Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 425
423
ftennsóknar- oa þjónustustofnanir
Námsráðgjöf Háskóla íslands
(NHÍ) 1991-1997
Inngangur
Námsráðgjöf var sett á laggirnar við Há-
skóla íslands árið 1981. Háskóli íslands hef-
Ur frá þeim tíma verið frumkvöðull og fyrir-
Wynd annarra menntastofnana hér á landi í
Próun ráðgjafar fyrir nemendur. Stór hluti
Pe'rra, sem sótti ráð til NHÍ á þessum árum,
ekki innritaður í Háskóla íslands, en
uugði á háskólanám. Fyrstu árin heyrði
Námsráðgjöf H. í. undir kennslustjóra Há-
skólans, síðar beint undir rektor, en árið 1991
Var Námsráðgjöf Háskóla íslands (NHÍ) gerð
að sjálfstæðri stofnun.
. A árunum 1990-1997 störfuðu við NHÍ
sta Kristrún Ragnarsdóttir, forstöðumaður,
agna Ólafsdóttir, sálfræðingur, Auður R.
unnarsdóttir, sálfræðingur, Guðný Gunn-
arsdóttir, námsráðgjafi, Kolbrún Eggertsdótt-
lr> námsráðgjaf'i og Elísa Kwasensko, skrif-
s ofustjóri. Arið 1998 var gerð sú breyting,
stofnuninni var breytt á ný í deild innan
ennslusviðs. Við þessa breytingu lét for-
J nðumaður NHÍ, Ásta Kristrún Ragnarsdótt-
lr> af störfum, en hún hafði starfað við NHÍ
tra upphafi.
Hlutverk
Hlutverk Námsráðgjafar Háskóla íslands
t>, ' er \ meginatriðum að veita nemendum
si^ai a s*ancIs raðgjöf og stuðning, sem
lar að árangri og vellíðan þeirra í námi
t starfi- Námsráðgjafar veita ráðgjöf um
^nnisval ýmist hópum eða einstaklingum.
sei 6rU veittar upplýsingar um hvaðeina,
i . ten.gist háskólanámi og háskólasamfé-
t-flnu- I aðstoð við námsval og ákvarðana-
um nám er gjarnan stuðst við áhuga-
SVlðskannanir.
k ^arnsráðgjafar veita nemendum ýmiss
nar aðstoð, sem lýtur að því að bæta og
erra vinnubrögð þeirra skilvirkari. Sú aðstoð
staWi'nn*® Veitt fámennum hópum eða ein-
pr -!n8um- Einnig er veitt persónuleg og sál-
llle ' e8 ráðgjöf, sem felst í skammtíma
kVjft er® Vlð sálrænum örðugleikum svo sem
Prófk ^ePur®’ Hópráðgjöf er veitt gegn
Námsráðgjöf Háskóla íslands hefur um-
sjón með framkvæmd úrræða fyrir nemendur
með fötlun eða hömlun. Þau ná bæði til
námsúrræða sem og úrræða í prófum. Veitt er
ráðgjöf um gerð atvinnuumsókna, gerð
starfsferilslýsinga og undirbúning fyrir at-
vinnuviðtöl. NHÍ veitir nemendum í M.A.
námi í náms- og starfsráðgjöf við félagsvís-
indadeild H. í. starfsþjálfun og fræðslu. Allir
nemendur í M.A. námi í náms- og starfsráð-
gjöf verja hluta af starfsþjálfunartíma sínum
í NHÍ. Lögð er áhersla á að fylgjast með og
taka þátt í þróun í náms- og starfsráðgjöf,
sem styrkir faglegan grundvöll NHl.
Húsnæðismál
Fyrstu fimmtán árin var starfsemi NHl til
húsa i Aðalbyggingu Háskólans. Um miðjan
níunda áratuginn hafði starfsemin löngu
sprengt utan af sér það húsrými. Til stóð að
flytja Námsráðgjöf í kjallara byggingarinnar,
en til þess að svo yrði, þurfti að gera miklar
breytingar á húsnæðinu. Til að leysa tíma-
bundinn húsnæðisvanda stofnunarinnar flutt-
ist hún um eins árs skeið í húsnæði, sem
Landsbanki íslands lagði til endurgjaldslaust
í skrifstofubyggingu við Lækjartorg. I árs-
byrjun 1996 flutti NHÍ síðan í kjallara
Aðalbyggingar Háskólans. Gott rými var þar,
en vissir gallar voru á húsnæðinu. Fólust þeir
einkum í því, hversu óaðgengilegt það var
fyrir fatlaða. Ófært var beinlínis fyrir hreyfi-
hamlaða að leita til námsráðgjafa eða sækja
námskeið á þeirra vegum, því ekki var hægt
að komast sjálfbjarga á hjólastól niður í skrif-
stofur og námskeiðsherbergi NHÍ. Reynt var
að koma til móts við hreyfihamlaða nemend-
ur með vinnu- og móttökuherbergi á fyrstu
hæð Aðalbyggingar, en almennt er aðgengi að
þeirri byggingu erfitt fyrir fólk í hjólastóli.
Gjafir til NHÍ
Námsráðgjöf Háskóla íslands hefur notið
góðs af veglegum gjöfum frá félagasamtök-
um. Má þar nefna gjöf frá Kívanisklúbbnum
Víðar árið 1996, en klúbburinn gaf NHI
tölvu af fullkomnustu gerð og peningagjöf
frá Stúdentaráði H. í. árið 1997, sem varið
var til tölvu- og tækjakaupa fyrir fatlaða stúd-
enta við Háskólann.