Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 590
588
Árbók Háskóla íslands
Einar B. Pálsson, próf. emerit.
Orðanefnd byggingarverkfræðinga
íslensk íðorðaskrá í byggingarverkfræði:
íslensk tunga er svo fátæk af orðum um
hugtök í raunvísindum og tækni, að hver sem
ritar eða ræðir um þau efni á íslensku, verður
að búa til mörg þeirra fræðiorða, sem nota
þarf, ellegar verður hann að „sletta“ erlend-
um orðum óheyrilega. Slíkt er hemill á fræði-
störf, enda fráleitt að ætla, að allir fræðimenn
séu jafnframt góðir orðasmiðir. Þessi fátækt
er orðin sárari en áður, eftir að farið var að
kenna raunvísindi og tækni í Háskóla íslands,
því að við það hefur fjöldi hugtaka margfald-
ast, sem fjallað er um. í íslenskum háskóla
þarf að kenna á íslensku. Þetta er ekki ein-
ungis þjóðernislegt metnaðarmál, þetta er
forsenda þess, að tæknivísindi séu ekki fram-
andi efni hjá þjóðinni, heldur eðlilegur rót-
gróinn hluti af menningu hennar.
Lengi vel var talið, að vandinn væri nær
eingöngu sá, að íslensk orð skorti til þess að
þýða orð, sem ber að úr erlendum tungum.
Aætlað hefur verið, að í byggingarverkfræði
séu um 15.000 hugtök, sem beita þarf við
kennslu, á vinnustofum verkfræðinga, í
verklýsingum, verksamningum og stöðlum, á
vinnustöðum verklegra framkvæmda og í
verksmiðjum, sem framleiða efni og hluti til
bygginga. Tiltölulega fá islensk íðorð hafa
náð að festast fyrir þessi hugtök, og óvissa er
stundum um merkingu þeirra, og þýðir lítið
að leita að þeim í orðabókum. Meðan svo tor-
velt er að ræða og rita um byggingarverkfræði
á nróðurmálinu, getur hún naumast talist ís-
lensk fræðigrein. Þessi vandi er vissulega
mikill, en nýr hefur komið til sögunnar á síð-
ustu árum. Á meðal fremstu tækni- og versl-
unarþjóða er nú gerður meiri munur á dag-
iegu máli og fagmáli en áður var, m. a. vegna
útgáfu staðla og aukinna alþjóðaviðskipta.
Áhersla er lögð á að gera fagmálið skýrara og
nákvæmara en áður. Mikil vinna er lögð í að
endurskoða fagmál og stýra notkun þess í
hverju landi. Hafi gömul orð ekki nógu ein-
hlíta eða skýra merkingu, eru ný orð tekin
upp. Orðasmíð fer því víða fram. Dæmi um
þetta er breskur staðall, BS4118 frá árinu
1981. Hann er eingöngu um fagorð fyrir um
700 hugtök um vatnsveitur og fráveitur, sem
ætlast er til, að notuð séu. Hvert hugtak er
skilgreint. Athygli vekur, að ýmis fagorðanna
eru önnur en þau, sem áður hafa verið notuð í
breskum fræðibókum. Annað dæmi er þýskur
staðall um orð varðandi fráveitur, DIN 4045
frá 1982, en í honum eru jafnframt ensk fag"
orð, sem samsvara nákvæmlega hinum þýsku
orðum á umræddu sviði. Erlendar heimildir
um fagorð eru því ekki lengur eins traustur
grundvöllur og áður var talið.
Til þess að leysa úr þessum vanda orða og
hugtaka í byggingarverkfræði, sem hér hefur
verið lýst, var árið 1980 stofnuð nefnd, Orða-
nefnd byggingarverkfræðinga. Orðanefndin
hefúr lengst af kornið saman með reglu-
bundnum hætti á 40-50 fúndum á ári. Hún
ákveður hugtök og orð, sem taka skal fyrir °g
síðar skal birta í íðorðaskrá. Til þess að fund-
ir séu árangursríkir, eru öll atriði undirbúin
áður. Tillögur liggja þá fyrir um skilgrein-
ingu hugtaka, upplýsingar unr íslensk orð, ef
til eru, upplýsingar um samsvarandi erlend
orð ásamt skilgreiningu, og í flestum tilvik-
um eru einnig hugmyndir um ný íslensk orð,
ef þeirra er vant. Allt þetta fjallar nefndin um
og færir í endanlegt form.
Formaður Orðanefndarinnar hefur fm
upphafi verið Einar B. Pálsson, prófessor við
verkfræðideild Háskóla íslands, en aðrir
nefndarmenn hafa verið verkfræðingar, sem
starfa í Háskóla íslands eða á verkfræðistof-
unr eða í opinberum tæknistofnunum. Einar
hefur undirbúið alla fundi nefndarinnar, ger(
tillögur að hugtökum og nýyrðum, sem
nefndin fjallar síðan urn. Þá hefúr hann
einnig samið drög að skilgreiningum orða og
hugtaka svo og fundið tilsvarandi orð *
dönsku, ensku, þýsku og sænsku við hh
hins íslenska heitis. Nefndin ræðir síðan
framlagðar tillögur og hugmyndir, þar til ni
urstaða er fengin um hvert íðorð. Málfr® 1
ráðunautur nefndarinnar, prófessor emeritus
dr. Halldór Halldórsson, sem íslensk ma
nefnd lagði orðanefndinni til, vann einnig a
undirbúningi mála, auk þess sem hann sa
alla nefndarfundi. Frá ársbyrjun 1993 ge
Ólafur Jensson, verkfræðingur og e'nn
nefndarmanna, til liðs við Einar við und'|t
búning fúndanna, og hefur hann f®rt 3
orðasafnið inn í tölvu. Ýmsir sérfræðmgtj
hafa komið á fundi nefndarinnar eða ag