Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 258
256
Árbók Háskóla íslands
kjaranefnd verið falið að ákvarða laun pró-
fessora, og hefur hún ekki fellt úrskurð sinn
enn. Dagvinnulaun prófessora eru nú greidd
á sama hátt og í desember 1996. Yfirvinna
vegna kennslu er greidd skv. áætlun frá sept-
ember sl. Með hliðsjón af mati á árangri í
starfi við rannsóknir verða nú greidd laun til
prófessora af sérstöku viðfangsefni. Framan-
greind laun eru öll greidd með þeim fyrir-
vara, að þau geti komið til frádráttar þeim
launum fyrir árið 1997, sem kjaranefnd
kemur til með að úrskurða prófessorum."
12.6.97: Nýr kjarasamningur Félags háskóla-
kennara var til umræðu. Logi Jónsson, for-
maður samninganefndar félagsins, Kristín
Einarsdóttir, framkvæmdastjóri, og Örn
Helgason, formaður Fjármálanefndar há-
skólaráðs, komu á fund. Logi gerði grein
fyrir samningnum. Miklar umræður urðu,
rætt var, hvort og þá með hvaða hætti,
Háskólinn gæti nýtt sér þann aukna sveigjan-
leika, sem samningurinn fæli í sér. Vegna
bókunar 7 í kjarasamningnum var eftirfar-
andi bókun samþykkt: „Háskólaráð ályktar,
að í ljósi þeirra breytinga, sem verða á ráðn-
ingum kennara með nýjum starfsmanna-
lögum, beri að veita öllum kennurum, sem til
þess eru hæfir, framgang í starfi, óháð því
hvernig til stöðu þeirra var stofnað.“ Björn Þ.
Guðmundsson sat hjá. Samþykkt var, að
Samráðsnefnd um kjaramál gegndi hlutverki
aðlögunarnefndar, sbr. fylgiskjal 1 með
kjarasamningnum. Logi Jónsson svaraði fyr-
irspurnum fúndarmanna.
Mat á vinnu við kennslu og breyttir
kennsluhættir
101 L94: Lagt fram bréf, dags. 25. f. m., frá
Gísla Má Gíslasyni, prófessor, formanni
nefndar um breytta kennsluhætti. í bréfinu er
á það bent, að í athugasemdum við frumvarp
til fjárlaga fyrir 1995 komi fram, að unnið sé
að hagræðingu í kennslu innan Háskóla
íslands, og af þeim sökum m. a. verði fjár-
veitingar til skólans ekki auknar, enda þótt
nemendum hafi fjölgað að undanfornu.
Nefndin ítrekar, að tillögur hennar séu ekki
fallnar til að réttlæta áframhaldandi niður-
skurð á fjárveitingum til Háskólans og mót-
mælir því, að stjórnvöld skírskoti til vinnu
nefndarinnar í þeim tilgangi.
23.03.95: Inn á fundinn kom Gísli Már Gísla-
son, formaður nefndar um breytta kennslu-
hætti og breytt mat á vinnu við kennslu. Fram
var lagt bréf, dags. 23. þ. m., ásamt loka-
drögum að tillögum nefndarinnar. Gísh
greindi frá tillögunum, sem eru settar fram i
6 liðum ásamt rökstuðningi fyrir hverjum lið-
Málið var rætt, og kom fram ánægja með til-
lögurnar, en bent á, að þær þurfi að skoða i
tengslum við nýtt reiknilíkan af ijárveit-
ingum. Frekari umræðu um málið frestað.
18.05.95: Fram var lagt bréf Gísla Más Gísla-
sonar, prófessors, formanns nefndar um
breytta kennsluhætti, dags. 21. f. m., ásamt
áliti nefndarinnar.
10.08.95: Rektor hóf umræðu um framkomið
álit nefndar frá því í apríl sl. um breytta
kennsluhætti. Meginniðurstaða nefndarinnar
er, að skorir, námsbrautir eða deildir endur-
skipuleggi kennslu á þann hátt, að hún leim
til betri kennslu en með minni viðveru nem-
enda og jafnframt verði hagræðing kennslu-
vinnu, og aukin ljárveiting, sem reiknilíkan
Fjármálanefndar háskólaráðs gæti fært Ha-
skóla íslands, nýtt til jafnari og aukinna tek-
na háskólakennara. Samfara þessu þarf a°
fara fram virkara eftirlit með kennslu innan
Háskólans með því markmiði, að hún sam-
ræmist markmiðum Háskóla íslands um
kennslu og standist samanburð við aðra vest-
ræna háskóla. Nefndin leggur einnig til, a
reiknilíkan um rannsóknartengt framhalds-
nám verði hannað og að framhaldsnámi
verði tengt stundakennslu og undirbúnmg1
kennslu. Fram var lagt bréf frá 19. júní 19'“.’
undirritað af Sigurði V Friðþjófssyni, skn -
stofústjóra raunvísindadeildar. í bréfinu voru
tillögur Kennsluháttanefndar raunvísinda
deildar um mat á kennslu eftir breytingar a
kennsluháttum í deildinni, sem taka mynu
gildi frá og með haustmisseri 1995. Enn
fremur lagði rektor fram hugmynd um ver
lag við nýja kennsluhætti. Mikið var rætt um
breytta kennsluhætti og þá möguleika, sem
deildir hefðu til breytinga á kennslu. Eiim'S
var rætt um gæði kennslu og möguleika a P
að tryggja gæði kennslunnar eftir breytmg
una og við minni viðveru nemenda. Rek
hvatti ráðsmenn til að kynna sér framkonu
álit og boðaði, að málið yrði tekið upp aftur'