Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 546
544
Árbók Háskóla íslands
Tilraunastöð Háskóla íslands
í meinafræði að Keldum
1990-1994
Ný lög, hlutverk og stjórn
Keldnanefnd, sem skipuð var 1987 til að
gera ítarlega úttekt á málefnum Tilrauna-
stöðvar Háskóla íslands í meinafræði að
Keldum, lagði fram viðamikla skýrslu og til-
lögur árið 1989. Eitt af því, sem nefndin
lagði til, var að setja þyrfti stofnuninni laga-
legan og stjórnunarlegan ramma í samræmi
við þarfir tímans. Það var strax hafist handa,
og þann 4. maí 1990 samþykkti Alþingi ný
lög, sem tóku gildi 1. júlí á því ári. Helstu
nýmæli voru þau, að stofnuninni skyldi sett
stjórn, og að ráðinn yrði framkvæmdastjóri,
sem færi með daglegan rekstur í umboði for-
stöðumanns. Hlutverk stofnunarinnar var
einnig skilgreint mun ítarlegar en í fyrri lög-
um. Um hlutverk segir svo í 2. gr.: „Hlutverk
stofnunarinnar skal m. a. vera:
1. Að stunda grunnrannsóknir í líf- og lækn-
isfræði dýra og manna.
2. Að annast rannsóknir og þjónustu í þágu
heilbrigðiseftirlits, sjúkdómagreininga og
sjúkdómsvarna fyrir búfé og önnur dýr í
samstarfi við yfirdýralækni og þróa að-
ferðir í því skyni. Ennfremur að vera yf-
irdýralækni til ráðuneytis um allt, er varð-
ar sjúkdóma í dýrum og varnir gegn þeim.
3. Að þróa, framleiða, flytja inn og dreifa
bóluefni og lyfjum gegn sjúkdómum í
búfé og öðrum dýrum.
4. Að veita háskólakennurum og öðrum sér-
fræðingum, sem ráðnir eru til kennslu og
rannsókna á sviði stofnunarinnar, aðstöðu
til rannsókna, eftir því sem við verður
komið.
5. Að annast endurmenntun dýralækna, eftir
því sem aðstæður leyfa, og miðla upp-
lýsingum til þeirra í samvinnu við yf-
irdýralækni.
6. Að annast eldi á tilraunadýrum fyrir vís-
indalegar rannsóknir í landinu.
7. Að taka þátt í rannsóknum og þróunar-
vinnu í þágu líftækniðnaðar í landinu."
Tengsl við læknadeild og Háskólann voru
treyst með því, að forstöðumaður skal skv.
lögunum jafnframt vera prófessor við lækna-
deild og með reglum um tilnefningu í stjórn.
Þær reglur tryggðu einnig tengsl við land-
búnaðarráðuneytið, en þjónusturannsóknir,
sem Tilraunastöðin sinnir, eru einkum tengd-
ar því fagráðuneyti. í 3. gr. segir svo um skip-
un stjórnar: „Háskólaráð skipar fimm menn í
stjórn tilraunastöðvarinnar til fjögurra ára í
senn. Læknadeild Háskóla íslands tilnefnir
einn, raunvísindadeild einn og landbúnaðar-
ráðherra tvo, og skal annar þeirra vera úr
hópi starfsmanna. Fundur starfsmanna til-
nefnir einn fulltrúa“. Fyrsta stjórnin var
þannig skipuð: Brynjólfur Sandholt, yf'
irdýralæknir, tilnefndur af landbúnaðarráð-
herra. Eggert Gunnarsson, dýralæknir, kos-
inn af starfsmönnum Tilraunastöðvarinnar.
Eva Benediktsdóttir, örverufræðingur, til-
nefnd af landbúnaðarráðherra úr hópi starfs-
manna Tilraunastöðvarinnar. Eva vék úr
stjórn árið 1991, þegar hún lét af störfum á
Tilraunastöðinni. I hennar stað kom Sigríður
Guðmundsdóttir, líffræðingur. Guðmundur
Eggertsson, prófessor, tilnefndur af raunvís-
indadeild Háskólans, Þórður Harðarson,
prófessor, tilnefndur af læknadeild Háskól-
ans. Þórður Harðarson var tilnefndur formað-
ur, en Guðmundur Eggertsson tók að sér for-
mennsku fyrsta árið að beiðni Þórðar. Núver-
andi stjórn, þ. e. í árslok 1994, er þannig
skipuð: Þórður Harðarson, formaður, Brynj-
ólfur Sandholt, Guðmundur Eggertsson,
Eggert Gunnarsson (nú fulltrúi landbúnaðar-
ráðuneytisins) og Ólafúr S. Andrésson (kos-
inn af starfsmönnum).
Árið 1992 fékkst heimild til að ráða fram-
kvæmdastjóra, og varð Jón Sævar Jónsson,
rekstrarverkfræðingur, fyrir valinu. Það ber
að nefna, að til nokkurra nýmæla í hinum nýju
lögum verður að teljast, að í stað skipunar
ævilangt, skal forstöðumaður skipaður til
ára í senn, en hins vegar getur hann haldi
prófessorsembætti, þótt hann láti af störfum
forstöðumanns. Guðmundur Pétursson, sem
gegnt hafði stöðu forstöðumanns frá árinu
1967, sagði í kjölfar þessarar lagasetningar
starfi sínu lausu að vori 1991 með árs fyrir'
vara. Hins vegar dróst mjög á langinn að skipa
mann í hans stað, og fékk hann ekki laysn ?
starfi fyrr en um mánaðamótin maí/júní 19’
að Kári Stefánsson var skipaður forstöðuma
ur. Kári tók til starfa 1. júní, en stóð stutt vi