Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 589
587
jjannsóknar- og þjónustustofnanir___________
þörf á verkfræði né verksviti, enda virðist
vera farið að bera á því, að iðnaðurinn telji
nýútskrifaða verkfræðinga hafa of litla
reynslu miðað við tæknifræðinga.
Þannig er nú komið, en klifur kennara
UPP vísindalega músastiga í sparðatínslu
Kjaranefndar og prófessorafélagsins til hærri
launa, stefnir að því að eyðileggja verkfræði-
kennsluna, auk þess að vera brot á lögum urn
háskóla eða eins og kveðið er á um í þeim:
1- gr. laga um Háskóla íslands. 1. kafli.
Hlutverk Háskóla íslands. 1. gr. Hlutverk.
Háskóli íslands skal vera vísindaleg rann-
sokna- og fræðslustofnun er veiti nemendum
S1num menntun til að sinna sjálfstætt vísinda-
le8um verkefnum og gegna ýmsum störfum í
þjóðfélaginu. Háskóli íslands skal einnig
s'nna endurmenntun þeirra, sem lokið hafa
háskólaprófi, miðla fræðslu til almennings
°8 veita þjóðfélaginu þjónustu í krafti þekk-
utgar sinnar, allt eftir því sem nánar er kveð-
’ð á um í lögum þessum og öðrum reglum er
Silda um skólann.
Annað vísindaframlag kennara og þjón-
usta við samfélagið svo og reynsla við verk-
fraíðistörf, ráðgjöf og frumkvöðlastarfsemi
er einskis metið, og stúdentum virðist ætlað
að sinna vísindalegum verkefnum frekar en
sh'rfum i þjóðfélaginu. Þjóðin á bara að
h°rga fllabeinstuminum, án tillits til þess
lvort hún fái eitthvað í staðinn.
Bjarta hliðin á þessu máli er samt sú, að
Paö er til undankomuleið frá þessu fáránlega
herl i. Með það í huga að gera verkfræðideild
leift að gerast einkaháskóli og losna algjör-
e8a undan kjaranefnd og þvingunum hennar
e a að minnsta kosti að vera skóli innan Há-
s , lans, fékk ég ásamt síðara deildarráði
mínu verndun á nafninu Tækniháskóli ís-
ands. Við erum fimm, sem eigum þetta nafn,
mkniháskóli íslands.
. Eg dreg hér saman það, sem liggur beint
V|ð að gera til þess að bæta stöðu verkfræð-
’miar strax í þágu samfélagsins.
' Halda þarf uppi öflugu kynningarstarfi
meðal nýstúdenta og kynna námsleiðir
strax í grunnskólum.
Verkfræðin ætti að taka upp alþjóðlegar
aðferðir til að tryggja gæði kennslunnar
svo sem í anda ISO 9000 staðlanna eins
°8 iðnaðurinn gerir.
3. Leggja þarf áherslu á tengsl við atvinnu-
lífið og verkþjálfun stúdenta.
4. Akademísk viðmiðun í rannsóknum á að
miðast við starfshætti annarra tæknihá-
skóla fremur en almennra háskóla. Þ. e.
að beina aukinni athygli að hagnýtum
verkefnum og kenna stúdentum verk-
fræði, svo að þeir geti starfað að verk-
fræði og jafnvel rekið fyrirtæki.
5. Huga þarf að auknu húsrými, og tryggja
verður örugga íjármögnun framhalds-
námsins.
6. Verkfræðin verður að losna undan núver-
andi lagaramma í IV. kafla háskólalaga
og þar af leiðandi þröngsýnni stefnu-
mörkun, sem leiðir af verklagi Kjara-
nefndar og prófessorafélagsins.
Einfaldasta lausn á öllum þessum málum
er að stofna Tækniháskóla Íslands sem einka-
háskóla á verkfræðisviði, hugsanlega með
einhverri eignaraðild Háskóla Íslands til að
byrja með.
Persónulegar þakkir
í stuttri samantekt rifja ég upp, að ég
kenndi í stundakennslu við verkfræðideild í
u, þ. b. tíu ár, var í embætti prófessors í um
tuttugu og fimm ár og var kominn þar í hæsta
launaflokk (án eiturefnanotkunar, sumir
fengu aukaþóknun út á það). Laun voru auð-
vitað lægri en byrjunarlaun nýútskrifaðra
verkfræðinga. Svo kom nýr siður, embætti
voru lögð niður, ævistarf endurmetið eftir
skriffinnskureglunni, og ég var færður í
lægsta flokk prófessora, og gegndi ég því í
um fimm ár eða þar til ég var rekinn úr starfi
af náttúrulegum ástæðum þann 1. febrúar
2002. Þannig tókst að lokum að fullkomna
verkið í þriðju tilraun, allt er, þegar þrennt er.
Ég hlýt að þakka fyrir mig.
Björn Kristinsson.