Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 332
330
Árbók Háskóla íslands
Stjórnsýslunefnd 1991-1997
1. Hlutverk Stjórnsýslunefndar
Stjómsýslunefnd var fyrst skipuð af há-
skólaráði árið 1986. Verkefni hennar var að
endurskoða stjórnsýslu Háskólans og skil-
greina verkaskiptingu, ábyrgð og vald hinna
ýmsu embættismanna á öllum stigum
stjórnsýslu. Nefndin lagði fram tillögur um
breytt skipulag hinnar sameiginlegu stjóm-
sýslu og styrkari stöðu deilda. Samþykkt
þeirra leiddi til breytinga á lögum um Há-
skóla íslands árið 1990. Síðan hefur nefndin
fylgt eftir þeim breytingum með eftirliti með
framkvæmd þeirra og komið með nýjar til-
lögur. Hún hefúr einnig verið háskólaráði og
rektor til ráðgjafar í málefnum, er varða
stjórnsýslu og stjómskipulag Háskólans.
1.2 Skipan nefndarinnar
Á tímabilinu 1986 til 1997 hafa eftirtaldir
átt sæti í nefndinni: Þórir Einarsson, formað-
ur, Valdimar K. Jónsson, Ásmundur Brekkan,
Jónatan Þórmundsson, Þórólfúr Þórlindsson’
Jón Gunnar Grjetarsson, nemi í heimspeki-
deild, Bjarni Ármannsson, nemi í tölvunar-
fræði, og Edda Magnúsdóttir, framkvæmda-
stjóri starfsmannasviðs Háskóla íslands.
Starfsmenn hennar á tímabilinu hafa verið:
Guðmundur Sigurbergsson, Eva Þengilsdótt-
ir og Inga Dóra Sigfúsdóttir.
2. Breytingar á skipulagi stjórnsýslu
Meginstarf nefndarinnar á árunum 1991-
1997 hefúr verið að fylgjast með framgangi
skipulagsbreytinganna, sem samþykktar voru
árið 1990 og komu til framkvæmda árið
1991, auk þess sem nefndin hefur mótað
hugmyndir að frekari breytingum á skipulagi
stjórnsýslu Háskóla íslands.
Þrennar meginbreytingar voru gerðar árið
1991:
a) Staða deilda var styrkt meðal annars með
því að skilgreina jjær sem grunneiningar
og gera deildarforseta að yfirmönnum
stjórnsýslu deilda.
b) Fastanefndir háskólaráðs fengu lagastoð
og voru felldar inn í stjórnskipulag Há-
skóla Islands.
c) Framkvæmdastjórum stjórnsýslusviða var
falin yfirumsjón og eftirlit með hinni al-
mennu stjómsýslu í umboði rektors.
Frá 1991 hefúr Stjómsýslunefnd staðið fyr-
ir endurteknum athugunum og úttektum á
reynslunni af hinu breytta skipulagi og starfs-
háttum og aðstoðað við að útfæra og aðlaga
breytingamar. Hugað var að skipulagi innan
stjómsýslusviða og tengslum þjónustustofnana
við hina almennu stjómsýslu svo og að skipu-
lagi deilda. Nefndin aðstoðaði við endurskipu-
lagningu á samskiptasviði, eftir að hluti af
starfsemi þess hafði flust til Alþjóðaskrifstofú
háskólastigsins. Gerð var úttekt á starfsemi
deildarskrifstofa, og í framhaldi af því voru
unnar starfslýsingar fyrir skrifstofústjóra
deilda. Undir lok árs 1991 stóð nefndin fyrir
athugunum með rektor og ffamkvæmdastjór-
um stjómsýslusviða á reynslunni af ffaman-
greindum skipulagsbreytingum. Næsta endur-
skoðun á störfúm og skipulagi á stjómsýslu-
sviðum var gerð á árinu 1994. í ffainhaldi af
henni vom gerðar tillögur um tímabundnar
breytingar og tilflutning verkefna, er hlutu
samþykki rektors og háskólaráðs. Á árinu
1995 samþykkti háskólaráð, að óháðum aðila
yröi falið að gera stjómsýsluúttekt á Háskóla
íslands, og yrði framkvæmd hennar á ábyrgð
rektors og Stjómsýslunefndar. Jafnframt fól
háskólaráð Stjómsýslunefúd að endurskoða
skipan sameiginlegrar stjómsýslu og starfs-
þætti stjórnsýslusviða 1 samráði við rektor og
helstu forystumenn stjómsýslueininga Háskól-
ans. Haustið 1995 gerði Stjórnsýslunefnd til-
lögur uni breytingar á starfslýsingum fynr
ffamkvæmdastjóra stjómsýslusviða, en þessa'.
lýsingar hafði nefndin samið, áður en þau störf
voru auglýst í fyrsta sinn 1990. Ráðning fram-
kvæmdastjóra stjómsýslusviða vartil 5 ára skv.
breytingum, sem gerðar höfðu verið á háskóla-
lögunum árið 1990. Hinar breyttu starfslýsing'
ar vom notaðar, er störf framkvæmdastjóranna
vom auglýst að nýju í árslok 1995.
2.2 Skipulag og starfshættir rektorsenib-
ættisins
Ein af tillögum Stjórnsýslunefndar fra
1990, sem ekki fékk framgang, var að styrkja
bæri rektorsembættið með því að stofna ný
starf aðstoðarrektors, sem kosinn yrði beinm
kosningu af háskólasamfélaginu á sama ha
og rektor. í samráði við rektor skyldi hann
fylgjast sérstaklega með ákveðnum tnaJ
flokkum, sem gætu verið breytilegir frá ein'
um tíma til annars.