því að fást góð s
staða um slíka framkvæmd.
Valdimar Örnólfss°n'