Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 526
524
Frostþurrkun sjávarfangs
Unnið var að markaðs- og hagkvæmnisat-
hugun á frostþurrkun sjávarfangs hér á landi.
Niðurstöður voru þær helstar, að hér væri um
verðmætar vörur að ræða, sem hefðu þegar
Qölmarga sérmarkaði, annað hvort sem
íblöndun í fullunnar vörur eða sjálfstæðar af-
urðir til sérhæfðra nota, s. s. matvæli fyrir
fjallgöngumenn. Var lagt til, að kannað yrði
nánar, hvort helstu notendur frostþurrkaðra
afurða í tilbúna rétti hafi áhuga á samstarfi
um framleiðslu og þróun afurðanna. Gengið
var til samstarfs við Hitaveitu Suðurnesja um
framhald verkefnisins. Að verkefninu stóðu
auk Sjávarútvegsstofnunar, Rannsóknastofn-
un fiskiðnaðarins og Tækniþróun hf., en
verkefnið var styrkt af Rannsóknaráði ríkis-
ms og Nýsköpunarsjóði námsmanna. Starfs-
maður: Finnur Stefánsson, B. Sc.
Úrvinnsla cryotíns úr þorskslógi - líftækni
á Isafirði
Árið 1992 var komið á fót tilraunavinnslu
á Isafirði og unnin ensímblanda (cryotín) til
áframhaldandi hreinsunar. Er fyrirhugað að
athuga, hvaða möguleikar eru á að nota cryo-
tínblöndur við vinnslu sjávarafúrða. Verkefn-
ið var unnið af Raunvísindastofnun í sam-
vinnu við Þróunarfélag Vestfjarða, útibú
Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins og fyrir-
tæki á ísafirði auk Sjávarútvegsstofnunar, og
það var styrkt af Byggðastofnun. Verkefnis-
stjóri: Bergur Benediktsson, deildarverk-
fræðingur, raunvísindadeild.
Þari til manncldis
Stofnunin tók þátt í vöruþróunarverkefni
með Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og
fyrirtækinu Morgunn s/f um þróun þara til
manneldis íyrir Japansmarkað. Helstu niður-
stöður voru þær, að nokkrar tegundir þara eru
vænlegar til útflutnings, ef íslenski þarinn
stenst verð- og gæðasamanburð. Verkefnið
var styrkt af Rannsóknaráði ríkisins.
Gjafavörur á Japansmarkað og Öryggis-
net, fyrirtaekjanet um öryggismál
Verið er að undirbúa tvö verkefni, sem
verða unnin í samstarfi við innlend iðnaðar-
fyrirtæki með öflun markaða í huga. Útflutn-
ingsráð mun styrkja verkefnin.
_____________________Árbók Háskóla íslands
Þátttaka í sjávarútvegssýningu
Háskóli Islands tók þátt í alþjóðlegu sjáv-
arútvegssýningunni, sem haldin var hér á
landi 1993, og hafði Sjávarútvegsstofnun um-
sjón með þátttöku skólans. Meðal þeirra, sem
kynntu rannsókna- og þróunarverkefni sín á
sýningunni auk Sjávarútvegsstofnunar, voru
Verkfræðistofnun, Raunvísindastofnun, Sam-
mennt, Biolce og Endurmenntunarstofnun.
Háskólinn og Rannsóknastofnun fiskiðnaðar-
ins sameinuðust um aðstöðu á sýningunni.
Samstarfvið Vestmannaeyjabae um rekstur
rannsóknarseturs í Eyjum
Komið var á samstarfi við Vestmannaeyja-
bæ um rekstur rannsóknarseturs í Eyjum í sam-
starfi við Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og
Hafrannsóknastofnunina. Var rannsóknarsetrið
opnað formlega hinn 14. október 1994. Auk
rannsóknarstofa er ágæt aðstaða til kennslu og
fúndarhalda í rannsóknarsetrinu og gestaher-
bergi, sem fræðimönnum stendur til boða.
Þegar er unnið að allmörgum rannsókna-
verkefnum í Eyjum, og má þar nefna fisk'
sjúkdóma í sjávarfiskum, öryggismál sjo-
manna og athuganir á uppsetningu meltu-
vinnslu í Vestmannaeyjum.
Páll Marvin Jónsson, cand. scient., heftir
verið ráðinn forstöðumaður útibús Háskólans
í Vestmannaeyjum, og mun hann hefja störf >
ársbyrjun 1995. Stjórnarformaður samstarfs
ins er dr. Þorsteinn I. Sigfússon, prófessor i
eðlisfræði við Háskóla íslands.
Samstarfssamningar við erlenda háskóla
og stofnanir
Alþjóðleg samvinna var í upphafi a
mestu bundin við Norðurlönd, en á árinu
1993 var komið að því að mynda víðtækari
tengsl á alþjóðavettvangi. Samstarfssamnmg-
ur var gerður við sjávarútvegsháskólann
Tokyo (Tokyo University of Fisheries), °fe
lögð voru drög að rannsóknarsamstarfi vi
frönsku sjávarútvegsstofnunina IFREM
Þá var haldin ráðstefna í Tævan í tengs un
við væntanlegan samstarfssamning við tæv^
anska sjávarútvegsháskólann (National 31
wan Ocean University), þar sem íslenskn ofc
tævanskir vísindanienn kynntu ranns0
sínar tengdar sjávarútvegi í löndunum a
um. Auk þess kynntu þar fúlltrúar íslens