Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 34
32
Árbók Háskóla íslands
hefur tækifærum til atvinnu á þessum aldri
fækkað vegna breyttra atvinnuhátta. Almennt
bóknám með þeim kröfum, sem gerðar eru á
stúdentsprófi, hentar ekki öllum þessum
flölda, enda er brottfall frá námi mikið.
Skammt er í það, að helmingur árgangs ljúki
almennu stúdentsprófi, um tíundi hver verk-
menntun, en Qórir tíundu hrekjast frá námi. I
framhaldsskólum Norður-Evrópu ljúka hins
vegar um tveir þriðju námi í verkmenntun, en
einn þriðji bóknámi til stúdentsprófs.
Af viðræðum Háskólans við forsvarsmenn
iðnmenntaskóla má ráða, að ein ástæða til
þess, að svo fáir velja verkmenntun hér, sé ótti
við að lenda í blindgötu og standa í skugga af
stúdentsprófi og háskólanámi. Þeir telja, að
ein áhrifamesta leið til að auka veg verk-
menntunar, væri að opna nemendum, sem því
námi Ijúka, greiðari leið til náms á háskóla-
stigi en nú tíðkast. Að viðeigandi námsbrautir
á háskólastigi meti þætti verkmenntunar og
reynslu sem jafngildan undirbúning á við
ýmsa þætti, sem nú felast i almennu stúdents-
prófi og bjóði þeim, sem ekki eru með viðeig-
andi undirbúning undir tiltekið háskólanám,
námskeið til að bæta úr því, sem á skortir.
Þessi ábending iðnmenntaskólanna er íhug-
unarverð fyrir alla skóla á háskólastigi. Verði
ekkert að gert, mun háskólastigið lenda í sama
fari og framhaldsskólarnir. Þar lendir vandinn
einkum á Háskóla íslands, sem er öllum stúd-
entum opinn. Fyrstu merki þessarar þróunar
eru reyndar farin að sjást. Brottfall frá námi er
mikið, þar sem áhugi eða undirbúningur nem-
enda virðist ónógur, og þrátt fyrir mikla fjölg-
un stúdenta verður engin aukning í raunvís-
inda- og tæknigreinum.
Eðlilegt er, að menn hugleiði, hvort það
nám, sem nú er í boði á háskólastigi, sé í sam-
ræmi við þarfir nemenda og þjóðarinnar. Há-
skóli Islands hefur frá upphafi verið í hópi
rannsóknarháskóla. Honum er ætlað að vera í
senn vísindaleg rannsóknarstofnun og vís-
indaleg fræðslustofnun. Allir kennarar hans
hafa skyldu til rannsókna jafnhliða kennslu,
og í öllum námsgreinum er fyrst lagður
traustur fræðilegur grunnur, áður en námið
sveigist að þjálfun til sérhæfðs starfs eða
rannsókna og lokaprófi með alþjóðlegri við-
miðun eftir 3 til 4 ár hið skemmsta. Það er
hinn fræðilegi grunnur sem reynist mörgum
stúdentum ofviða. Þeim gæti hins vegar
vegnað ágætlega í öðru háskólanámi, sem
legði minni áherslu á fræðilegan grunn og
rannsóknir, en beindist þegar í upphafi að
verkmenntun og þjálfun til starfa. Ætti Há-
skóli Islands að fara inn á þessa braut eða ætti
hann að styðja aðra skóla til þessa verkefnis?
Án beins stuðnings Háskóla íslands verður
erfitt að vinna þessu námi tiltrú nemenda.
Oft er sagt, að til þess að standa undir full-
gildum rannsóknarháskóla þurfi þjóðfélag
með 2 milljónir þegna. Við höfum ekki látið
mannfæð hindra okkur og rekum auk Há-
skóla Islands 12 aðra skóla á háskólastigi.
Þar með er ljóst, að háskólastig okkar er enn
ómótað og býr við arfleifð frá sérskólum,
sem lyft var á háskólastig. Samstarfsnefnd
háskólastigsins hefur lagt til, að sett verði
lög, sem skilgreina háskóla, hvaða nám þeir
bjóða, þær kröfur, sem gerðar eru til undir-
búnings nemenda, hæfis kennara og aðstöðu
til að veita menntun, sem stenst alþjóðlegar
viðmiðanir. Alþingi hefur nýlega samþykkt
lög um listaháskóla, þar sem Myndlista-
og handíðaskóli Islands, Tónlistarskólinn í
Reykjavík og Leiklistarskóli Islands verða
sameinaðir í nýrri sjálfseignarstofnun. Einnig
hafa Kennaraháskóli Islands, Iþróttakennara-
skóli Islands að Laugarvatni, Fósturskóli Is-
lands og Þroskaþjálfaskóli Islands lýst vilja
til sameiningar í Uppeldisháskóla. Auk al-
menns hagræðis, sem fylgir sameiningu
þessara skóla í stærri heildir, auðveldar hún
skipti á kennurum og nemendum og gagn-
kvæma viðurkenningu náms. í raun er Há-
skóli íslands hópur háskóla, sem starfa undir
sameiginlegri stjórnsýslu, en eru hver um sig
að miklu leyti sjálfstæðir í faglegum efnum.
Deildir Háskólans eru níu, en innan þeirra
starfa námsbrautir og skorir með verulegt
sjálfstæði. Alls eru í boði um 50 leiðir í
grunnnámi og 32 í framhaldsnámi.
í kjölfar skýrslu Þróunarnefndar Háskól-
ans, sem kynnt var fyrr á þessu ári, fer nú
fram töluverð umræða um skipulag Háskól-
ans. Samið hefur verið við Hagsýslu ríkisins
um úttekt á stjómsýslu innan Háskólans með
sérstöku tilliti til nýrra stjómsýslulaga. I und-
irbúningi er einnig að fela erlendum sérfræð-
ingum að meta stjórnarhætti Háskólans og
gera tillögur um stjórnskipulag. Við margar