Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 45
Ræður rektors
43
kost hér á landi en Háskóla íslands. Sá fjöldi
ur hverjum árgangi, sem hér lýkur fræðilegu
háskólanámi, er svipaður og gerist með skyld-
um þjóðum, en við eigum ekki sambærilega
skóla og aðrar þjóðir, sem bjóða aðgengilegra
láskólanám með áherslu á styttri námsleiðir
°g verkmenntun. Ætti Háskóli íslands að fara
mn á þessa braut eða ætti hann að styðja aðra
skóla til þessa verkefnis? Án beins stuðnings
Háskóla íslands virðist vera erfitt að vinna
þessu námi tiltrú nemenda.
Greiðasta leiðin til að auka framboð
skemmri verkmenntunar og almenns byijun-
arnáms á háskólastigi væri að heimila bestu
rarnhaldsskólunum að starfrækja slíkar
eildir 1-2 ára náms eftir stúdentspróf eða
iðstætt lokapróf framhaldsskólans. Önnur
e>ð er að sameina og efla aðra skóla, sem nú
starfa á háskólastigi í uppeldisháskóla, lista-
askóla, verslunarháskóla, tækniháskóla, Há-
s olann á Akureyri og Háskóla í Borgarfirði,
þar sem nám væri með öðru sniði en í Háskóla
s ®nós. Þriðja leiðin væri, að Háskóli íslands
,æ ' UPP nÝjar námsbrautir fyrir styttri náms-
61 lr með minni fræðilega undirstöðu og
rannsóknir en nú gerist. Þróunarnefndin, sem
a arinu 1994 lagði drög að stefnu Háskólans á
U arum’ vildi ekki, að sú ieið yrði farin,
e ur léti Háskólinn öðrum skólum á há-
s . o astigi þetta nám eftir. Háskólinn ætti að
em eita sér að námi með fræðilegri undir-
s o u og rannsóknarívafi, sem lyki með al-
Pjo lega viðurkenndu háskólaprófi eftir þrjú
ar f • sk®mmsta. Hins vegar hvatti Þróunar-
^e ndin til þess, að Háskólinn gripi á vanda
yrjunarnáms innan sinna veggja og herti þar
feglegar kröfúr.
ið *Senr!slumálanefnd háskólaráðs hefur ver-
sk 4 m°ta hugmyndir um byrjun náms í Há-
'o a Islands, sem yrði gagnlegri fyrir marga
emendur en sú sértæka byrjun, sem deildir
mas °lans bjóða nú. Umræða um þessar hug-
sUi *r 6r enn skammt á veg komin innan
að° 3nS’6n er vert kyrma Þær- Hagt er til,
u nemendum á fyrsta ári yrði boðinn nýr
stur við upphaf náms í Háskóla íslands. Það
arf1 e^' shylda fyrir alla heldur viðbót-
vin08^11’ Sem verttl þjálfun í fræðilegum
skv'10 5n®^um °§ temdi gagnrýna hugsun og
^ ra ramsetningu, auk valnámskeiða í þá
’ sem hugur nemandans stefnir. Þessari
námsbyrjun fylgdi það hagræði að nemendur
þyrftu ekki að velja sér sértæka námsgrein,
fyrr en þeir hefðu áttað sig í nýju umhverfi
Háskólans. Þetta nám gæfi þeim, sem iokið
hefðu framhaldsskóla með áherslu á verk-
menntun, tækifæri til að bæta upp það, sem þá
vantar miðað við almennan stúdent. Það gæti
orðið viðurkennt sem aukagrein í námi til
B. A. eða B. S. prófs í mörgum deildum og
sem undirbúningur að samkeppnisprófi inn í
þær námsbrautir, sem hafa takmarkaðan að-
gang. Það væri kostur fyrir þá, sem nú þreyta
samkeppnispróf og þá, sem vilja kynnast há-
skólanámi án þess að velja strax ákveðna sér-
grein, að þetta nám hefði eigið gildi, þótt ekki
yrði úr lengra háskólanámi. Líklegt er, að
deildir með opinn aðgang mundu herða fag-
legar kröfur til þeirra, sem óskuðu inngöngu
strax eftir stúdentspróf, en jafnframt taka við
nemendum, sem lokið hefðu þessari náms-
byrjun með tilskildum árangri og meta nám
þeirra sem aukagrein með viðkomandi sér-
grein. Háskólinn gæti farið þessa leið til hag-
ræðingar án þess að aðrar breytingar verði
innan háskólastigsins, en æskilegra væri, að
samtímis yrði unnið að þeim breytingum, sem
hér var lýst.
Fjármál Háskólans urðu tiiefni umræðu í
fjölmiðlum í tengslum við samþykkt fjárlaga
á Alþingi. Einnig vakti athygli álit nefndar,
sem starfaði fyrir háskólaráð til að meta kosti
þess og galla, að Háskólinn yrði gerður að
sjálfseignarstofnun. Töluverður áhugi er inn-
an Háskólans á þessari hugmynd, en jafnframt
er Ijóst, að slíkt skref verður ekki stigið, nema
að vel íhuguðu máli. Kostir við hugmyndina
eru vonir um fjárhagslegan stuðning úr fleiri
áttum en frá ríki, aukið sjálfstæði um náms-
framboð og inntöku nemenda, frjálsræði í
ráðningarmálum og von um viðunandi laun
kennara. Huga þarf vel að þeim þjónustu-
samningi, sem stofnunin yrði að gera við rík-
ið vegna kennslu og rannsókna, svo og stofn-
framlagi með sjóðum, fasteignum og tækjum,
lífeyrismálum og áunnum réttindum starfs-
manna. Mikilvægustu áhrifin yrðu þó í
menntastefnu. Líklegt er, að sjálfseignar-
stofnun teldi sig þurfa að innheimta skóla-
gjöld til viðbótar framlögum frá ríkissjóði og
öðrum styrktaraðilum. Þá yrði stofnunin að fá
fúllar heimildir til takmörkunar á fjölda nem-